Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Salamatkhan Dzhumabaeva landfræðingur og doktors í vistfræði.
Salamatkhan Dzhumabaeva landfræðingur og doktors í vistfræði.
Líf og starf 28. apríl 2015

Ástand beitarlanda og skóga víða slæmt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Salamatkhan Dzhumabaeva frá Kirgistan er menntaður landfræðingur og með doktors­gráðu í vistfræði. Að sögn Dzhumabaeva er landbúnaður mikið stundaður í Kirgistan þó um 90% landsins sé fjallendi.

„Einungis 7% landsins er það sem teljast mundi hentugt til hefðbundins landbúnaðar.“
Búfjárhald er algengt í Kirgistan og um 70% af öllum landbúnaði þar í landi byggir á því auk þess sem bændur rækta hveiti, kartöflur, ávexti og valhnetur sem eru fluttar út.

„Landið var lengi hluti af fyrrum Sovétríkjunum en eftir að þau liðuðust í sundur breyttu bændur beitarstýringu og hættu að reka búfé í sumarhaga á fjöllum og fóru eingöngu að beita því á haga á láglendi. Samfara þessu hefur álag á beitilönd á láglendi aukist gríðarlega og ástand þeirra er víða mjög slæmt. Skógareyðing hefur einnig aukist hratt eftir að landið fékk sjálfstæði árið 1991 bæði vegna skógarhöggs og beitar í skóglendi.“

Dzhumabaeva segir að vegna fjalllendisins í Kirgistan sé skóglendi þar mjög fjölbreytt. „Þar er að finna barrtré og ávaxtatré og allt þar á milli. Því miður er það svo að valhnetuskógar landsins eru víða mjög illa farnir vegna ofnýtingar. Heimamenn í þorpum úti á landi hafa gengið hart á skógana með öflun eldiviðar og búfjárbeit án þess að nýjum trjám sé plantað í staðinn.“

Að mínu mati er námið sem okkur er boðið upp á í Landgræðsluskólanum mjög áhugavert og ég er sannfærð um að sú þekking sem ég er að afla mér hér eigi eftir að nýtast mér þegar ég sný aftur heim. „Markmið mitt er að vinna hér að verkefni þar sem stjórnvöld, sérfræðingar og heimamenn vinna sameiginlega að verndun skóga, vistkerfisins og landsins sem heild.“

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...