Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
711 fjölskyldur eiga sjö milljarða  á erlendum bankareikningum
Fréttir 15. ágúst 2016

711 fjölskyldur eiga sjö milljarða á erlendum bankareikningum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skattframtöl Íslendinga gefa til kynna að hagur landsmanna sé almennt að batna. Rétt rúmlega 700 fjölskyldur á Íslandi eiga samtals sjö milljarða króna á erlendum bankareikningum. Þetta kemur fram í grein eftir Pál Kolbeins, rekstrarhagfræðing hjá Ríkisskattstjóra, í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra.

Páll segir að framtöl einstaklinga vegna ársins 2015 beri þess órækt vitni að efnahagur landsmanna hafi vænkast á undanförnum árum eftir að hafa orðið fyrir verulegu áfalli í kjölfar hrunsins. Landsmönnum fjölgar, atvinnuleysi hefur minnkað, tekjur og eignir aukast á sama tíma og skuldir hafa lækkað.

922,8 milljarðar taldir fram

Árið 2015 voru 277.606 einstaklingar á skattgrunnskrá sem er 5.800 fleiri en árið áður. Landsmenn töldu fram 922,8 milljarða í laun og starfstengd hlunnindi árið 2016. Þessar greiðslur voru 68 milljörðum, eða 8% hærri að raunvirði árið 2015 en árið 2014.

Í greininni kemur fram að einstaklingar á Íslandi hafi átt tæpa 509,9 milljarða á bankareikningum í árslok árið 2015.

Erlendar innstæður

Auk innstæðna í innlendum bönkum áttu 711 fjölskyldur sem voru á skattgrunnskrá hér á landi tæpa sjö milljarða á erlendum bankareikningum. Þessar innstæður eru færðar á skattframtal á kaupgengi í árslok.

Þeir sem töldu fram erlendar innstæður voru 66 fleiri en í fyrra en innstæðurnar 940 milljónum lægri en fyrir ári.

Kann að vera að gengisbreytingar hafi hér nokkuð að segja en gengi krónunnar hefur styrkst og erlendir gjaldmiðlar hafa tapað verðgildi sínu gagnvart íslensku krónunni.

Hlutabréfaeign einstaklinga

Einstaklingar áttu 54,5 milljarða í hlutabréfum í árslok árið 2015 en 50.496 fjölskyldur töldu fram hlutabréf. Hlutafé er talið fram á nafnverði og því gefur það mjög takmarkaða mynd af raunverulegu verðmæti þess. Íslensk félög í eigu einstaklinga greiddu tæpa 33,3 milljarða í arð af hagnaði.

Þrátt fyrir óvissu í heimsmálum virðist sem bjartsýni og tiltrú á efnahagslíf landsins sé að aukast og markaður með hlutabréf sé farinn að glæðast.

Erlend hlutabréfaeign

Landsmenn áttu tæpan 10,1 milljarð í erlendum hlutabréfum árið 2015. Erlend hlutabréf eru talin fram á nafnverði en ef nafnverð er ekki þekkt eru bréfin talin fram á kaupverði í krónum þegar bréfin voru keypt. Gengishagnaður leystur út þegar bréfin eru seld.

Fjármagnstekjuskattur jókst um 4,5%

Fjármagnstekjur voru tæpum þremur milljörðum eða 3,2% hærri árið 2015 en árið 2014. Skattur af tekjunum jókst hins vegar um 4,5%. Hækkun fjármagnstekna var fyrst og fremst vegna arðs.

Fasteignir
Bróðurpartur eigna einstaklinga er bundinn í fasteignum. Hér er um að ræða húsnæði, hús og íbúðir, lóðir, jarðir og jarðarparta, útihús og sumarbústaði.

Fasteignir í eigu einstaklinga voru metnar á 3.276,8 milljarða í árslok 2015. Fasteignamat hækkaði um tæpan 187,1 milljarð, eða 6,1% að raungildi á milli ára.

