Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
„Því miður eru sýklalyfin að hætta að virka“
Mynd / HKr.
Fréttir 28. febrúar 2019

„Því miður eru sýklalyfin að hætta að virka“

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Á fundi um lýðheilsu og matvæli sem haldinn var í Súlnasal Hótel Sögu þann 21. febrúar kom fram að nýgengi smits af völdum ofurbaktería vegna ofnotkunar sýklalyfja víða um heim fer hratt vaxandi. Því fylgir ört hækkandi dánartíðni. 

Lance Price, prófessor við George Washington-háskóla í Bandaríkjunum, og Karl G. Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, fluttu þar erindi og sögðu stöðuna á Íslandi einstaka á heimsvísu. Því væri afar mikilvægt að verja þá stöðu með öllum tiltækum ráðum.

Fundur í skugga lagafrumvarps

Fundurinn, sem haldinn var að frumkvæði Framsóknarflokksins, var á sama tíma og landbúnaðarráðherra var að hefja kynnningu á frumvarpi til laga um innflutning á fersku ófrosnu kjöti og eggjum. Frumvarpið tekur til breytinga á lögum um dýrasjúkdóma, lögum um matvæli og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru. Með þessu frumvarpi er ríkisvaldið  að mæta niðurstöðum EFTA-dómstóls og Hæstaréttar Íslands um að Íslendingum sé óheimilt vegna  aðildar að EES að beita  viðskiptahindrunum við innflutning á matvælum, m.a. með því að hafa frystiskyldu á fersku kjöti. 

Lance Price og Karl bentu á að staðan væri jafnvel enn alvarlegri á heimsvísu en ella þar sem æ fleiri gerðir af sýklalyfjum væru að verða óvirk vegna stöðugt öflugri ofurbaktería. Sagði Price að mikið andvaraleysi ríkti um þessa stöðu í heiminum. Af og til kæmi í fréttum frásagnir af nýjum ofurbakteríum, en þær fréttir hyrfu fljótt og svo virtist sem fólk héldi að þar með væri búið að kippa málum í liðinn og allt væri orðið eðlilegt á ný. Veruleikinn væri allt annar. Ofurbakteríurnar væru bara ekkert á förum og ástandið sé stöðugt að versna. Þá sjái lyfjafyrirtækin ekki heldur næga gróðavon í að setja af stað kostnaðarsama þróunarvinnu við hönnun nýrra og öflugri sýklalyfja. Þess vegna eru engin ný slík lyf að koma á markaðinn. 

Sýklalyfin að hætta að virka

„Því miður eru sýklalyfin að hætta að virka og við að verða uppiskroppa með úrræði. Það er heldur ekki verið að framleiða nein ný lyf sem duga. Við stefnum því inn í stöðu eins og var fyrir tíma sýklalyfjanna.

Við erum að fara inn í tíma þar sem við getum ekki lengur læknað jafnvel algengustu sýkingar eins og í þvagblöðru með hefðbundnum sýklalyfjum. Nú eru komnar bakteríur sem hafa þol gegn þessum lyfjum. Þegar ekki er hægt að stöðva sýkinguna og drepa bakteríuna í þvagblöðrunni, þá fer hún upp í nýrun og þaðan út í blóðið og drepur viðkomandi.“

Sagði hann stöðuna í þessum efnum hafa gjörbreyst á undanförnum tíu árum. Eftir því sem sýkingarnar yrðu erfiðari, þá yrði stöðugt kostnaðarsamara fyrir heilbrigðiskerfið að meðhöndla sjúklingana og það leiddi til fleiri dauðsfalla. Þess vegna sé afar mikils virði ef hægt sé að koma í veg fyrir að þetta ástand skapist og þar séu Íslendingar enn í einstakri stöðu á heimsvísu. 

„Nú er áætlað að 100 þúsund Bandaríkjamenn deyi árlega vegna smits frá lyfjaónæmum bakteríum,“ sagði dr. Lance Price. 

– Sjá viðtal við Lance Price á bls. 24 og umfjöllun á bls. 28–29 í nýju Bændablaði.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...