Góð afkoma en ullarverðið gagnrýnt
Gengi Ístex hefur tekið stakkaskiptum á undanförnum tveimur árum og hefur ullarvinnslufyrirtækið skilað góðum hagnaði á þessu tímabili. Mikil eftirspurn er eftir prjónabandinu frá því og annar það ekki eftirspurn – þrátt fyrir að hafa ráðist í talsverðar fjárfestingar í tækjabúnaði.