Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Aðgerðaáætlun matvælastefnu
Fréttir 20. september 2024

Aðgerðaáætlun matvælastefnu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Aðgerðaáætlun matvælastefnu var gefin út á þriðjudaginn, 10. september.

Hún byggir á matvælastefnu til ársins 2040 sem samþykkt var á Alþingi í júní 2023 og hefur þríþættan tilgang; vera leiðbeinandi við ákvarðanatöku til að stuðla að aukinni verðmætasköpun í matvælaframleiðslu, tryggja fæðu- og matvælaöryggi og auka velferð fólks í sátt við umhverfi og náttúru.

Heildaráætlunin samanstendur af fjórum sértækum aðgerðaáætlunum; landgræðsluáætlun og landsáætlun í skógrækt, aðgerðaáætlun landbúnaðarstefnu, stefnu um uppbyggingu og umgjörð lagareldis og sjávarútvegsstefnu. Þær þrjár síðasttöldu eru sagðar enn í vinnslu.

Aðgerðir þvert á undirstefnur

Einnig eru aðgerðir sem liggja þvert á aðrar undirstefnur, sem einnig eru í vinnslu eða fyrirhugað að ráðast í.

Þær eru: söfnunarkerfi fyrir dýraleifar, stöðumat markmiða um verndun líffræðilegrar fjölbreytni, mótun aðgerða um neyðarbirgðahald á matvælum og nauðsynlegra aðfanga vegna matvælaframleiðslu, matvælaeftirlit verði samræmt og árangur af stuðningi Matvælasjóðs verði mældur.

Heildarendurskoðun á stuðningskerfi landbúnaðarins

Aðgerðaáætluninni er skipt upp í sex efnishluta og í umfjöllun um sjálfbærni matvælaframleiðslu segir að í drögum að aðgerðaáætlun landbúnaðarstefnu eigi að hefja vinnu við heildarendurskoðun á stuðningskerfi landbúnaðarins en núgildandi búvörusamningar renna út árið 2026.

Við mótun nýs stuðningskerfis verði horft til þess að aukin áhersla verði á loftslagsmál og samdrátt í losun frá landbúnaði í samræmi við markmið landbúnaðarstefnu. Enn fremur að unnið verði að því að móta gæðakröfur vegna lífræns áburðar í fóður- og matvælaframleiðslu.

Í efnishlutanum um fæðuöryggi eru nefnd nokkur stefnumið; að stoðir fæðukerfa og fæðuöryggis verði styrktar með því meðal annars að styðja við nýsköpun í matvælaframleiðslu og stuðla að aukinni sjálfbærni innlendrar framleiðslu með tilliti til aðfanga auðlindanýtingar og hringrásarhagkerfis. Að áhersla verði lögð á að minnka losun vegna matvælaframleiðslu og auka framleiðslu matvæla með lágu kolefnisspori, sem byggist á lífsferilsgreiningu og mati á kolefnisspori framleiðslunnar.

Aðgerðaáætlunin nær til næstu fimm ára, verður endurskoðuð árlega og uppfærð eftir þörfum.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...