Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ársfundur BÍ verður haldinn 15. mars á Hótel Örk
Fréttir 28. febrúar 2019

Ársfundur BÍ verður haldinn 15. mars á Hótel Örk

Höfundur: TB
Ársfundur Bændasamtaka Íslands verður haldinn á Hótel Örk í Hveragerði föstudaginn 15. mars nk. Hætt var við áður auglýstan fundartíma og viðburðinum frestað um viku vegna yfirvofandi verkfalls Eflingarfólks sem starfar í hótelgeiranum.
 
Hefðbundin aðalfundarstörf hefjast klukkan 9.00 og standa til hádegis. Eftir hádegi, klukkan 13.00, hefst opin ráðstefna þar sem umfjöllunarefnið er sérstaða íslensks landbúnaðar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ávarpa gesti og í kjölfarið verða haldin erindi, meðal annars um smitsjúkdóma og sýklalyfjaónæmi, viðhorf til matvælaframleiðslu og lýðheilsu, lífræna ræktun og nýsköpun til sveita. 
 
Um kvöldið kl. 20.00 verður blásið í veislulúðra og haldin bændahátíð á Hótel Örk þar sem íslenskar búvörur verða í öndvegi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og heimamaður í Hveragerði, sér um veislustjórn. Sólmundur Hólm og fleiri skemmtikraftar stíga á svið og ballhljómsveitin Allt í einu leikur fyrir dansi. 
 
Miðapantanir á bændahátíðina eru á vefnum bondi.is með því að smella hér (pöntunarform neðst á síðu).
 
Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...