Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
„Ófreskjan úr austri” olli mesta fjárdauða í Bretlandi í fimm ár
Fréttir 12. júlí 2018

„Ófreskjan úr austri” olli mesta fjárdauða í Bretlandi í fimm ár

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Óvenjukaldur vetur og vor í Bretlandi á þessu ári virðist hafa leitt til mesta sauðfjárdauða í landinu í fimm ár samkvæmt tölum National Fallen Stock Company (NFSCo) og fram kemur í Farmers Weekly.

Kuldi og bleyta var óvenju mikill frá því í febrúarlok. Drapst fullorðið fé því umvörpum og var dánartíðnin 10% hærri en í meðalári, eða 15.000 skepnur. Lambadauði var enn meiri, eða 30% umfram meðaltal, eða 250.000 lömb.

Hér á landi þætti mikið að bændur misstu um 13.000 fjár í meðalári, en hafa verður í huga að í Bretlandi gengur flest fé úti allt árið, ólíkt því sem hér þekkist.

NFSCo hóf að taka saman tölur um fjárdauða í Bretlandi 2011. Samkvæmt þeim gögnum átti 69% lambadauðans sér stað á tímabilinu frá mars og fram í maí. Þar af átti 35% af afföllunum sér stað í apríl. 
Dánartíðnin í vor var sú mesta síðan 2013 og er líklega talin vera sú versta sem nokkru sinni hefur verið. Naut NFSCo góðs samstarfs við bændur við að taka saman þessi gögn.

„Ófreskjan úr austri“

Í frétt Farmers Weekly segir að ótíðin í vor hafi byrjað 23. febrúar þegar „Ófreskjan úr austri“ (Beast of the East), veðrafyrirbrigði sem átti upptök sín í Síberíu, seig yfir stóran hluta Evrópu. Herjaði veðrið á mörg héruð Bretlands með miklum vindi og snjófjúki. Kuldi og rigning í kjölfarið leiddi svo til þess að mars varð kaldasti mánuður sem mælst hefur í heilan áratug.

Góða veðrið undanfarnar vikur hefur þó fengið fólk til að gleyma vonda veðrinu þegar sauðburður stóð sem hæst, að sögn Phil Stocker hjá Landssamtökum breskra sauðfjárbænda. Segir hann tölur NFSCo sýna vel þann skelfilega missi og tilheyrandi fjárhagslegan skaða sem bændur hafi orðið fyrir.

„Ef afurðaverð væri ekki tiltölulega hátt eins og nú er, væru bændur í miklum vanda. Samt munu margir bændur enn eiga langt í land með að ná saman endum,“ segir Stocker.

Skylt efni: fjárdauði | Bretlandseyjar

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...