Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá kjúklingabúi á Íslandi, en þó ekki frá Rangárbúinu í Landssveit.
Frá kjúklingabúi á Íslandi, en þó ekki frá Rangárbúinu í Landssveit.
Mynd / smh
Fréttir 21. ágúst 2019

Áður óþekktur veirusjúkdómur herjar á íslenskt kjúklingabú

Höfundur: smh

Þann 30. júli tilkynnti Matvælastofnun að grunur væri um smit áður óþekkts veirusjúkdóms á Íslandi á Rangárbúinu, sem er kjúklingabú á Hólavöllum í Landssveit. Í þeim hópum sem þegar hefur verið slátrað á búinu hefur uppsöfnuð dauðatíðni verið á bilinu 12 til 23 prósent. Enginn samgangur við búið er leyfilegur á meðan ástandið varir.

Í tilkynningu frá Brigitte Brugger, dýralækni alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, til kjúklingabænda kemur fram að þessi veirusjúkdómur (Inclusion body hepatitis, eða IBH) komi upp án þess að aðrir undirliggjandi sjúkdómar séu til staðar, en algengara sé að alvarleg veikindi komi upp þegar fuglahópur er líka smitaður með ónæmisbælandi sjúkdómum eins og Gumboro veiki/IBD eða blávængjaveiki. Eftir krufningu beinist grunur að því að búið sé þannig líka smitað með Gumboro veiki, en ekki er vitað um uppruna þess smits.

Gumboro veiki hefur greinst hér

„Gumboro veiki hefur greinst hérlendis síðast 1998. Skimað er fyrir mótefni við innflutning á foreldrafuglum og hafa aldrei fundist mótefni í þeim sýnum. Ekki hefur verið fylgst með tilvist sjúkdómsins með reglubundinni skimun hér á landi, en eftir 1998 hafa aldrei fundist mótefni í grunsamlegum tilvikum. Gumboro veiki er tilkynningaskyldur sjúkdómur í reglugerð nr. 52/2014 um tilkynnar- og skráningaskylda dýrasjúkdóma og er á lista alþjóðlegra dýraheilbrigðisstofnunar OIE. Gumboru veiki getur sjálft valdið veikindum en algengara er að vegna ónæmisbælingar frá IBD veirum verða smituð dýr næmari fyrir öðrum sjúkdómum. Veiran er bráðsmitandi. Eingöngu hænsnfuglar geta veikst en aðrir fuglar svo sem kalkúnar eða endur geta verið einkennislausir smitberar fyrir ákveðnar sermisgerðir. Eins og veirur sem valda IBH, þá er engin hætta á að IBD veirur geti borist í spendýr eða fólk. Sjá annars um einkenni í meðfylgjandi hlekkjum. Báðir sjúkdómar IBD og IBH eru landlægir í flestum löndum þar sem alifuglarækt er stunduð,“ segir í tilkynningunni.

Ekki grunur um frekari útbreiðslu

„Enn sem komið hefur ekki komið upp grunur um útbreiðslu smits. Smitaða búið á Hólavöllum er áfram í einangrun og óheimilt er að flytja dýr, undirburð eða annað smitefni frá búinu. Heimilt er að flytja kjúklinga til slátrunar með ströngum skilyrðum undir eftirliti Matvælastofnunar. Til stendur að slátra síðustu kjúklingunum í næstu viku, eftir það hefst ítarleg hreinsun og sótthreinsun búsins, en báðar veirur (IBD og IBH) eru lífseigar, ónæmar fyrir ákveðnum sótthreinsiefnum og geta lifað lengi í umhverfi.

Helsta smithætta er frá fuglum og tækjum og tólum menguð með fugladriti en einnig fólk getur borið smit á milli búa ef smitvörnum er ekki gætt. Að fenginni reynslu nágrannalanda er mesta smithætta á búum þar sem sömu flutningstæki eru notuð, t.d. fóðurbíl, sorphirðu eða sláturbíl,“ segir í tilkynningu frá Brigitte Brugger dýralækni hjá Matvælastofnun og eru kjúklingabændur hvattir til að viðhalda góðum smitvörnum á búunum.

 

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki
Fréttir 1. mars 2024

Ríkt af B12-vítamíni, fólati, kalíum og sinki

Samkvæmt niðurstöðum verkefnis sem nýlega var unnið hjá Matís, um nýtingu og nær...

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...