Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Árholt
Bóndinn 24. september 2015

Árholt

Jósefína Hrafnhildur Pálmadóttir og Ingimar Skaftason stofnuðu nýbýlið Árholt og byggðu þar íbúðarhús ásamt útihúsum. Pálmi er fæddur og uppalinn í Árholti. 
 
Árið 2001 komum  við  hjónin inn í búreksturinn og búið rekið saman með foreldrum Pálma, en árið 2005 tókum við svo formlega við öllu búinu. Síðan þá  höfum við fjölgað í bústofninum, sérstaklega í nautaeldi. 
 
Býli:  Árholt.
 
Staðsett í sveit:  Í Húnavatnshreppi í Austur-Húnavatnssýslu.
 
Ábúendur: Janine Kemnitz og Pálmi Þór Ingimarsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): 
Við eigum tvær dætur, Þórönnu Mörthu, 5 ára og Hrafnhildi Elsu, 2 ára. Gæludýrin eru Hlunkur sem er heimilishundur og barnapía og 3 fjósakettir, Gríma, Rósi og Snúlla.
 
Stærð jarðar?  120 ha og svo nýtum við góðar slægjur á tveimur öðrum jörðum.
 
Gerð bús?  Kúabú, nautauppeldi og kindur sem eru aðaláhugamálið á bænum.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 27 mjólkandi kýr, 75 nautgripir (naut og kvígur á öllum aldri), 150 kindur, 2 svín, nokkrar hænur og 30 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Dagurinn byrjar á því að koma dömunum í skólabílinn  og svo taka fjósverkin við. Dagurinn endar svo líka á mjöltum. Verkin þar á milli eru bara mjög breytileg. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður, heyskapur og líflambaskoðun eru skemmtilegust. Þar fyrir utan finnst bóndanum frábært að keyra skít. Það er hins vegar ekki vinsælt hjá stelpunum þegar skít er dreift við bæinn í sunnanátt. Það er alltaf leiðinlegt þegar alvarleg veikindi koma upp hjá dýrunum og það þarf jafnvel að aflífa þau.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi fleiri nautgripir og líka kindur.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru í ágætis málum.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, ef við höfum það íslenskt –  já takk!
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Núna geta kúabændur framleitt skyr og lambakjöt.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Lýsi, ostur, súrmjólk, gúrka og feit mjólk úr tanknum.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hrísgrjónagrautur stendur upp úr hjá Þórönnu Mörthu og heimareykt nautatunga hjá Hrafnhildi Elsu. Lambalæri er svo alltaf vinsælt hjá fullorðna fólkinu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar graðhesturinn fór ofan í haughúsið og það þurfti að lyfta honum upp með dráttarvél.

5 myndir:

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...