Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
„Þetta er skelfilegt“
Fréttir 23. júlí 2015

„Þetta er skelfilegt“

Höfundur: Margrét Þ. Þórsdóttir

„Það er varla nokkur maður kominn af stað með heyskap hér um slóðir,“ segir Gunnar Jónsson, bóndi á Egilsstöðum.

Örfáir hafa aðeins reynt, en mikil bleyta hamlar að menn komist nokkuð áfram með að heyja.
„Við hér á Egilsstöðum, á miðju Héraði, höfum oftast verið með fyrra fallinu. Síðasta sumar vorum við komin af stað 17. júní, við reyndum aðeins á föstudag í liðinni viku, 17. júlí, þannig að þetta er mánuði seinna á ferðinni hjá okkur en í fyrra,“ segir Gunnar.

Hann segir að bændur séu betur undir það búnir að takast á við ástandið en áður fyrr, þeir séu betur tækjum búnir og því hægt að ljúka verkinu á skemmri tíma en áður var hægt. En fyrst þurfi menn að sjá breytingar í veðri. Landið sé í sjálfu sér ekki blautt og vel hægt að fara um það, „en við þurfum uppstyttu og frið, grasið þarf að ná að þorna svo hægt sé að setja einhvern kraft í heyskapinn,“ segir hann. „Við þurfum í raun ekki nema örfáa góða daga, þá verður hægt að gera mikið á skömmum tíma.“ Veðurspáin er raunar ekki upplífgandi, áframhaldandi norðanátt og kuldi í kortunum.

Gríðarleg viðbrigði

Kuldinn sem verið hefur undanfarnar vikur hefur að mati Gunnars ef til vill bjargað einhverju, grasið vex ekki úr sér á meðan svo kalt er í veðri.  „Þetta hafa ekki verið nein illviðri, en kalt og blautt, hiti hefur vart farið yfir 10 gráður og þegar það gerist tala menn bara um hitabylgju. Þetta eru gríðarleg viðbrigði samanborið við síðastliðið sumar, þá var hér einmunablíða svo til allt sumarið og fram á haust. Þetta er tvennt ólíkt.“

Enginn þurrkur í júlí

Örn Bergsson, bóndi á Hofi í Öræfum, segir tíðarfarið hafa verið bændum á sínum slóðum erfitt. 
„Það hefur ekki verið nokkur þurrkur í júlí,“ segir hann. „Það er fyrst núna þegar vel er liðið á júlí sem menn sjá að eitthvað er byrjað að spretta, þetta hefur verið með eindæmum leiðinleg tíð, man varla eftir svona tíðarfari lengi, það er helst ef farið er allt aftur til ársins 1979 sem var eitthvað í líkingu við þetta sumar,“ segir Örn.

Sumarið 2014 var ekki sérstakt í Öræfunum, mikið um óþurrka og heyfengur varð lélegur sökum þess að tún spruttu úr sér.  „En það þýðir ekki annað en halda í vonina um að þetta skáni eitthvað, að úr rætist og menn nái að heyja,“ segir Örn.

Kalt og lítil spretta

„Bændur eru aðeins farnir að huga að heyvinnutækjum sínum, skoða hvort þau eru ekki í lagi, lengra eru menn ekki komnir í heyskap hér um slóðir,“ segir Sigurður Þór Guðmundsson, bóndi í Holti í Þistilfirði.

„Það er enginn byrjaður að heyja hér, sprettan er lítil enn sem komið er, enda hefur verið mjög kalt það sem af er sumri og töluverð bleytutíð. Við þurfum að fá góðan þurrk í einhvern tíma svo þetta taki allt saman við sér og menn geti hafist handa. Ég myndi ekki segja að í óefni væri komið enn þá,“ segir hann, en vanalega byrji bændur í Þistilfirði slátt um eða upp úr miðjum júlí. 

„Það er allt seinna á ferðinni en var í fyrrasumar, en þá var tíð líka góð. Hiti hefur verið hér á bilinu 6 og 7 gráður, það er frekar kalt og ekki von að gróður taki almennilega við sér,“ segir Sigurður.
Hann segir að tíð hafi verið með svipuðum hætti sumarið 1998 og eins hafi sumarið 2011 alls ekki verið neitt sérstakt á norðausturhorni landsins. Það sumar var t.d. byrjað að slá í Holti 24. júlí. 
„Ég giska á að þegar upp verður staðið verði þetta slakt meðalár. Tún hér um slóðir eru falleg og óskemmd, líta bara vel út og það þarf í raun ekki annað en örlítið meiri hita til að koma sprettunni af stað.  En eins og staðan er núna verðum við bara að taka því sem býðst,“ segir Sigurður.
Ástandið er betra á Suður- og Vesturlandi, þar sem hiti það sem af er júlí hefur verið nærri meðaltali undanfarinna 10 ára. 

Skylt efni: heyskapur | kuldatíð | austurland

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi  en ætlar ekki að nýta það í ár
Fréttir 24. nóvember 2021

Lindarbrekka í Berufirði komin með sláturleyfi en ætlar ekki að nýta það í ár

Á tveimur sauðfjárbúum hefur nú í haust verið slátrað samkvæmt nýlegri reglugerð...