Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Á að vera landbúnaður á Íslandi
Gamalt og gott 18. nóvember 2016

Á að vera landbúnaður á Íslandi

Fyrir tíu árum, þann 21. nóvember árið 2006, var á forsíðu sagt frá morgunverðarfundi sem var haldinn í Sunnusal Hótel Sögu með yfirskriftinni Á að vera landbúnaður á Íslandi:

Miðvikudaginn 29. nóv. nk. bjóða Bændasamtök Íslands til morgunverðarfundar í Sunnusal Hótel Sögu kl. 8:15. Valdimar Einarsson, sem búsettur er á Nýja- Sjá- landi, heldur erindi um þær breytingar sem orðið hafa í nýsjálenskum landbúnaði og hvort hægt sé að heimfæra þær breytingar á íslenskan landbúnað.

Valdimar hefur um árabil starfað við landbúnaðarráðgjöf, bæði á Íslandi og Nýja- Sjálandi, og þekkir því vel til á báðum stöðum. Aðrir fyrirlesarar eru Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og Anna Sigríður Ólafsdóttir lektor í næringarfræði við Kennaraháskóla Íslands. Aðalsteinn mun m.a. fjalla um mikilvægi matvælaframleiðslu í landinu og benda á afleidd störf í kringum landbúnaðinn. Erindi Önnu Sigríðar heitir „Heilsusamleg matvæli af heimaslóðum“ en þar ræðir hún um möguleika sem Íslendingar hafa á sviði matvælaframleiðslu en þar skipta hefðir og hrein ímynd landsins miklu máli.

Fundurinn hefst sem áður sagði kl. 8:15, aðgangur er ókeypis og veitingar í boði. Gengið er inn í Sunnusal við aðalinngang Hótel Sögu.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...