Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Mynd / Ragnhildur Freysteinsdóttir
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Höfundur: smh

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum skógræktarfélaganna og einnig bjóða skógarbændur upp á íslensk tré úr sínum skógum.

Danskur Nordmannsþinur hefur löngum verið ráðandi á íslenskum heimilum í jólahaldinu, enda að mörgu leyti ákjósanlegt jólatré. Svo virðist sem áhugi Íslendinga á að sækja sér tré í skóginn sé vaxandi – og þjóðfélagsumræðan sé talsvert hliðholl innlendri framleiðslu – og þegar tölur um innflutning eru skoðaðar virðist hafa orðið talsverður samdráttur á síðasta ári, sem er viðsnúningur frá fyrri árum.

Þórveig Jóhannsdóttir, starfs­maður Skógræktarfélags Íslands, segir að í grófum dráttum sé hægt að segja að innflutningur hafi á undanförnum árum verið að aukast á dönskum Nordmannsþin en sala íslenskra jólatrjáa sé frekar svipuð. Hins vegar hafi orðið breyting á þessari þróun á síðasta ári þegar innfluttum trjám fækkaði en sala á innlendum jókst. „Þess ber þó að geta að tölurnar sem ég hef undir höndum sýna fjölda trjáa sem er innfluttur en ekki sölu á þeim. Einnig þarf að hafa í huga að erfitt getur verið að fá upplýsingar um raunverulega sölu íslenskra jólatrjáa, svo líklega er um eitthvert vanmat sé um að ræða,“ segir Þórveig. 

Stuðningur við íslenska skógrækt og umhverfisáhrifin

Raunar sýna tölur Þórveigar að fjöldi innfluttra danskra Nordmannsþinstrjáa jókst mjög á árunum frá 2017 til 2019, eða úr 23.706 trjám í 37.147. Á sama tíma var fjöldi seldra íslenskra trjáa á bilinu sjö til átta þúsund. Á síðasta ári fækkaði þeim innfluttu niður í 24.441 tré, en salan á íslenskum trjám fór úr 7.225 í 8.134 á síðasta ári.

Íslensku skógræktarfólki ber saman um að ávinningurinn af því að kaupa innlent tré sé margvíslegur; með því að kaupa íslensk jólatré gerir það viðkomandi skógræktanda kleift að gróðursetja tugi annarra – með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á kolefnisbókhaldið. Þá keppi innlenda framleiðslan í mörgum tilfellum við tré sem hafa verið ræktuð á akri, þar sem beita þarf eiturefnum gegn illgresi og skordýrum. Þá er ónefnt kolefnisspor innflutningsins og sú áhætta sem felst í  því að flytja inn lifandi efni, að með því geti borist óværa sem mögulega leggst á innlendan gróður. 

Stafafuran enn langvinsælust

Að sögn Þórveigar er stafafuran enn langvinsælasta jólatréð. Samkvæmt tölum Skógræktarfélags Íslands var hún valin í 62 prósenta tilvika af innlendum trjám. Sitkagreni (16 prósent) og rauðgreni (13 prósent) koma þar næst á eftir. „Árið 1993 þá var rauðgrenið  vinsælasta íslenska jólatréð okkar en þá var það 64 prósent af sölu íslenskra jólatrjáa. Stafafuran hefur síðan aukið vinsældir sínar jafnt og þétt og er nú vinsælasta íslenska jólatréð,“ segir Þórveig.

Tvær gerðir eru til af fjallaþin; grænleit og bláleit. Meðfylgjandi myndir sýna vel þennan mun. Myndir / Brynjar Skúlason

Framtíðin í fjallaþin? 

Nordmannsþinurinn er vinsæl og falleg tegund, en það er ekki á allra vitorði að ein þinstegund telst til íslenskra jólatrjáa. Það er fjallaþinur sem á undanförnum árum hefur verið gróðursett nokkuð af. Hún seldist þó ekki nema í tveimur prósenta tilvika á síðasta ári og segir Brynjar Skúlason hjá Skógræktinni að ástæðan sé sú að frekar lítið framboð hafi verið af honum hingað til.

„Það var lítillega gróðursett af honum upp úr 2000 og því hefur lítið komið á markað síðustu ár, enda tekur framleiðsluferillinn um 15 ár. Við vitum í dag að til dæmis fjallakvæmi frá Colorado hafa reynst vel sem jólatré og því er ekkert til fyrirstöðu að hefja jólatrjáaræktun þins þar sem ræktunarskilyrði eru góð. Enginn hefur þó lagt í umfangsmikla ræktun að því ég best veit,“ segir Brynjar og bætir við að fjallaþinur sé barrheldinn, mjúkur viðkomu og ilmi vel – og sé því frábær sem jólatré.

Hann segir að vilji fólk kaupa fjallaþin sem jólatré verður það að hafa samband við aðila sem selja íslensk jólatré; Skógræktin,  skógræktarfélög og einstaka skógarbændur sem gætu átt fjallaþin í sínum skógum.

„Undanfarin þrjú ár hefur verið gróðursett nokkuð af fjallaþin sem mun skila sér á markað í framtíðinni. Það magn er þó hvergi nærri nóg til að koma í staðinn fyrir innfluttan Nordmannsþin. Best væri að auka hlutdeild íslenskra trjáa sem mest því öllum innflutningi á lifandi efni fylgir hætta á að til landsins berist óværa sem getur lagst á innlendan gróður. Búið er að stofna til frægarða af fjallaþin sem munu bera fræ með tíð og tíma.

Sá efniviður mun gefa hærra hlutfall af jólatrjám en þau kvæmi sem notuð hafa verið til þessa enda sérvaldir klónar úr bestu kvæmum og með fallegt jólatrjáaútlit. Jólatrjáarækt hefur ekki verið sérstakur hluti af bændaskógaverkefninu. Ég held að það sé löngu tímabært að skoða þann möguleika og stefna að því að eingöngu verði íslensk tré á markaði hérlendis,“ segir Brynjar enn fremur um möguleika fjallaþinsins. 

Skylt efni: Jólatré | stafafura | fjallaþinur

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...

Samdráttur í sölu á fræi
Fréttir 8. júní 2022

Samdráttur í sölu á fræi

Samkvæmt lauslegri könnun Bændablaðsins er búið að flytja inn rúm tvö tonn a...

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu
Fréttir 8. júní 2022

Aðstaða bænda og fyrirtækja í landbúnaði á Íslandi er lakari en í öðrum ríkjum Evrópu

Rúmlega tuttugu íslensk fyrirtæki sem tengjast landbúnaði og matvælaframleiðslu ...