Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Ölfusárbrúin nýja: Stefnt er að því að taka nýju brúna yfir Ölfusá í notkun haustið 2028 en kostnaður við brúna er um 17,9 milljarðar króna. Gjaldtaka verður yfir brúna en ekki hefur verið gefið út hvað ferðin mun kosta.
Ölfusárbrúin nýja: Stefnt er að því að taka nýju brúna yfir Ölfusá í notkun haustið 2028 en kostnaður við brúna er um 17,9 milljarðar króna. Gjaldtaka verður yfir brúna en ekki hefur verið gefið út hvað ferðin mun kosta.
Mynd / aðsend
Fréttir 21. júlí 2025

30.500 tonn af malbiki

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Áætlað er að leggja út 200.000 fermetra af malbiki í tengslum við malbikun við nýja Ölfusárbrú, eða um 30.500 tonn af malbiki, og fer stór hluti þess á hringveginn um Suðurlandsveg.

Umræddur kafli, sem er um 60.000 fermetrar, verður byggður upp í þremur malbikslögum og er gert ráð fyrir að nota um 27.000 tonn af malbiki á þann kafla. Þá eru um 20.000 fermetrar af hliðarvegum, göngustígum og öðru sem tengist framkvæmdinni og fara um það bil 4.000 tonn af malbiki í þá gatnagerð.

330 metra ný Ölfusárbrú

Verkefnið „Hringvegur um Ölfus“ snýr að byggingu 330 metra langrar brúar, nýs 3,7 kílómetra hringvegar, auk um eins kílómetra af öðrum tveggja akreina vegum. Gerð verða ný vegamót austan Selfoss, undirgöng undir hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn ásamt undirgöngum fyrir bíla og gangandi. Markmiðið með framkvæmdunum er að auka afkastagetu hringvegarins og að aðskilja akstursstefnur og bæta umferðaröryggi.

„Hringvegur um Ölfus“

Fyrirtækið Óskatak og Colas Ísland hafa undirritað verksamning um að Colas sjái um malbikun við nýja Ölfusárbrú. Óskatak er undirverktaki ÞGverk og sem slíkt sér félagið um jarðvegsframkvæmdir verkefnisins, þar með talið gatnagerð í verkefninu. Bygging nýrrar brúar yfir Ölfusá er hluti af verkefni Vegagerðarinnar sem ber yfirskriftina „Hringvegur um Ölfus“. Verkefnið snýst um að færa hringveginn út fyrir þéttbýli Selfoss. Óskatak kemur til með að sjá um gatnagerðarhluta verkefnisins en Colas sér um að leggja út malbikið.

„Við fögnum því mjög að halda áfram góðu samstarfi við Óskatak, sem byggst hefur upp undanfarin ár. Enn fremur að fá að taka þátt í einu mest spennandi verkefni undanfarinna ára á þjóðvegakerfi okkar undir styrkri stjórn ÞG, sem er aðalverktaki verksins,“ segir Sigþór Sigurðsson, framkvæmdastjóri Colas.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...