Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson við opnun Norðurár fyrir tveimur árum.  Þeir hafa báðir veitt víða í sumar.
Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson við opnun Norðurár fyrir tveimur árum. Þeir hafa báðir veitt víða í sumar.
Mynd / G.Bender
Í deiglunni 27. nóvember 2017

„Ég er búinn að veiða helling í sumar“

Höfundur: Gunnar Bender
„Já, drengur, ég er búinn að veiða víða í sumar,  en við höfum farið í Veiðivötn í mörg ár og það er meiri háttar, Veiðivötnin eru frábær og rosalega fallegt þarna innfrá. 
 
Þar höfum við oft fengið fína veiði og væna silunga,“ sagði Kristján Jóhannsson er við heyrðum í honum og það var klikkað að gera í söngum hjá honum.
 
„Já, það er mikið að gera. Ég er að syngja allar helgar og ætlaði að reyna að komast á rjúpu en veit ekki hvort það tekst. Ég hef farið á rjúpu í mörg ár. Það er viss punktur í tilverunni að skjóta rjúpur í jólamatinn.
Ég fór mikið í silung í sumar og víða og veiddi vel. Silungurinn er svo skemmtilegur og gaman að veiða hann. Víða vænir silungar eins og fyrir norðan. Svo dettur einn og einn  laxveiðitúr inn eins og í Aðaldalinn. Það er topp staður,“ sagði Kristján enn fremur, hás eftir söng kvöldið áður, en allur að koma til.

Skylt efni: Veiðivötn | stangaveiði

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...