Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Á að vera landbúnaður á Íslandi
Gamalt og gott 18. nóvember 2016

Á að vera landbúnaður á Íslandi

Fyrir tíu árum, þann 21. nóvember árið 2006, var á forsíðu sagt frá morgunverðarfundi sem var haldinn í Sunnusal Hótel Sögu með yfirskriftinni Á að vera landbúnaður á Íslandi:

Miðvikudaginn 29. nóv. nk. bjóða Bændasamtök Íslands til morgunverðarfundar í Sunnusal Hótel Sögu kl. 8:15. Valdimar Einarsson, sem búsettur er á Nýja- Sjá- landi, heldur erindi um þær breytingar sem orðið hafa í nýsjálenskum landbúnaði og hvort hægt sé að heimfæra þær breytingar á íslenskan landbúnað.

Valdimar hefur um árabil starfað við landbúnaðarráðgjöf, bæði á Íslandi og Nýja- Sjálandi, og þekkir því vel til á báðum stöðum. Aðrir fyrirlesarar eru Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og Anna Sigríður Ólafsdóttir lektor í næringarfræði við Kennaraháskóla Íslands. Aðalsteinn mun m.a. fjalla um mikilvægi matvælaframleiðslu í landinu og benda á afleidd störf í kringum landbúnaðinn. Erindi Önnu Sigríðar heitir „Heilsusamleg matvæli af heimaslóðum“ en þar ræðir hún um möguleika sem Íslendingar hafa á sviði matvælaframleiðslu en þar skipta hefðir og hrein ímynd landsins miklu máli.

Fundurinn hefst sem áður sagði kl. 8:15, aðgangur er ókeypis og veitingar í boði. Gengið er inn í Sunnusal við aðalinngang Hótel Sögu.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...