Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frá Búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands á Hótel Natura.
Frá Búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands á Hótel Natura.
Mynd / smh
Fréttir 10. mars 2022

Afurðaverð mál málanna hjá sauðfjárbændum

Höfundur: smh

Búgreinaþingi deildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands á Hótel Natura um síðustu helgi var Trausti Hjálmarsson í Austurhlíð í Biskupstungum kosinn nýr formaður, í stað Guðfinnu Hörpu Árnadóttur, Straumi. Trausti segir afurðaverðið verða mál málanna í hagsmunabaráttu sauðfjárbænda á næstu mánuðum auk þess sem bændur séu jákvæðir fyrir því að vinna að lausnum í loftslagsmálum, greinin sé vel til þess fallin að leggja mikið af mörkum til þeirra mála.

Trausti hlaut 45 atkvæði af 51 greiddu atkvæði, þrír seðlar voru auðir og þrjú atkvæði fóru á þrjá aðra fulltrúa á Búgreinaþingi.

Þrír nýir stjórnarmenn

Í stjórn með Trausta voru kosin þau Sveinn Rúnar Ragnarsson í Akurnesi, Hornafirði, Sigurborg Hanna Sigurðardóttir Oddsstöðum í Lundarreykjadal, Jóhann Ragnarsson í Laxárdal og Ásta F. Flosadóttir, Höfða í Grýtubakkahreppi, sem var fyrir í stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda eins og Trausti.

Í varastjórn voru kjörin þau Þórdís Halldórsdóttir, Ytri Hofdölum, Hákon Bjarki Harðarson, Svertingsstöðum 2, og Hulda Brynjólfsdóttir, Tyrfingsstöðum.

Trausti segir að mesta áherslan núna á næstu vikum og mánuðum verði að koma afurðaverðinu í lag. „Það er svona sterkasta krafan frá þessu þingi, að afurðaverð verður að hækka talsvert mikið. Það er alveg sama hvar sauðfjárbændur búa, það eru allir orðnir uppgefnir á afkomunni sem auðvitað er vegna þess hversu afurðaverð hefur verið lágt. Það er lykilatriði að stjórnvöld og afurðastöðvar vinni að því með okkur að finna lausnir í því að gera búskapinn lífvænlegan.

Við getum alltaf haft misjafnar skoðanir á því hvernig við útdeilum ríkisstuðningi, útfærslum á honum sem er ekki síður mikilvægt, en grunnstoðin í okkar afkomu þarf alltaf að vera afurðaverðið – og það vantar okkur núna,“ segir Trausti.

Tíu prósent ekki nóg 

Kjarnafæði Norðlenska tilkynnti í byrjun febrúar um að afurðaverð fyrir dilkakjöt haustið 2022 muni hækka um tíu prósent að lágmarki frá endanlegu verði fyrir dilkakjöt árið 2021. Trausti segir þá hækkun duga skammt. „Tíu prósent ofan á svona lágt afurðaverð er einfaldlega ekki að gera nóg fyrir okkur, sérstaklega þegar tekið er mið af því hvernig verðbólgan er að þróast. Þá er þetta ekki nálægt því að vera raunhækkun sem skilar sér til okkar í afkomu, miðað við hvernig hækkun á aðföngum hefur verið og spáð er fyrir um á næstu mánuðum.

Við bindum enn vonir við að stjórnendur afurðastöðva sjái að sér og leiðrétti þetta enn frekar. Við erum enn að berjast við að ná til baka því afurðaverði sem við fengum árið 2015.“

Jákvæðir fyrir að vinna að lausnum í loftslagmálum

Trausti Hjálmarsson og Guðfinna Harpa Árnadóttir, nýr formaður og fráfarandi formaður deildar sauðfjárbænda Bændasamtaka Íslands.

Trausti segir að það hafi verið greinilegt á búgreinaþinginu að almennt séu sauðfjárbændur jákvæðir fyrir því að vinna að lausnum í loftslagsmálum. „Ég skynja á bændum að þeir eru tilbúnir í þau verkefni, en um leið er enginn bóndi tilbúinn til að fara í slíkt fyrir ekki neitt. Það verður að vera ávinningur af slíkum verkefnum, bæði fjárhagslegur og félagslegur.

Að mínu viti eru sauðfjárbændur sú stétt fólks sem liggur beinast við að ríkið nýti sér í loftslagsmálum. Ekki síst núna þar sem sauðfjárbændur hafa margir hverjir yfir miklu landi að ráða, með tæki og tól og mikla þekkingu á landgræðslumálum. Við erum öflugir landgræðslumenn sem viljum efla landgræðslu og þar sem þar á við skógrækt líka. Við þurfum samt alltaf á hverjum tíma að geta stuðst við góð gögn og upplýsingar þannig að við séum að gera hlutina rétt frá upphafi.

Það er krafa bænda að vísindasamfélagið efli rannsóknir og þekkingargrunninn sem við ætlum að byggja loftslagsmálin á, við Íslenskar aðstæður,“ segir Trausti. 

Stjórnvöld ættu að fjárfesta í loftslagsaðgerðum með bændum 

Sauðfjárbændur eru þátttakendur í smærri verkefnum sem miða að loftslagsvænni landbúnaði og nefnir Trausti sérstaklega verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður, sem stýrt er af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. „Það er mikilvægt að byggja áfram á þessu verkefni. Þar eru bændur farnir af stað, þar sem ferlið er að gera loftslagsvænan landbúnað að hluta af eðlilegum búrekstri – enda rímar þetta mjög vel saman. En til þess að það náist raunverulegur árangur þarf að huga að því að til staðar sé beinn fjárhagslegur ávinningur fyrir bændur af þátttökunni.

Í mínum huga er alveg upplagt tækifæri fyrir stjórnvöld að þora að fjárfesta í loftslagsaðgerðum með bændum.“

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...