Stofugreni – jólatré úr Suðurhöfum
Jólatrén okkar eru af ýmsu tagi. Vinsælar tegundir úr íslenskri ræktun eru stafafura, rauðgreni, blágreni, sitkagreni og jafnvel fjallaþinur. Íslenskir skógarbændur leggja mesta áherslu á stafafuruna enda heldur hún barrinu vel og er ljómandi falleg. Nordmannsþinurinn er innfluttur, aðallega frá Danmörku. Innflutt gervijólatré úr plasti eru líka or...






