Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ársfundur BÍ verður haldinn 15. mars á Hótel Örk
Fréttir 28. febrúar 2019

Ársfundur BÍ verður haldinn 15. mars á Hótel Örk

Höfundur: TB
Ársfundur Bændasamtaka Íslands verður haldinn á Hótel Örk í Hveragerði föstudaginn 15. mars nk. Hætt var við áður auglýstan fundartíma og viðburðinum frestað um viku vegna yfirvofandi verkfalls Eflingarfólks sem starfar í hótelgeiranum.
 
Hefðbundin aðalfundarstörf hefjast klukkan 9.00 og standa til hádegis. Eftir hádegi, klukkan 13.00, hefst opin ráðstefna þar sem umfjöllunarefnið er sérstaða íslensks landbúnaðar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ávarpa gesti og í kjölfarið verða haldin erindi, meðal annars um smitsjúkdóma og sýklalyfjaónæmi, viðhorf til matvælaframleiðslu og lýðheilsu, lífræna ræktun og nýsköpun til sveita. 
 
Um kvöldið kl. 20.00 verður blásið í veislulúðra og haldin bændahátíð á Hótel Örk þar sem íslenskar búvörur verða í öndvegi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og heimamaður í Hveragerði, sér um veislustjórn. Sólmundur Hólm og fleiri skemmtikraftar stíga á svið og ballhljómsveitin Allt í einu leikur fyrir dansi. 
 
Miðapantanir á bændahátíðina eru á vefnum bondi.is með því að smella hér (pöntunarform neðst á síðu).
 
Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f