Á móti fasteignum sem metnar voru á tæpa 3.276,8 milljarða stóðu eftirstöðvar skulda vegna kaupa á íbúðarhúsnæði upp á 1.145,7 milljarða. Landsmenn áttu því tæpan 2.131,1 milljarð í íbúðarhúsnæði sem var 246,6 milljörðum meira en árið áður. Eigið fé í íbúðarhúsnæði jókst um 13,1% á milli ára og hefur aukist mikið á undanförnum árum. Árin 2014 og 2015 jókst eigið fé samanlagt um tæpa 453,6 milljarða.

Í árslok töldu 95.544 fjölskyldur fram fasteignir á skattskýrslu. 69.285 fjölskyldur skulduðu lán vegna íbúðarkaupa og því má ætla að um 26.259 fjölskyldur eða 27,5% fjölskyldna hafi átt skuldlaust íbúðarhúsnæði. Þetta hlutfall hefur ekki breyst mikið á undanförnum árum.

Bifreiðar eru taldar til eigna á skattskýrslum. Bifreiðaeign landsmanna jókst í fyrsta skipti frá hruni árið 2014 um 5,6 milljarða sem var 2,9% aukning og 11,8 milljarða eða um 6% árið 2015.

Skuldir og vaxtagjöld

Skuldir einstaklinga, aðrar en fasteignaskuldir, voru tæpir 559,5 milljarðar í árslok 2015. Þær höfðu þá lækkað um tæpa 21,5 milljarða frá árinu áður. Þá skulduðu 146.754 hjón og einhleypingar lán sem höfðu verið tekin fyrir einhverju öðru en íbúðarhúsnæði til eigin nota.

Barnabætur

Rúmir 9,3 milljarðar voru greiddir í barnabætur sem var 899 milljónum eða 8,8% minna að raungildi en var greitt í álagningu í fyrra. Alls fengu 44.829 manns greiddar bætur sem var 3.587 færri en fyrir ári.

Þeim sem fá barnabætur hefur fækkað umtalsvert á undanförnum árum. Árið 2010 voru 69.827 foreldrum reiknaðar bætur eða 24.998 færri en fyrir ári. Þarna hefur fækkað um 35,8% á sex árum.

Í ár voru rúmir 9,3 milljarðar greiddir í barnabætur sem var 899 milljónum eða 8,8% minna að raungildi en var greitt í álagningu í fyrra. Alls fengu 44.829 manns greiddar barnabætur sem er 3.587 færri en fyrir ári.

Vaxtabætur

Engar breytingar voru gerðar á vaxtabótakerfinu í álagningu 2016 en forsendur vaxtabóta hafa verið óbreyttar frá álagningu 2011.

Vaxtabætur voru fyrir nokkrum árum skertar um 8,5% af tekju­skattsstofni auk þess sem þær voru skertar hlutfallslega miðað við eignir ef einhleypingar áttu meira en 4.000.000 krónur í skuldlausum eignum og féllu niður þegar þeir áttu orðið meira en 6.400.000 krónur. Hjá hjónum og sambúðarfólki var miðað við 6.500.000 krónur sem skerðingarmörk og bæturnar féllu niður við 10.400.000 krónur.

Tiltölulega lítil hækkun á fasteignamati getur því hæglega leitt til þess að vaxtabætur falla niður þrátt fyrir að fjárhagsleg staða fólks sé að öðru leyti óbreytt.

Mun færri fengu vaxtabætur í álagningu 2016 eða 29.710 sem var 8.044 færri en fyrir ári.

Atvinnuleysisbætur

Árið 2015 fengu 10.864 manns greidda 8,8 milljarða í atvinnuleysisbætur sem var 2,2 milljörðum minna en árið áður.

Hagur landsmanna vænkast

Í niðurlagi greinar sinnar segir Páll að af skattframtölum ársins 2016 að dæma megi ætla að hagur landsmanna hafi vænkast árið 2015. Eignir jukust og skuldir minnkuðu. Atvinnuástand fór batnandi, fleiri öfluðu tekna og fleiri greiddu skatta. Enn er þess þó að bíða að lágt launað verkafólk haldi sig ríkmannlega.

Tekjurnar sem eru taldar fram á skattskýrslunni segja ekki alla söguna um framvindu og þróun lífsgæða frá ári til árs eða hvort að þjóðin sé að þokast í rétta átt. /VH

Skylt efni: Tíund | peningamál | fjármál

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...