Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Oddur Ólafsson, sem er alinn upp á Hvoli í Ölfusi og er frumkvöðullinn og eigandi snjallforritsins HorseDay. Hann ólst upp á hestbaki ásamt því að spila
körfubolta með Hamri í Hveragerði fram að 17 ára aldri en þá flutti hann til Bandaríkjanna til að mennta sig og spila körfubolta á háskólastigi. Oddur er menntaður
viðskiptafræðingur með meistaragráðu í stjórnun frá „EADA“ viðskiptaháskólanum í Barcelona. Hann starfar í dag, sem framkvæmdastjóri HorseDay í
fullu starfi en áður en hann stofnaðiHorseDay starfaði hann sem vörustjóri á viðskiptabankasviði Íslandsbanka.
Oddur Ólafsson, sem er alinn upp á Hvoli í Ölfusi og er frumkvöðullinn og eigandi snjallforritsins HorseDay. Hann ólst upp á hestbaki ásamt því að spila körfubolta með Hamri í Hveragerði fram að 17 ára aldri en þá flutti hann til Bandaríkjanna til að mennta sig og spila körfubolta á háskólastigi. Oddur er menntaður viðskiptafræðingur með meistaragráðu í stjórnun frá „EADA“ viðskiptaháskólanum í Barcelona. Hann starfar í dag, sem framkvæmdastjóri HorseDay í fullu starfi en áður en hann stofnaðiHorseDay starfaði hann sem vörustjóri á viðskiptabankasviði Íslandsbanka.
Mynd / aðsend
Fréttir 4. júlí 2025

40 þúsund notendur í 24 löndum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Smáforritið HorseDay fagnaði þriggja ára afmæli í síðasta mánuði en forritið hefur á skömmum tíma vaxið hratt og er nú með yfir 40.000 notendur í 24 löndum.

Smáforritið er því orðið lykiltól fyrir hestafólk til að fylgjast með þjálfun, umhirðu og mótum íslenska hestsins, ásamt kaupum og sölu íslenskra hrossa. Oddur Ólafsson, sem er alinn upp á Hvoli í Ölfusi, á heiðurinn af forritinu og öllu því helsta í kringum það.

Bæta velferð hestsins og hámarka afköst hans

„HorseDay er snjallforrit eða app, sem aðstoðar hestafólk við að halda utan um allar athafnir hestsins,“ segir Oddur. „Allt frá því að skrá niður hvenær hestur var járnaður og á hvernig skeifur og alveg að því að mæla þjálfun hestsins í rauntíma, tíma, vegalengd og hraða ásamt því að greina, eingöngu í gegnum skynjara snjallsímans, á hvaða gangtegund hesturinn er á hverjum tímapunkti í reiðtúrnum,“ segir Oddur og bætir við. „Markmið HorseDay er að bæta upplifun, innsýn og skilning á því hvaða áhrif mismunandi þjálfun og umönnun hefur á hross. Bæta raunmæligögnum við þjálfun hests með það að markmiði að bæta velferð hestsins og á sama tíma hámarka afköst.“

Hvoll í Ölfusi

„Hugmyndin kviknaði í hesthúsinu heima á Hvoli í Ölfusi þar sem foreldrar mínir, þau Margrét Sigurlaug Stefánsdóttir (söngkona frá Víðidal í Skagafirði) og Ólafur H. Einarsson, ráku hestabú í hátt í 30 ár. Í miðju hesthúsinu var stór tússtafla, á hana skráðu þjálfararnir samviskusamlega upplýsingar um þjálfun og annað sem skipti máli fyrir hverja viku. Í lok vikunnar var svo allt strokað út og byrjað aftur. Pabbi talaði mikið um hvað hann sæi eftir öllum þessum upplýsingum, fór að skrá þær niður sjálfur í Excelskjöl eða á pappír en fannst það aldrei nægilega gott. Þannig fæðist fyrsta útgáfan, hvernig við getum bætt þetta utanumhald og á sama tíma búið til innsýn inn í þjálfun og umhirðu sem við höfum ekki áður haft,“ segir Oddur brosandi út í annað.

Fyrsta útgáfan í maí 2022

Fyrsta útgáfa forritsins kom út í maí 2022 en síðan þá hefur Oddur og hans starfsmenn bætt töluvert miklu við kerfið. Til dæmis geta notendur fylgst með lifandi niðurstöðum af mótum íslenskra hesta á Íslandi, Svíþjóð og Noregi í gegnum forritið. Ásamt því geta notendur skráð hesta til sölu, fylgt öðrum knöpum og margt annað. „HorseDay er einfaldlega stafrænt samfélag hestafólks í kringum íslenska hestinn. Viðtökurnar hafa verið mjög góðar. Að búa til svona forrit er langtímaverkefni og krefst úthalds og þrautseigju. Við erum svo heppinn að hafa með okkur frábæran hóp starfsfólks en í dag eru fimm starfsmenn sem starfa hjá fyrirtækinu, við erum með öfluga stjórn og frábæra hluthafa sem standa þétt við bakið á verkefninu,“ segir Oddur kampakátur.

Forritið er nú notað í 24 löndum af yfir 40.000 manns, flestir notendur eru í Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku, Noregi og á Íslandi. Í fyrstu þegar HorseDay kom út var forritið í boði á 3 tungumálum, íslensku, ensku og þýsku, en við bættum sænsku við fyrir um hálfu ári síðan.

Afmæli í sumar

„Við ætlum að halda upp á afmælið með okkar notendum í sumar, þakka fyrir okkur og líta aðeins yfir farinn veg,“ segir Oddur aðspurður um hvort standi til að halda upp á þriggja ára afmælið. „Hver veit nema við kíkjum á Íslandsmót, sem fram fer á Selfossi í lok júní og bjóðum upp á eitthvað skemmtilegt þar. Einnig er heimsmeistaramót íslenska hestsins í Sviss í lok júlí, við hjá HorseDay verðum þar að sjálfsögðu,“ segir Oddur.

Hestar og gervigreind

„Það er stöðugt verið að bæta við forritið því að þróun á svona kerfi er í raun aldrei lokið,“ segir Oddur aðspurður um hvort breytingar séu í vændum. „Það er mikið rætt og ritað um gervigreind þessa dagana og er hestamennskan ekki undanskilin þeirri þróun. Við munum á næstu vikum kynna nýjungar í vörunni þar sem gervigreind kemur mikið við sögu,“ segir Oddur en vill þó ekki fara frekar út í þá sálma að svo stöddu. „Ég sé fyrir mér að HorseDay verði samfélag hestafólks um allan heim innan fárra ára. Að lokum langar mig að þakka hestafólki og öðru áhugafólki um nýsköpun kærlega fyrir frábærar viðtökur og hlakka mikið til að halda þessari vegferð áfram,“ segir Oddur að lokum.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...