Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Útskriftarnemar Landbúnaðarháskóla Íslands sem voru við athöfn sem fram fór í Hjálmakletti í Borgarnesi.
Útskriftarnemar Landbúnaðarháskóla Íslands sem voru við athöfn sem fram fór í Hjálmakletti í Borgarnesi.
Líf og starf 13. júní 2016

Alls útskrifuðust 95 nemendur á þessu vori

Landbúnaðarháskóli Íslands útskrifaði 70 nemendur í blíðskaparveðri í Hjálmakletti í Borgarnesi laugardaginn 4. júní. Alls brautskrást 95 nemendur á þessu ári frá LbhÍ, en laugardaginn 28. maí brautskráðust 15 nemendur af garðyrkjuframleiðslubraut og 10 af skrúðgarðyrkjubraut á Reykjum í Ölfusi.
 
Dr. Björn Þorsteinsson flutti ræðu og óskaði nemendum velfarnaðar í framtíðinni. Lauk hann ræðu sinni með þessum orðum: 
 
„Góð menntun er gulls ígildi – þekkinguna tekur enginn frá manni, hún situr eftir þótt annað kunni að ganga úr greipum – á henni má byggja til framtíðar. Sjóðir þekkingarinnar eru digrir og þeirrar náttúru að eyðast ekki þótt af þeim sé tekið heldur vaxa stöðugt og örugglega. Þið hafið gengið í þessa sjóði og sótt ykkur skerf. Það veganesti mun reynast ykkur vel – það er okkar bjargfasta trú.“
 
Egill Gautason dúxaði með 9,02
 
Þórunn Rögnvaldsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á búfræðiprófi. Egill Gautason hlaut verðlaun fyrir bestan árangur á BS-prófi með einkunnina 9,02. Naomi Désirée Bos hlaut einnig verðlaun fyrir góðan árangur á BS-prófi en einungis munaði 0,02 á þeim Agli í einkunn. Ruth Guðmundsdóttir hlaut verðlaun fyrir frábæran árangur fyrir lokaverkefni á BS-prófi með einkunnina 9,6.
 Á Reykjum hlaut Þröstur Þórsson verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn af garðyrkjubraut. Íris Hafþórsdóttir hlaut verðlaun fyrir bestan árangur á garð- og skógarplöntubraut. Hella Laks voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur á námsbraut um lífræna ræktun matjurta. Axel Sæland og Óli Björn Finnsson hlutu verðlaun fyrir góðan námsárangur á ylræktarbraut. Þá hlutu Þröstur Þórsson og Hörður Garðar Björgvinsson verðlaun fyrir góðan námsárangur á skrúðgarðyrkjubraut.
 
35 útskrifuðust af búfræðibraut
 
Alls útskrifuðust 35 nemendur af búfræðibraut, 11 úr fjarnámi og 24 úr staðarnámi. Þórunn Rögnvaldsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á búfræðiprófi sem og góðan árangur í nautgriparækt. 
Arnar Már Sigurðsson hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í bútæknigreinum og einnig fyrir góðan árangur í hagfræðigreinum. 
 
Karen Helga Steinsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt og Einar Dan Jepsen hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í námsdvöl. 
 
13 útskrifuðust með BS í búvísindum og hestafræðum
 
Þá var einnig útskrifað á háskólabrautum. 13 nemendur útskrifuðust með BS-próf af búvísindabraut og hestafræðibraut. Verðlaun fyrir góðan árangur á BS-prófi á búvísindabraut hlaut Egill Gautason. 
Fjórir nemendur luku BS prófi í náttúru- og umhverfisfræði. Jónína Hólmfríður Pálsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur á BS-prófi á brautinni. 
 
Fimm nemendur luku BS-prófi á skógfræði- og landgræðslubraut. Bergþóra Jónsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á BS-prófi á brautinni.
 
Þá útskrifuðust átta nemendur með BS-próf af umhverfisskipulagsbraut. Ruth Guðmundsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í skipulagsfögum, góðan árangur í plöntunotkun sem og góðan námsárangur á námsbrautinni.  Þá fékk Anna Kristín Guðmundsdóttir viðurkenningu frá kennurum brautarinnar fyrir óeigingjarnt framlag til styrktar brautinni. 
 
 Fjórir nemendur  luku MS-prófi í skipulagsfræðum og hlaut Myrra Ösp Gísladóttir verðlaun fyrir góðan námsárangur á brautinni. Þá lauk Hrannar Smári Hilmarsson rannsóknarmiðuðu meistaranámi. 
Um tónlistarflutning við útskriftarathöfnina sáu Anna Kristín Guðmundsóttir og Eva Margrét Eiríksdóttir. 
Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...