Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Otmar Issing.
Otmar Issing.
Fréttir 20. október 2016

„Einn daginn mun þessi spilaborg hrynja“

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Seðlabanki Evrópu (European Central Bank - ECB) er orðinn hættulega yfirspenntur og allt evruverkið getur ekki gengið upp að óbreyttu,“ segir Otmar Issing prófessor. „Einn daginn mun þessi spilaborg hrynja.“
 
Það er ekki einhver vondur andstæðingur evrusvæðisins sem þarna talar, heldur einn af yfirhönnuðum kerfisins. Otmar Issing var fyrsti yfirhagfræðingur Seðlabanka Evrópu og leiðandi í innleiðingu sameiginlegs myntkerfis Evrópu. Það fer því ekki hjá því að eftir orðum hans sé hlustað. 
 
Prófessor Issing sagði í samtali við The Telegraph að evran hafi verið svikin af pólitíkusum sem hafi haft uppi harmakvein yfir því að tilraunin hafi verið mistök frá upphafi og hafi síðan verið að úrkynjast. Það hafi smitast  yfir í sjúklega ríkisfjármálastefnu sem gerði ráð fyrir að allir fengju allt fyrir ekkert.
 
Ekki er þó víst að allir hagfræðingar séu sammála þessum athugasemdum Issing, þar sem fjölmargir þeirra vöruðu við því allan tímann að byrjað hafi verið á vitlausum enda við mótun sameiginlegrar myntar ESB. Sameiginleg mynt án sameiginlegs efnahagskerfis gæti aldrei gengið upp. Það virðist nú vera að staðfestast þegar meira að segja Otmar Issing segir að evran sé að sigla í strand.  
 
Framhaldið mun einkennast af strögli
 
„Ef við horfum á þetta raunsætt, þá mun framhaldið einkennast af strögli, úr einum vandræðunum í önnur. Það er erfitt að spá fyrir hversu lengi slíkt getur haldið áfram, en slíkt getur ekki gengið endalaust,“ segir Otmar Issing.
 
Ljóst er að sambland af lágu olíuverði, ódýrri evru og hæggengu efnahagskerfi hafa blekkt menn til að taka þessu rólega, en skammtíma­áhrifin af hagstæðum ytri aðstæðum eru að fjara út. Búast má við að mjög muni reyna á evruna í framhaldinu á sama tíma og ríkisstjórnir evrulandanna þurfa að horfast í augu við hærri skuldir, atvinnuleysi og pólitíska þreytu.
 
Professor Issing gagnrýnir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrir að hafa byggt pólitíska múra og gefist upp við að framfylgja reglum og markmiðum.
„Hið siðferðislega hættuástand er yfirþyrmandi,“ segir Issing.
 
Hann segir að Seðlabanki Evrópu sé á hálu svelli og hafi sett kerfið í hættu með því að borga gjaldþrota ríki frá skuldum sínum og með því að misbeita samningum sem gerðir hafa verið.
 
Engin stjórn á hlutunum
 
„Stöðugleikinn og vaxtaþátturinn hafa meira og minna mistekist. Agi á markaði hefur horfið vegna inngripa bankans. Það er því engin raunveruleg stjórn á hlutunum af hálfu markaðarins eða pólitískra stjórnvalda. Í þessu eru innbyggðir allir áhættuþættir til að kalla hörmungar yfir myntbandalag Evrópu.
Ákvæði um að ekki skuli greiða óreiðuskuldir eru þverbrotnar á hverjum einasta degi,“ segir Issing. Þá gefur hann lítið fyrir það skilyrði að aðstoð við skuldauppgjör þurfi að hljóta samþykki Evrópudómstólsins. Það sé byggt á vanhugsaðri hugmyndafræði.   
 
Hann segir að Seðlabanki Evrópu sé nú þegar með í höndunum skuldabréfasafn upp á yfir billjón evrur, sem það séu á neikvæðum vöxtum. Bankinn sé nú að kaupa bréf af fyrirtækjasamsteypum sem ætti að flokka í ruslflokk. Sú aðhaldsstefna sem bankanum sé ætlað að framfylgja með inngripum verði honum því stöðugt erfiðari. 
 
„Afleiðingin getur hugsanlega orðið skelfileg,“ segir Otmar Issing. Í vitalinu við The Telegraf heldur hann áfram að hakka núverandi stjórnendur kerfisins í sig og rekur endalaus mistök sem gerð hafa verið allt frá innleiðingu evrunnar 1999. 

Skylt efni: evran

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...