Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Staða í ullarmálum vegna COVID-19
Á faglegum nótum 2. október 2020

Staða í ullarmálum vegna COVID-19

Höfundur: Sigurður Sævar Gunnarsson Framkvæmdastjóri Ístex

Það hefur skapast mjög skrýtin og snúin staða í ullarmálum vegna COVID-19. Mörg ullarvinnslu­fyrirtæki hafa víða um heim verið lokuð síðan í lok mars eða hafa verið að vinna á litlum afköstum. Ullarbirgðir hafa því safnast saman um allan heim og algjört verðhrun hefur orðið á ull. Norilia, sem safnar saman og vinnur norska ull, setti alla ullarflokka í 0 kr.

Sá hluti íslenskrar ullar sem nýtist ekki beint í vinnslu Ístex hefur verið fluttur út. Hér er aðallega um að ræða annan flokk (H2), þriðja flokk (H3), mislitan annan flokk (M2), heilsársull og snoð. Þessi ull er að mestu notuð í gólfteppaband. Þetta er iðnaðargeiri sem hefur átt mjög erfitt á COVID-19 tímum. Það er því ljóst að erfið staða er komin upp með þann hluta íslenskrar ullar sem hefur farið í útflutning.

Þá hefur jafnframt dregist saman sala á ullariðnaðarbandi sem notað er í framleiðslu á ullarflíkum fyrir ferðamenn. Eitthvað sem fer vonandi aftur í gang þegar ferðafólk kemur aftur til Íslands.

Það er því ljóst að Ístex verður að lækka verulega verð í þessum útflutningsflokkum af ull.

Í vinnslu á Lopa vantar lambsull og sauðaliti, það verð mun því haldast óbreytt frá fyrra ári. Þá eru ákveðin tækifæri í svartri vetrarull og mislitri lambsull.

Flutningar á ull

Stefnt er að því að sækja ull til bænda eins og vant er. Ístex mun þó þurfa að draga úr kostnaði við þvott. Það mun þýða minnkuð afköst sem gæti þýtt að á ákveðnum tímapunktum í vetur þurfi að dreifa álaginu og seinka móttöku. Aðstæður eru mismunandi hjá bændum. Því biðjum við þá sem eiga betra með þetta en aðrir að hafa samband við Ístex. Þá erum við sérlega þakklátir þeim sem búa innan 100 km frá Þvottastöð Ístex og geta komið með ull í lok október/byrjun nóvember, þannig að hægt sé að ná nægu magni til að byrja þvott fyrr.

Það er mikilvægt að bændur skrái ullina sína strax inn á Bændatorg strax eftir rúning. Þannig skilast greiðslur hraðar til bænda og auðveldara er að skipuleggja ullarsöfnun. Allar frekari upplýsingar má finna á Ullarmat.is.

Prjónarar og sængur til hjálpar

Staða Ístex er þó sérstök þar sem félagið hefur mismunandi tekjulindir. Eftirspurn í Lopa handprjónaband hefur það sem af er ári verið með ólíkindum bæði hérlendis og erlendis. Prjónarar hafa verið afar duglegir við prjónaskap. Bulla mætti með það að Lopi sé líklega ferskari en lambakjöt kominn til neytanda. Nú eru báðar kembivélar félagsins á fullu í handprjónabandvinnslu og hafa kvöldvaktir verið settar á við dokkun og pökkun til að hafa við eftirspurn.

Ístex hefur þróað sérþvegna ull sem hentar vel í sængur, kodda og ýmiss konar fatnað. Félagið hefur sjálft byrjað að selja sængur, yfirdýnur og kodda með þessari ull á Lopidraumur.is. Jafnframt hefur slík sérmeðhöndluð ull verið í prófunum hjá erlendum og innlendum hönnuðum og framleiðendum. Það er skemmtilegt að geta sagt frá því að um 30 tonn voru seld beint til erlendra sængurframleiðenda í ágústlok. Þeim, sem eru áhugasöm um þessa ull og sængur, er velkomið að koma í heimsókn til Ístex og skoða. Þá verða nokkur af þessum efnum til sýnis á Hönnunarsafni Íslands næstu vikurnar.

Lokaorð

Íslenska ullin er og verður áfram mikilvæg. Þá hefur Lopi verið eins konar hornstykki í því íslenska vöruúrvali og hönnun sem ferðamönnum hefur staðið til boða. Jafnframt því að skapa mörgum atvinnu. Hins vegar hafa Íslendingar prjónað sig út úr erfiðari tímum en þessum. Nú skiptir samvinna og sköpun góðra hluta miklu máli.

Sigurður Sævar Gunnarsson
Framkvæmdastjóri Ístex

Skylt efni: Ístex | ullarmál | ullarverð

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...