Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Útskriftarnemar Landbúnaðarháskóla Íslands sem voru við athöfn sem fram fór í Hjálmakletti í Borgarnesi.
Útskriftarnemar Landbúnaðarháskóla Íslands sem voru við athöfn sem fram fór í Hjálmakletti í Borgarnesi.
Líf og starf 13. júní 2016

Alls útskrifuðust 95 nemendur á þessu vori

Landbúnaðarháskóli Íslands útskrifaði 70 nemendur í blíðskaparveðri í Hjálmakletti í Borgarnesi laugardaginn 4. júní. Alls brautskrást 95 nemendur á þessu ári frá LbhÍ, en laugardaginn 28. maí brautskráðust 15 nemendur af garðyrkjuframleiðslubraut og 10 af skrúðgarðyrkjubraut á Reykjum í Ölfusi.
 
Dr. Björn Þorsteinsson flutti ræðu og óskaði nemendum velfarnaðar í framtíðinni. Lauk hann ræðu sinni með þessum orðum: 
 
„Góð menntun er gulls ígildi – þekkinguna tekur enginn frá manni, hún situr eftir þótt annað kunni að ganga úr greipum – á henni má byggja til framtíðar. Sjóðir þekkingarinnar eru digrir og þeirrar náttúru að eyðast ekki þótt af þeim sé tekið heldur vaxa stöðugt og örugglega. Þið hafið gengið í þessa sjóði og sótt ykkur skerf. Það veganesti mun reynast ykkur vel – það er okkar bjargfasta trú.“
 
Egill Gautason dúxaði með 9,02
 
Þórunn Rögnvaldsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á búfræðiprófi. Egill Gautason hlaut verðlaun fyrir bestan árangur á BS-prófi með einkunnina 9,02. Naomi Désirée Bos hlaut einnig verðlaun fyrir góðan árangur á BS-prófi en einungis munaði 0,02 á þeim Agli í einkunn. Ruth Guðmundsdóttir hlaut verðlaun fyrir frábæran árangur fyrir lokaverkefni á BS-prófi með einkunnina 9,6.
 Á Reykjum hlaut Þröstur Þórsson verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn af garðyrkjubraut. Íris Hafþórsdóttir hlaut verðlaun fyrir bestan árangur á garð- og skógarplöntubraut. Hella Laks voru veitt verðlaun fyrir góðan árangur á námsbraut um lífræna ræktun matjurta. Axel Sæland og Óli Björn Finnsson hlutu verðlaun fyrir góðan námsárangur á ylræktarbraut. Þá hlutu Þröstur Þórsson og Hörður Garðar Björgvinsson verðlaun fyrir góðan námsárangur á skrúðgarðyrkjubraut.
 
35 útskrifuðust af búfræðibraut
 
Alls útskrifuðust 35 nemendur af búfræðibraut, 11 úr fjarnámi og 24 úr staðarnámi. Þórunn Rögnvaldsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á búfræðiprófi sem og góðan árangur í nautgriparækt. 
Arnar Már Sigurðsson hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í bútæknigreinum og einnig fyrir góðan árangur í hagfræðigreinum. 
 
Karen Helga Steinsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt og Einar Dan Jepsen hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í námsdvöl. 
 
13 útskrifuðust með BS í búvísindum og hestafræðum
 
Þá var einnig útskrifað á háskólabrautum. 13 nemendur útskrifuðust með BS-próf af búvísindabraut og hestafræðibraut. Verðlaun fyrir góðan árangur á BS-prófi á búvísindabraut hlaut Egill Gautason. 
Fjórir nemendur luku BS prófi í náttúru- og umhverfisfræði. Jónína Hólmfríður Pálsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur á BS-prófi á brautinni. 
 
Fimm nemendur luku BS-prófi á skógfræði- og landgræðslubraut. Bergþóra Jónsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur á BS-prófi á brautinni.
 
Þá útskrifuðust átta nemendur með BS-próf af umhverfisskipulagsbraut. Ruth Guðmundsdóttir hlaut verðlaun fyrir góðan árangur í skipulagsfögum, góðan árangur í plöntunotkun sem og góðan námsárangur á námsbrautinni.  Þá fékk Anna Kristín Guðmundsdóttir viðurkenningu frá kennurum brautarinnar fyrir óeigingjarnt framlag til styrktar brautinni. 
 
 Fjórir nemendur  luku MS-prófi í skipulagsfræðum og hlaut Myrra Ösp Gísladóttir verðlaun fyrir góðan námsárangur á brautinni. Þá lauk Hrannar Smári Hilmarsson rannsóknarmiðuðu meistaranámi. 
Um tónlistarflutning við útskriftarathöfnina sáu Anna Kristín Guðmundsóttir og Eva Margrét Eiríksdóttir. 
Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum
Fréttir 3. október 2023

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum

Öflun nýrrar þekkingar á baráttunni við illgresi í ræktun er meginmarkmið nýs sa...

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...