Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Æfir fótbolta  og lærir á gítar
Fólkið sem erfir landið 20. apríl 2016

Æfir fótbolta og lærir á gítar

Arnar Geir Stefánsson æfir fótbolta og lærir á gítar. Hann er alveg að verða 8 ára og langar að verða björgunarsveitarmaður og bóndi þegar hann verður stór. 
 
Nafn: Arnar Geir Stefánsson.
 
Aldur: Er 7, að verða 8.
 
Stjörnumerki: Ljón.
 
Búseta: Krókavaði, Norðlingaholt Reykjavík.
 
Skóli: Norðlingaskóli.
 
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir, frímínútur og leikir með staur.
 
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Svín, hestur og hundur.
 
Uppáhaldsmatur: Niðurskornar pylsur, stappaðar kartöflur og tómatsósa.
 
Uppáhaldshljómsveit: Skálmöld og One direction.
 
Uppáhaldskvikmynd: Zootropolis.
 
Fyrsta minning þín? Þegar ég fór með ömmu í göngutúr og fórum á elliheimili og þegar við hittum gamla konu sem heilsaði mér þá hljóp ég út á svalir.
 
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Æfi fótbolta með Fylki og svo æfi ég á gítar.
 
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Björgunarsveitarmaður, reyna að komast að hjá KSÍ og bóndi.
 
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég klifraði upp í tré og datt niður og þurfti að fara upp á sjúkrahús.
 
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fór í vatnsstríð hjá vini mínum og fór í útilegu á Rauðasand og hitti bekkjarfélaga minn þar.
 
Næst » Arnar Geir skorar á Aron Fannar Gunnarsson að svara næst.
Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.