Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Álftir skemma kornakra
Gamalt og gott 20. nóvember 2015

Álftir skemma kornakra

Það er engin nýlunda að álftir skemmi kornakra á Íslandi. Í forsíðufrétt frá 26. nóvember árið 2002 er rætt við Þórarin Leifsson, bónda í Keldudal í Skagafirði, sem var í hópi stærri kornræktenda í landinu. „Álftirnar eru orðnar hrein plága víða í kornrækt og valda milljóna tjóni á uppskeru," sagði Þórarinn. 

Þórarinn sagði að um væri að ræða á bilinu 200 til 400 fugla á kornökrum Skagfirðinga. Samkvæmt því sem honum hefði verið sagt æti hver álft á við á með tvö lömb þannig að ef um væri að ræða liðlega 300 fugla ætu þeir á við nærri eitf þúsund fjár. „Álftum hefur fjölgað alveg gríðarlega síðustu árin. Þær eru eins og mörg önnur dýr og helga sér óðöl, sem þýðir að hvert álftapar hefur visst landsvæði fyrir sig, og þessi óðöl standa í áratugi. Með fjölgun fuglanna eru öll óðöl fullsetin og því er um að ræða hundruð geldfugla sem fá
ekki óðöl og leggjast á ræktarlönd bænda. Þessar álftir eru orðnar svo spakar að þær labba bara um við hliðina á dráttarvélunum," sagði Þórarinn. 
Nautakjöt og egg hækka mikið í verði
Fréttir 13. júní 2025

Nautakjöt og egg hækka mikið í verði

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur verðlag á matvöru almennt hækkað ört á síðu...

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni
Fréttir 13. júní 2025

Bændur sem kusu Trump sitja nú í súpunni

Enginn deilir um það að Donald Trump vann kosningasigur í nóvember 2024 í flestu...

Vorhretið vægara en í fyrra
Fréttir 13. júní 2025

Vorhretið vægara en í fyrra

Tjón varð víða á Norðurlandi í norðanáhlaupi í byrjun júní. Annað árið í röð þur...

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024
Fréttir 13. júní 2025

Framleiðsluvirði landbúnaðarins jókst um 4% árið 2024

Heildarframleiðsluvirði landbúnaðarins árið 2024 er áætlað 93 milljarðar sem er ...

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...