Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gunnar segir að Ístex hafi tekið í notkun nýja dokkuvél í desember síðastliðinn en dokkunin var flöskuháls í framleiðslunni. „Það eru allir meðvitaðir um stöðuna og stjórnendur og starfsfólk leggur sig fram um að leita leiða til að auka framleiðsluna þannig að hægt verði að anna eftirspurn eftir lopanum, því frábæra náttúrulega efni sem ullin af íslenska fénu er,“ segir Gunnar enn fremur.
Gunnar segir að Ístex hafi tekið í notkun nýja dokkuvél í desember síðastliðinn en dokkunin var flöskuháls í framleiðslunni. „Það eru allir meðvitaðir um stöðuna og stjórnendur og starfsfólk leggur sig fram um að leita leiða til að auka framleiðsluna þannig að hægt verði að anna eftirspurn eftir lopanum, því frábæra náttúrulega efni sem ullin af íslenska fénu er,“ segir Gunnar enn fremur.
Mynd / Jóhanna Erla Pálmadóttir
Fréttir 14. febrúar 2022

Um 30% söluaukning á lopa frá Ístex á síðasta ári

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sjaldan eða aldrei hefur verið eins mikil eftirspurn eftir lopa frá Ístex úr íslenskri ull, enda jókst prjónaáhugi landsmanna mikið í Covid. 

Gunnar Þórarinsson, stjórnar­formaður Ístex og sauðfjárbóndi á bænum Þóroddsstöðum í Hrútafirði, segir að á 30 ára starfstíma Ístex hafi aldrei verið framleitt og selt eins mikið af handprjónabandi eins og gert var á síðasta ári.

Aukningin í magni var um 150 tonn af handprjónabandi. Sú aukning náðist með ýmsum aðgerðum, m.a. lengdum vinnutíma starfsfólks, m.a. á kvöldvöktum, breytingum á framleiðslulínum og fleiru. Söluaukning á magni lopa innanlands var um 30% og tekjur af sölu handprjónabands, innanlands og utan, jukust um tæp 48% milli ára vegna meira framleiðslumagns og hærra verðs,“ segir Gunnar stoltur af starfsemi fyrirtækisins. 

Sprenging í eftirspurn

Á sama tíma og Ístex hefur náð að auka framleiðslu sína þá er eftir­spurnin eftir íslensku ullinni alltaf að aukast og aukast og sums staðar varð eiginlega sprenging í eftirspurninni.

„Við erum áfram að vinna að því að auka framleiðslugetuna með endurnýjun á tækjum og fjölgun á starfsfólki. Þó er fyrirsjáanlegt að næstu mánuði a.m.k. er eftirspurnin meiri en framleiðslugetan. Enn þá er til nóg af ull af fé í landinu, en ef fé heldur áfram að fækka og eftirspurn og framleiðslugeta eykst, þá gæti það breyst innan fárra ára,“ bætir Gunnar við.

Gunnar segir að Ístex  hafi tekið í notkun nýja dokkuvél í desember síðastliðinn en dokkunin var flöskuháls í framleiðslunni. „Það eru allir meðvitaðir um stöðuna og stjórnendur og starfsfólk leggur sig fram um að leita leiða til að auka framleiðsluna þannig að hægt verði að anna eftirspurn eftir lopanum, því frábæra náttúrulega efni sem ullin af íslenska fénu er,“ segir Gunnar enn fremur. Mynd / Jóhanna Erla Pálmadóttir

Bændur fá of lítið

- Sauðfjárbændur hafa kvartað undan því að verð á ull hefur lítið sem ekkert hækkað á síðustu árum og því eru þeir að fá allt of lítið fyrir sína ull. Hvað segir Gunnar við því?

„Já, ástæður þess að verð hefur lítið hækkað á betri flokkunum og lækkað á lakari flokkunum stafar af því að á árinu 2019 kom afturkippur í ferðamannabransann sem gerði það að verkum að eftirspurn eftir iðnaðarbandi og teppum dróst mjög saman og síðan kom Covid sem olli því að nánast engin eftirspurn varð eftir þeim vörum, auk þess sem ullarverð á mörkuðum hrundi og í raun var á tímabili ekki hægt að losna við ull þó hún hefði verið gefin. Einnig lentu fyrirtæki sem keyptu vörurnar af Ístex í fjárhagsvandræðum sem hafði áhrif á stöðu Ístex. Þrátt fyrir þetta tókst að verja verðið á betri flokkunum og greiða smávegis fyrir flesta lakari flokkana.

Ull í vinnslu hjá Ístex í Mosfellsbæ. Mynd / HKr. 

Við verðákvörðun síðasta haust tókst þó að hækka aðeins alla ullarflokka og vonandi verður hægt að bæta við það verð áður en ullin verður greidd í vor,“ segir Gunnar. 

Að lokum má geta þess að rekstur Ístex gengur nú miklu betur en hann gerði á árunum 2019 og 2020 en þá varð því miður verulegt tap á rekstrinum. Nýju framleiðsluvörurnar sem Ístex hefur verið með í þróun undanfarin ár lofa mjög góðu og góðar líkur á að þær skili góðum tekjum og þar með möguleikum á hærra verði fyrir ullina til bænda.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...