Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hans Verhagen, deildarstjóri hjá Matvælaöryggisstofnun Evrópu, fjallaði um leiðir til að lágmarka notkun sýklalyfja.
Hans Verhagen, deildarstjóri hjá Matvælaöryggisstofnun Evrópu, fjallaði um leiðir til að lágmarka notkun sýklalyfja.
Mynd / Guðrún Hulda
Fréttir 16. maí 2017

Aðgerða er þörf í baráttu gegn sýklalyfjaónæmi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn sem steðjar að lýðheilsu, matvælaöryggi og framþróun í heiminum í dag samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) en árlega deyja um 25.000 Evrópubúar að völdum kvilla sem sýklalyf ráða ekki við. Matvælastofnun og Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) stóð fyrir ráðstefnu um ónæmi gegn sýklalyfjum í gær. Þar var kynnt skýrsla starfshóps um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi.

Framsögumenn á ráðstefnunni voru forstjóri Matvælaöryggisstofnunnar Evrópu, Berhard Url, Pierre Alexandre Beloeil, sérfræðingur, Hans Verhagen deildarstjóri hjá stofnunninni, ásamt fulltrúum úr starfshópi velferðaráðuneytisins, þau Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir.

Matvælaöryggisstofnun Evrópu talar heildstæðum aðgerðum í baráttu gegn sýklalyfjaónæmi í nafni Einnar heilsu (e. One Health), þar sem litið er til jafns til lýðheilsu manna, dýra og umhverfis. Horft er til þess að minnka, leysa af hólmi og endurskoða notkun á sýklalyfjum. Lögðu framsögumenn áherslu á meðvitund almennings og miðlun vísindalegra rannsókna á málefnum sýklalyfjaónæmis. Má meðal annars benda á upplýsingasíðu stofnunarinnar sem má nálgast hér.

Eftirlit aukið með ferskum matvælum

Greinagerð starfshóps um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi var birt samhliða ráðstefnunni. Starfshópurinn var skipaður af heilbrigðisráðherra og í honum áttu sæti Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sem var formaður hópsins, Sigurbjörg Daðadóttir yfirdýralæknir og Vala Friðriksdóttir deildarstjóri Tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum.

Starfshópurinn leggur þar til að stjórnvöld marki sér opinbera stefnu um málefni sem tengjast ónæmi sýklalyfja. Stefnan þurfi að taka til forvarna, vöktunar og viðbragða og hægt sé að líta til vinnu Norðmanna um slíka stefnu. Þá verði áfram gefin út árleg skýrsla um sýklalyfjaónæmi og sýklalyfjanotkun hér á landi. Stefna verði innleidd um skynsamlega notkun sýklalyfja í mönnum og dýrum.

Þá þurfi að styrkja eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í dýrum, matvælaframleiðslu og matvælum. Starfshópurinn leggur til að fylgst verði með sýklalyfjaónæmi hjá sjúkdómsvaldandi bakteríum og bendibakteríum í matvælum í smásölu á grundvelli ákvörðunar Evrópusambandsins nr. 652/2013. „Lagt er til að í byrjun verði eftirliti háttað samkvæmt ákvörðun Evrópusambandsins en síðar megi beita auknu eftirliti eins og sum Norðurlöndin hafa gert. Hér má helst nefna eftirlit með grænmeti (erlendu sem innlendu) sem og eftirliti með lamba- og hrossakjöti. Stofna þarf starfshóp á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis sem metur kostnað og útbýr leiðbeiningar um slíkar aðgerðir,” segir í greinagerðinni. Eftirlit með óæmi í ferskri matvöru, bæði íslenskri og erlendri, hefur ekki verið fullnægjandi hér á landi, en slíkar skimanir hafa nú verið teknar upp.

Bæta þarf hreinlætisaðstöðu ferðamanna

Þá verði að gera heilstæða endurskoðun á notkun sníkjudýralyfja hér á landi. En þar er lagt til að gerðar verði rannsóknir á útbreiðslu sníkjudýra í búfé og gæludýrum, og næmi þeirra fyrir lyfjum prófað. Í kjölfarið verði settar reglur og/eða leiðbeiningar um ávísun og notkun sníkjudýralyfja hjá dýrum auk leiðbeininga um varnir/hömlur við sníkjudýrasmit.

Nauðsynlegt sé að gera rannsóknir á tilvist sýklalyfjaónæmra baketría í umhverfi og skimanir fyrir sýklalyfjaónæmum bakteríum verði auknar hjá skilgreindum áhættuhópum.

Að lokum bendir starfshópurinn á að minnka verði áhættu á dreifingu sýklalyfjaónæmra baktería með ferðamönnum, meðal annars með því að bæta hreinlætisaðstöðu á ferðamannastöðum. „Eins og fram hefur komið í fréttum þá er víða pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. Mikilvægt er að hið opinbera leggi kvaðir á sveitarfélög um úrbætur í þessum efnum. Aðrir aðilar sem að þessum málum þurfa að koma eru Umhverfisstofnun og ýmis samtök í ferðamannaiðnaði,” segir í greinagerðinni.

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...