Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Á Grenivík vantar bæði húsnæði og starfsfólk og með frekari uppbyggingu í atvinnulífinu má gera ráð fyrir að þörfin fari vaxandi. Um þessar mundir eru í byggingu tvö einbýlishús, annað er þetta sem er nánast fullbúið.
Á Grenivík vantar bæði húsnæði og starfsfólk og með frekari uppbyggingu í atvinnulífinu má gera ráð fyrir að þörfin fari vaxandi. Um þessar mundir eru í byggingu tvö einbýlishús, annað er þetta sem er nánast fullbúið.
Mynd / ÞF
Líf og starf 20. október 2021

Á Grenivík vantar húsnæði og fólk til starfa

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Staðan hjá okkur er sú að það vantar húsnæði og einnig fólk til starfa,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi. Sveitarstjórn hreppsins hefur á fundum sínum, m.a. nú í vikunni, rætt hvaða möguleikar eru í stöðunni.

Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi.

Þröstur segir að með frekari uppbyggingu í atvinnulífinu megi búast við að þessi þörf fari vaxandi, en sem dæmi er í byggingu nýtt hótel á svæðinu og þá er verið að stækka lyfjaverksmiðju Pharmarctica.

Þröstur segir að lengi vel á þessari öld hafi staðan verið sú að einungis sveitarfélagið byggði íbúðir á Grenivík. Á allra síðustu árum hafa einstaklingar farið að byggja á ný. „Það er til marks um aukna bjartsýni á framtíðina enda hefur húsnæðisverð farið hækkandi og allt selst sem boðið hefur verið til sölu,“ segir hann.

Byrjað verði að byggja næsta vor

Nú eru tvö einbýlishús í byggingu og eitt parhús, allt á vegum einkaaðila. Þröstur segir að sveitarfélagið skoði möguleika á frekari uppbyggingu, með byggingaraðilum eða leigufélögum eftir atvikum. „Stefnan er að reyna að tryggja að það verði hafin bygging á einhverjum íbúðum næsta vor. Í því skyni er t.d. verið að hefja vinnu við deiliskipulag nýs hverfis þar sem áhersla verður á einbýlishús með fallegu útsýni,“ segir Þröstur.

Skylt efni: Grenivík

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...