Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ársfundur BÍ verður haldinn 15. mars á Hótel Örk
Fréttir 28. febrúar 2019

Ársfundur BÍ verður haldinn 15. mars á Hótel Örk

Höfundur: TB
Ársfundur Bændasamtaka Íslands verður haldinn á Hótel Örk í Hveragerði föstudaginn 15. mars nk. Hætt var við áður auglýstan fundartíma og viðburðinum frestað um viku vegna yfirvofandi verkfalls Eflingarfólks sem starfar í hótelgeiranum.
 
Hefðbundin aðalfundarstörf hefjast klukkan 9.00 og standa til hádegis. Eftir hádegi, klukkan 13.00, hefst opin ráðstefna þar sem umfjöllunarefnið er sérstaða íslensks landbúnaðar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ávarpa gesti og í kjölfarið verða haldin erindi, meðal annars um smitsjúkdóma og sýklalyfjaónæmi, viðhorf til matvælaframleiðslu og lýðheilsu, lífræna ræktun og nýsköpun til sveita. 
 
Um kvöldið kl. 20.00 verður blásið í veislulúðra og haldin bændahátíð á Hótel Örk þar sem íslenskar búvörur verða í öndvegi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og heimamaður í Hveragerði, sér um veislustjórn. Sólmundur Hólm og fleiri skemmtikraftar stíga á svið og ballhljómsveitin Allt í einu leikur fyrir dansi. 
 
Miðapantanir á bændahátíðina eru á vefnum bondi.is með því að smella hér (pöntunarform neðst á síðu).
 
Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...

Vantar hvata til að halda áfram
Fréttir 25. maí 2023

Vantar hvata til að halda áfram

Bændur á bæjunum Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá í Miðfirði standa nú í samningavið...

Nauðbeygður til að verjast
Fréttir 25. maí 2023

Nauðbeygður til að verjast

Bændur gætu verið í vanda telji þeir vindmyllur sem reisa á mögulega í nágrenni ...