Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
„Ófreskjan úr austri” olli mesta fjárdauða í Bretlandi í fimm ár
Fréttir 12. júlí 2018

„Ófreskjan úr austri” olli mesta fjárdauða í Bretlandi í fimm ár

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Óvenjukaldur vetur og vor í Bretlandi á þessu ári virðist hafa leitt til mesta sauðfjárdauða í landinu í fimm ár samkvæmt tölum National Fallen Stock Company (NFSCo) og fram kemur í Farmers Weekly.

Kuldi og bleyta var óvenju mikill frá því í febrúarlok. Drapst fullorðið fé því umvörpum og var dánartíðnin 10% hærri en í meðalári, eða 15.000 skepnur. Lambadauði var enn meiri, eða 30% umfram meðaltal, eða 250.000 lömb.

Hér á landi þætti mikið að bændur misstu um 13.000 fjár í meðalári, en hafa verður í huga að í Bretlandi gengur flest fé úti allt árið, ólíkt því sem hér þekkist.

NFSCo hóf að taka saman tölur um fjárdauða í Bretlandi 2011. Samkvæmt þeim gögnum átti 69% lambadauðans sér stað á tímabilinu frá mars og fram í maí. Þar af átti 35% af afföllunum sér stað í apríl. 
Dánartíðnin í vor var sú mesta síðan 2013 og er líklega talin vera sú versta sem nokkru sinni hefur verið. Naut NFSCo góðs samstarfs við bændur við að taka saman þessi gögn.

„Ófreskjan úr austri“

Í frétt Farmers Weekly segir að ótíðin í vor hafi byrjað 23. febrúar þegar „Ófreskjan úr austri“ (Beast of the East), veðrafyrirbrigði sem átti upptök sín í Síberíu, seig yfir stóran hluta Evrópu. Herjaði veðrið á mörg héruð Bretlands með miklum vindi og snjófjúki. Kuldi og rigning í kjölfarið leiddi svo til þess að mars varð kaldasti mánuður sem mælst hefur í heilan áratug.

Góða veðrið undanfarnar vikur hefur þó fengið fólk til að gleyma vonda veðrinu þegar sauðburður stóð sem hæst, að sögn Phil Stocker hjá Landssamtökum breskra sauðfjárbænda. Segir hann tölur NFSCo sýna vel þann skelfilega missi og tilheyrandi fjárhagslegan skaða sem bændur hafi orðið fyrir.

„Ef afurðaverð væri ekki tiltölulega hátt eins og nú er, væru bændur í miklum vanda. Samt munu margir bændur enn eiga langt í land með að ná saman endum,“ segir Stocker.

Skylt efni: fjárdauði | Bretlandseyjar

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...