Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Benz M-Class 250.
Benz M-Class 250.
Mynd / HLJ
Á faglegum nótum 16. apríl 2015

Alltaf jafn sérstök tilfinning að keyra Benz

Höfundur: Hjörtur Leonard Jónsson
Í gegnum tíðina hefur Benz alltaf verið þekktastur fyrir góða endingu, mikið öryggi og mjög góða aksturseiginleika. 
 
Á dögunum prófaði ég Mercedes Benz M-Class 250 með fjögurra strokka dísilvél sem á að skila 204 hestöflum. Mér leiddist ekkert prufuaksturinn, en eftir um 100 km akstur hugsaði ég eitthvað á þá leið: Það þarf ekkert að skrifa um þennan bíl, hann selur sig sjálfur. 
 
Val um fimm mismunandi vélar í M-Class
 
Bíllinn sem ég prófaði var sá smæsti í „M-fjölskyldunni“ frá Benz og heitir Mercedes Benz M-Class 250. Þótt vélin væri sú smæsta skilar hún samt 204 hestöflum og er snögg upp á snúning þegar gefið er í, en rúmtak dísilvélarinnar er ekki nema 2143cc, en þrátt fyrir að vélin sé frekar lítil er tog hennar á lágum snúningi ágætt, þó er virkni vélarinnar skemmtilegust í efri mörkum snúnings. Sjálfskiptingin er sjö þrepa (G-TRONIC PLUS skipting) og finnur maður nánast aldrei þegar skiptingin fer á milli þrepa. Sama skiptingin er í öllum Bens M-Class bílunum, en vélarnar eru 5 mismunandi, allt frá þessari vél sem ég prófaði og upp í 525 hestafla vél með 5461cc vél, en bíll með þá vél kostar yfir 25 milljónir.
 
Drifbúnaður í M-Class skilar hámarks gripi áfram
 
Benz var einn af fyrstu framleiðendum bíla með spólvörn og hefur sífellt verið að betrumbæta hana. Þegar ég tók á drifbúnaðinum í hálku á stað þar sem mikil hálka var í öðru hjólfarinu færði drifbúnaðurinn allan kraft í hjólin sem höfðu grip. Eins þegar ég stoppaði uppi á klaka með framdekkin og tók svo ákveðið af stað var allt átakið á afturhjólin, það sama gerðist þegar ég bakkaði upp á svellbunkann og fór ákveðið af stað, þá færðist átakið á framhjólin. Þó var eitt sem ég varaði mig ekki á, en það var þungi bílsins og þar af leiðandi skriðþungi. Þar sem afar þægilegt er að keyra bílinn þá skapar það vissa hættu á að aka aðeins of hratt og þá þarf maður að vera meðvitaður um að þungir bílar eins og þessi hafa mikinn skriðþunga þó að bremsurnar séu einstaklega öflugar og góðar. 
 
Var afar hrifinn af hvernig dráttarkróknum er fyrir komið
 
Að keyra bílinn er afar þægilegt og eins og í flestum Benz-bílum er hann hlaðinn af öryggisbúnaði. Sem dæmi fór ég viljandi mjög nálægt bílnum á undan mér og kviknaði þá rautt gaumljós í mælaborðinu til að vara við hættunni. Á flestum bílum eru sæti stillt niðri og undir sætinu, en á M-Class eru takkarnir til að stilla sætið ofarlega á hurðum þar sem gott er að ná til þeirra. Þegar bíllinn er keyrður á grófum malarvegi heyrist ekki mikið hljóð frá mölinni inn í bílinn og í þungri umferð heyrast ekki heldur mikil umhverfishljóð inn í bílinn. Dráttarkrókurinn er alltaf á bílnum og með einum takka setur maður krókinn í læsta notkunarstöðu (mjög svipað og í VW Touareg). Dráttargeta M-Class er frá 2.950 kg séu bremsur á kerru eða vagni. Að loknum akstri var ég mjög hrifinn af bílnum þrátt fyrir að vera bara á ódýrustu gerðinni af M-Class sem kostar ekki nema 9.870.000, en sá dýrasti og kraftmesti kostar yfir 25 milljónir. Nánar er hægt að nálgast upplýsingar um Benz á vefsíðunni www.askja.is.
 
Helstu mál og upplýsingar:
 
Þyngd 2.950 kg
Hæð 1.796 mm
Breidd 2.141 mm
Lengd 4.804 mm
Eldsneytistankur 70 l

 

3 myndir:

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...