Áhrif milliplöntunar, afblöðunar og grisjunar á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsatómata
Skýrslan Áhrif milliplöntunar, afblöðunar og grisjunar á vöxt, uppskeru og gæði gróðurhúsatómata er komin út.
Rannsóknarverkefnið var unnið í samvinnu við garðyrkjuráðunauta Bændasamtaka Íslands, ylræktarbændur og HAMK University of Applied Sciences í Finnlandi.
Verkefnisstjóri var Christina Stadler.
Vetrarræktun í gróðurhúsum á Íslandi er algjörlega háð aukalýsingu. Viðbótarlýsing getur því lengt uppskerutímann. Markmiðin voru að prófa, hvort milliplöntun, afblöðun og grisjun hefðu áhrif á vöxt, uppskeru og gæði tómata og hvort það væri hagkvæmt. Rannsóknin var gerð í tilraunagróðurhúsinu á Reykjum.
Tómatarnir (cv. Encore) voru ræktaðir með 2,66 toppa á m2 í vikri undir topplýsingu frá háþrýstum natríumlömpum (HPS, 240 W/m2) að hámarki 18 klst ljós.
Niðurstöður rannsóknarinnar eru að grisjun hafði áhrif á söluhæfa uppskeru, uppskerumagn var 10 % minna. Meðalþyngd aldina var eitthvað hærri með grisjun en fjöldi uppskorinna aldina var lægri. Fleiri aldin fara í fyrsta flokk eftir grisjun en þegar ekki var grisjað og lítil aldin voru fæst. Við milliplöntun var alltaf uppskorið og þá jókst uppskera um 10 % (og um 15 % yfir lengri tíma) og framlegð um 3.400 ISK/m2 borið saman við enga milliplöntun. Ef afblöðun fer úr hefðbundinni í mikla jókst uppskera um 10 % og framlegðin um 1.400 ISK/m2. Ástæðan fyrir meiri uppskeru við mikil afblöðun var aukin meðalþyngd og fleiri aldin í 1. flokki. Möguleikar til að minnka kostnað, aðrir en að lækka rafmagnskostnað eru ræddir. Frá hagkvæmnisjónarmiði er mælt með því að grisja ágrædda tómata ekki, nota milliplöntun (ef sjúkdómar eru ekki í gróðurhúsi) og byrja snemma að afblaða mikið og gera það fram yfir byrjun uppskeru til að auka uppskeru og framlegð.
Nákvæmari niðurstöður sem og nokkrar tillögur um sparnað er að finna í lokaskýrslunni.
Skýrslan er nr. 55 í ritröðinni Rit LbhÍ. Sjá nánar hér.