Innlend jólatré styðja við skógrækt
Einn helsti annatíminn í starfi skógræktarfélaga á landinu er undirbúningur jólanna, enda sala jólatrjáa mikilvægur liður í rekstri félaganna. Hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur hefst undirbúningurinn á haustin og er síðasta jólatréð selt daginn fyrir Þorláksmessu.








