Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Methækkun á ullarverði til bænda
Fréttir 11. maí 2023

Methækkun á ullarverði til bænda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Stjórn Ístex hefur ákveðið að hækka ullarverð til bænda að meðaltali um rúm 48 prósent fyrir alla vinnsluhæfa flokka. Um mestu ullarverðshækkun er að ræða á síðastliðnum 15 árum hið minnsta.

Stjórn Ístex hefur ákveðið að hækka ullarverð til bænda að meðaltali um rúm 48 prósent fyrir alla vinnsluhæfa flokka. Um mestu ullarverðshækkun er að ræða á síðastliðnum 15 árum hið minnsta.

Góð afkoma Ístex

Sigurður segir að hækkunin sé mismikil á milli ullarflokka, meiri hækkun sé á betri flokkana. „Ein ástæða þessara afurðaverðshækkana er góð afkoma Ístex á fyrstu mánuðum ársins og raunar á síðustu misserum. Við lentum í mjög erfiðum 18 mánuðum sem byrjuðu sumarið 2019 með tiltölulega snöggum samdrætti á ullarteppum og lágu verði á ull. Hjólin fóru í raun aftur að snúast um það leyti þegar við komum á kvöldvakt í bandframleiðslunni hér í Mosfellsbæ haustið 2021. Þá náðist meiri nýtni á tækjum, ásamt því að verð hækkaði og meiri hagkvæmni í stærð náðist. Þannig að síðustu tvö ár hafa reynt mikið á mannskapinn en að sama skapi verið góð.

Sala fyrstu 6 mánuði er um 200 milljónum hærri en fyrir sama tíma í fyrra. Áframhaldandi eftirspurn er eftir Lopa handprjónabandi og gott gengi nýrra vörutegunda, líkt og ullarsængur, Lopiloft ullareinangrunarefni og annað. Jafnframt lofar teppasala góðu í vor og sumar. Betra verð hefur náðst en búist var við, fyrir ákveðna ullarflokka, líkt og snoð og heilsársull með áframhaldandi vinnslu í sængurull. Framhaldið á árinu lítur því vel út, en á móti kemur að við getum verið einni alvarlegri bilun frá erfiðu ári.

Ágætt gengi hér er þvert á ástandið erlendis þar sem verð fyrir hráull er enn lágt og hefur ekki að fullu jafnað sig.“

Komið til móts við bændur

Fleiri þættir spila inn í ákvörðun stjórnar að hækka verð til bænda, að sögn Sigurðar. „Það þótti rétt að koma til móts við bændur vegna tafa við ullarsöfnun víða um land.

Alvarlegar bilanir hafa verið bæði í þeytivindu og örbylgjuofni, en þetta hefur tafið þvott um meira en mánuð. Þetta hefur gert það að verkum að ekki hefur verið hægt að taka við meiri ull á meðan viðgerðum stóð. Öll tæki eru nú komin í lag og unnið er að því hörðum höndum að ná allri ull sem fyrst til Blönduóss.

Við hjá Ístex þökkum bændum fyrir alla þolinmæðina og biðjumst velvirðingar vegna þeirra óþæginda sem hafa hlotist yfir þetta erfiða tímabil.“

Mikilvægi ullarflokkunar

Sigurður segir að góð ullarflokkun bænda sé lykilatriði til að auka verðmæti ullar. Flestir bændur hafa í gegnum árin lagt mikinn metnað í að gera vel og með þessari hækkun sé stutt betur við þá sem hafa verið að gera góða hluti og hvetja þá sem gætu bætt sig að gera enn betur. 

Hann segir að stærsta fjárfestingin í ár sé ný spunavél sem kemur með haustinu. Hún sé í smíðum á Ítalíu og muni henta íslensku ullinni sérlega vel.

Skylt efni: Ístex | ullarverð

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...