Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sauðfé á Uxahryggjum.
Sauðfé á Uxahryggjum.
Mynd / HKr.
Á faglegum nótum 31. ágúst 2018

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2018

Höfundur: Eyþór Einarsson ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt, ee@rml.is
Til þess að efla þátttöku í afkvæm­a­rannsóknum á hrútum hefur fagráð í sauðfjárrækt ákveðið að hækka styrki til þessa verk­efnis.  Gert er ráð fyrir að styrkur á hvern veturgamlan hrút í afkvæm­arannsókn hækki úr 3.500 kr. í 5.000 kr.  
 
Reglur fyrir styrkhæfum afkvæmarannsóknum eru þær sömu og áður, þ.e.a.s. að í samanburði séu að lágmarki 5 hrútar og af þeim séu a.m.k. 4 veturgamlir.  Hrúturinn þarf að eiga 8 afkvæmi af sama kyni sem hafa verið ómmæld og stiguð og 15 afkvæmi með kjötmatsniðurstöður.  Hrútarnir þurfa að hafa verið notaðir á sem sambærilegasta hópa af ám og öll meðferð og skipulag afkvæmarannsóknarinnar miði að því að hóparnir séu sem best samanburðarhæfir.  
 
Vissulega er hægt að gera samanburð á hrútunum eingöngu á grunni kjötmatsniðurstaðna (sem er þá ekki fullgild afkvæmarannsókn) en mikilvægi ómmælingahlutans í þessu mati fellst m.a. í því að það er besta mælingin sem í boði er til að meta vöðvaþykkt og vöðvahlutfall skrokksins.
 
Líkt og áður ganga bændur frá uppgjöri á afkvæmarannsóknum sjálfir inn í Fjárvís.is og senda tilkynningu á ee@rml.is þegar uppgjör er frágengið, merkt afkvæmarannsókn.  Einnig er hægt kaupa þjónustu hjá RML við að ganga frá afkvæmarannsókninni.  Tilkynning um að uppgjöri sé lokið skal berast fyrir 1. desember.
Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í þessu tölublaði.

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...

Vantar hvata til að halda áfram
Fréttir 25. maí 2023

Vantar hvata til að halda áfram

Bændur á bæjunum Bergsstöðum og Syðri-Urriðaá í Miðfirði standa nú í samningavið...

Nauðbeygður til að verjast
Fréttir 25. maí 2023

Nauðbeygður til að verjast

Bændur gætu verið í vanda telji þeir vindmyllur sem reisa á mögulega í nágrenni ...