Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Árið 2017 voru afurðatekjur á hverja kind að meðaltali 9.606 krónur og opinberar greiðslur 13.504 kr. Laun og launatengd gjöld á hverja kind voru 6.911 krónur árið 2017.
Árið 2017 voru afurðatekjur á hverja kind að meðaltali 9.606 krónur og opinberar greiðslur 13.504 kr. Laun og launatengd gjöld á hverja kind voru 6.911 krónur árið 2017.
Mynd / TB
Á faglegum nótum 30. júlí 2019

Afkomuvöktun sauðfjárbúa gefur góða mynd af rekstrinum

Höfundur: TB
Undanfarin tvö ár hefur Ráðgjaf­ar­miðstöð landbúnaðarins (RML) unnið að verkefni þar sem rekstrar­gögnum sauðfjárbúa er safnað saman til að varpa ljósi á stöðu greinarinnar og þróun hennar síðustu ár. Gögn frá 60 búum fyrir árin 2014-2017 eru nú í fórum RML en að mati ráðunauta þar á bæ hefur úrvinnsla gagn­anna skilað betri yfirsýn yfir rekstur sauðfjárbúa en sú vinnsla sem Hagstofa Íslands hefur með höndum á grunni skattframtala og ársreikninga. 
 
Meðaltals­fram­­leiðslukostnaður á hvert kíló lambakjöts er 1.032 krónur
 
Niðurstöður vöktunarinnar sýna meðal annars að meðaltals­fram­­leiðslukostnaður á hvert kíló lambakjöts er 1.032 krónur hjá þeim búum sem hafa tekið þátt. Árið 2017 voru afurðatekjur á hverja kind að meðaltali 9.606 krónur og opinberar greiðslur 13.504 kr. Laun og launatengd gjöld á hverja kind voru 6.911 krónur árið 2017. EBITDA á hverja kind var að meðaltali 6.739 árið 2017 en þar er átt við afkomu áður en tekið er tillit til vaxtagreiðslna og vaxtatekna, skattgreiðslna og afskrifta. Dæmi um kostnað á hverja kind eru vélakostnaður að upphæð 2.380 krónur, áburðar- og sáðvörukostnaður að upphæð 3.028 krónur og ýmsar rekstrarvörur að upphæð 2.014 krónur.
 
Fjármagnað af fagfé sauðfjárræktarinnar
 
Stefnt er að því að halda áfram með verkefnið en það hefur verið fjármagnað með framlagi af fagfé sauðfjárræktar samhliða því að þátttökubú hafa einnig greitt fyrir hluta af vinnunni. Fulltrúar RML sendu þátttakendum bréf á dögunum þar sem óskað er eftir því að viðkomandi bændur haldi áfram að leggja gögn inn í verkefnið.  Fagráð sauðfjárræktar hefur samþykkt að fjármagna vinnu við áframhaldandi greiningu og úrvinnslu gagna. Óski bændur eftir sérstakri heimsókn til að fara yfir niðurstöður síns bús samanborið við önnur þátttökubú þarf að greiða fyrir þá vinnu samkvæmt gjaldskrá RML. 
 
Óska eftir þátttöku fleiri bænda
 
Að mati Eyjólfs Ingva Bjarnasonar og Maríu Svanþrúðar Jónsdóttur, ráðunauta og verkefnisstjóra hjá RML, er nauðsynlegt að fá fleiri bændur inn í verkefnið. „Það þarf að fá fleiri bú til að styrkja gagnagrunninn enn frekar svo hann gefi sem besta mynd af fjárhagslegri stöðu sauðfjárbúa í landinu,“ segir í bréfi til bænda. Best er að fá gögnin lykluð m.v. grunnlykla í dkBúbót en einnig má senda landbúnaðarframtal RSK 4.08. 
 
Trúnaður ríkir um gögnin
 
Ítrekað er að bókhaldsgögn þátt­takenda eru og verða vistuð í lokuðum gagnagrunni sem verk­efnisstjórar einir hafa aðgang að en Bændasamtök Íslands og Landssamtök sauðfjárbænda munu fá aðgang að úrvinnslu gagnanna. 
 
Þau bú sem óska eftir þátttöku í verkefninu þurfa að tilkynna slíkt til verkefnisstjóra fyrir 10. ágúst 2019. Verkefnisstjórar eru Eyjólfur Ingvi Bjarnason (eyjolfur@rml.is) og María Svanþrúður Jónsdóttir (msj@rml.is) sem veita nánari upplýsingar.
 
 
Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...

Verður versluninni á Hellu lokað?
Fréttir 19. september 2023

Verður versluninni á Hellu lokað?

Óvissa er um framtíð einu matvöruverslunarinnar á Hellu.

Í sameiningar­hugleiðingum
Fréttir 18. september 2023

Í sameiningar­hugleiðingum

Forsvarsmenn Árneshrepps vilja nú skoða mögulega sameiningu við önnur sveitarfél...

Jafnt kynjahlutfall nemenda
Fréttir 18. september 2023

Jafnt kynjahlutfall nemenda

Alls hófu 128 nemendur nám í Menntaskólanum á Laugarvatni nýverið og dvelja alli...

Opið fyrir umsóknir um selveiði
Fréttir 15. september 2023

Opið fyrir umsóknir um selveiði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um leyfi til selveiða til eigin nytja árið 2024...

Hunangsuppskera mjög góð
Fréttir 15. september 2023

Hunangsuppskera mjög góð

Fjöldi félagsmanna er um 120 ræktendur sem eru staðsettir víðs vegar um landið þ...

Hvað er ... Aspartam?
20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Um guð og snjótittlinginn
20. september 2023

Um guð og snjótittlinginn

Ætlar að verða bóndi!
20. september 2023

Ætlar að verða bóndi!

Borgfirskri 19. aldar sögu gerð skil
20. september 2023

Borgfirskri 19. aldar sögu gerð skil

Frozen jólakjóll
26. nóvember 2014

Frozen jólakjóll