Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá kjúklingabúi á Íslandi, en þó ekki frá Rangárbúinu í Landssveit.
Frá kjúklingabúi á Íslandi, en þó ekki frá Rangárbúinu í Landssveit.
Mynd / smh
Fréttir 21. ágúst 2019

Áður óþekktur veirusjúkdómur herjar á íslenskt kjúklingabú

Höfundur: smh

Þann 30. júli tilkynnti Matvælastofnun að grunur væri um smit áður óþekkts veirusjúkdóms á Íslandi á Rangárbúinu, sem er kjúklingabú á Hólavöllum í Landssveit. Í þeim hópum sem þegar hefur verið slátrað á búinu hefur uppsöfnuð dauðatíðni verið á bilinu 12 til 23 prósent. Enginn samgangur við búið er leyfilegur á meðan ástandið varir.

Í tilkynningu frá Brigitte Brugger, dýralækni alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, til kjúklingabænda kemur fram að þessi veirusjúkdómur (Inclusion body hepatitis, eða IBH) komi upp án þess að aðrir undirliggjandi sjúkdómar séu til staðar, en algengara sé að alvarleg veikindi komi upp þegar fuglahópur er líka smitaður með ónæmisbælandi sjúkdómum eins og Gumboro veiki/IBD eða blávængjaveiki. Eftir krufningu beinist grunur að því að búið sé þannig líka smitað með Gumboro veiki, en ekki er vitað um uppruna þess smits.

Gumboro veiki hefur greinst hér

„Gumboro veiki hefur greinst hérlendis síðast 1998. Skimað er fyrir mótefni við innflutning á foreldrafuglum og hafa aldrei fundist mótefni í þeim sýnum. Ekki hefur verið fylgst með tilvist sjúkdómsins með reglubundinni skimun hér á landi, en eftir 1998 hafa aldrei fundist mótefni í grunsamlegum tilvikum. Gumboro veiki er tilkynningaskyldur sjúkdómur í reglugerð nr. 52/2014 um tilkynnar- og skráningaskylda dýrasjúkdóma og er á lista alþjóðlegra dýraheilbrigðisstofnunar OIE. Gumboru veiki getur sjálft valdið veikindum en algengara er að vegna ónæmisbælingar frá IBD veirum verða smituð dýr næmari fyrir öðrum sjúkdómum. Veiran er bráðsmitandi. Eingöngu hænsnfuglar geta veikst en aðrir fuglar svo sem kalkúnar eða endur geta verið einkennislausir smitberar fyrir ákveðnar sermisgerðir. Eins og veirur sem valda IBH, þá er engin hætta á að IBD veirur geti borist í spendýr eða fólk. Sjá annars um einkenni í meðfylgjandi hlekkjum. Báðir sjúkdómar IBD og IBH eru landlægir í flestum löndum þar sem alifuglarækt er stunduð,“ segir í tilkynningunni.

Ekki grunur um frekari útbreiðslu

„Enn sem komið hefur ekki komið upp grunur um útbreiðslu smits. Smitaða búið á Hólavöllum er áfram í einangrun og óheimilt er að flytja dýr, undirburð eða annað smitefni frá búinu. Heimilt er að flytja kjúklinga til slátrunar með ströngum skilyrðum undir eftirliti Matvælastofnunar. Til stendur að slátra síðustu kjúklingunum í næstu viku, eftir það hefst ítarleg hreinsun og sótthreinsun búsins, en báðar veirur (IBD og IBH) eru lífseigar, ónæmar fyrir ákveðnum sótthreinsiefnum og geta lifað lengi í umhverfi.

Helsta smithætta er frá fuglum og tækjum og tólum menguð með fugladriti en einnig fólk getur borið smit á milli búa ef smitvörnum er ekki gætt. Að fenginni reynslu nágrannalanda er mesta smithætta á búum þar sem sömu flutningstæki eru notuð, t.d. fóðurbíl, sorphirðu eða sláturbíl,“ segir í tilkynningu frá Brigitte Brugger dýralækni hjá Matvælastofnun og eru kjúklingabændur hvattir til að viðhalda góðum smitvörnum á búunum.

 

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...