Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sauðfé á Uxahryggjum.
Sauðfé á Uxahryggjum.
Mynd / HKr.
Á faglegum nótum 31. ágúst 2018

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2018

Höfundur: Eyþór Einarsson ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt, ee@rml.is
Til þess að efla þátttöku í afkvæm­a­rannsóknum á hrútum hefur fagráð í sauðfjárrækt ákveðið að hækka styrki til þessa verk­efnis.  Gert er ráð fyrir að styrkur á hvern veturgamlan hrút í afkvæm­arannsókn hækki úr 3.500 kr. í 5.000 kr.  
 
Reglur fyrir styrkhæfum afkvæmarannsóknum eru þær sömu og áður, þ.e.a.s. að í samanburði séu að lágmarki 5 hrútar og af þeim séu a.m.k. 4 veturgamlir.  Hrúturinn þarf að eiga 8 afkvæmi af sama kyni sem hafa verið ómmæld og stiguð og 15 afkvæmi með kjötmatsniðurstöður.  Hrútarnir þurfa að hafa verið notaðir á sem sambærilegasta hópa af ám og öll meðferð og skipulag afkvæmarannsóknarinnar miði að því að hóparnir séu sem best samanburðarhæfir.  
 
Vissulega er hægt að gera samanburð á hrútunum eingöngu á grunni kjötmatsniðurstaðna (sem er þá ekki fullgild afkvæmarannsókn) en mikilvægi ómmælingahlutans í þessu mati fellst m.a. í því að það er besta mælingin sem í boði er til að meta vöðvaþykkt og vöðvahlutfall skrokksins.
 
Líkt og áður ganga bændur frá uppgjöri á afkvæmarannsóknum sjálfir inn í Fjárvís.is og senda tilkynningu á ee@rml.is þegar uppgjör er frágengið, merkt afkvæmarannsókn.  Einnig er hægt kaupa þjónustu hjá RML við að ganga frá afkvæmarannsókninni.  Tilkynning um að uppgjöri sé lokið skal berast fyrir 1. desember.
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...