Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Á að vera landbúnaður á Íslandi
Gamalt og gott 18. nóvember 2016

Á að vera landbúnaður á Íslandi

Fyrir tíu árum, þann 21. nóvember árið 2006, var á forsíðu sagt frá morgunverðarfundi sem var haldinn í Sunnusal Hótel Sögu með yfirskriftinni Á að vera landbúnaður á Íslandi:

Miðvikudaginn 29. nóv. nk. bjóða Bændasamtök Íslands til morgunverðarfundar í Sunnusal Hótel Sögu kl. 8:15. Valdimar Einarsson, sem búsettur er á Nýja- Sjá- landi, heldur erindi um þær breytingar sem orðið hafa í nýsjálenskum landbúnaði og hvort hægt sé að heimfæra þær breytingar á íslenskan landbúnað.

Valdimar hefur um árabil starfað við landbúnaðarráðgjöf, bæði á Íslandi og Nýja- Sjálandi, og þekkir því vel til á báðum stöðum. Aðrir fyrirlesarar eru Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og Anna Sigríður Ólafsdóttir lektor í næringarfræði við Kennaraháskóla Íslands. Aðalsteinn mun m.a. fjalla um mikilvægi matvælaframleiðslu í landinu og benda á afleidd störf í kringum landbúnaðinn. Erindi Önnu Sigríðar heitir „Heilsusamleg matvæli af heimaslóðum“ en þar ræðir hún um möguleika sem Íslendingar hafa á sviði matvælaframleiðslu en þar skipta hefðir og hrein ímynd landsins miklu máli.

Fundurinn hefst sem áður sagði kl. 8:15, aðgangur er ókeypis og veitingar í boði. Gengið er inn í Sunnusal við aðalinngang Hótel Sögu.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...