Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Salamatkhan Dzhumabaeva landfræðingur og doktors í vistfræði.
Salamatkhan Dzhumabaeva landfræðingur og doktors í vistfræði.
Líf og starf 28. apríl 2015

Ástand beitarlanda og skóga víða slæmt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Salamatkhan Dzhumabaeva frá Kirgistan er menntaður landfræðingur og með doktors­gráðu í vistfræði. Að sögn Dzhumabaeva er landbúnaður mikið stundaður í Kirgistan þó um 90% landsins sé fjallendi.

„Einungis 7% landsins er það sem teljast mundi hentugt til hefðbundins landbúnaðar.“
Búfjárhald er algengt í Kirgistan og um 70% af öllum landbúnaði þar í landi byggir á því auk þess sem bændur rækta hveiti, kartöflur, ávexti og valhnetur sem eru fluttar út.

„Landið var lengi hluti af fyrrum Sovétríkjunum en eftir að þau liðuðust í sundur breyttu bændur beitarstýringu og hættu að reka búfé í sumarhaga á fjöllum og fóru eingöngu að beita því á haga á láglendi. Samfara þessu hefur álag á beitilönd á láglendi aukist gríðarlega og ástand þeirra er víða mjög slæmt. Skógareyðing hefur einnig aukist hratt eftir að landið fékk sjálfstæði árið 1991 bæði vegna skógarhöggs og beitar í skóglendi.“

Dzhumabaeva segir að vegna fjalllendisins í Kirgistan sé skóglendi þar mjög fjölbreytt. „Þar er að finna barrtré og ávaxtatré og allt þar á milli. Því miður er það svo að valhnetuskógar landsins eru víða mjög illa farnir vegna ofnýtingar. Heimamenn í þorpum úti á landi hafa gengið hart á skógana með öflun eldiviðar og búfjárbeit án þess að nýjum trjám sé plantað í staðinn.“

Að mínu mati er námið sem okkur er boðið upp á í Landgræðsluskólanum mjög áhugavert og ég er sannfærð um að sú þekking sem ég er að afla mér hér eigi eftir að nýtast mér þegar ég sný aftur heim. „Markmið mitt er að vinna hér að verkefni þar sem stjórnvöld, sérfræðingar og heimamenn vinna sameiginlega að verndun skóga, vistkerfisins og landsins sem heild.“

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...