Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hörður Sigurbjarnarson.
Hörður Sigurbjarnarson.
Lesendarýni 17. desember 2021

Ólíku saman að jafna

Höfundur: Hörður Sigurbjarnarson og Sigurjón Benediktsson

Hún er undarleg minni­máttarkennd Íslendinga. Annars vegar teljum við okkur vita allt mest og best sjálfir. Hins vegar teljum við alla þekkingu sem kemur frá útlöndum miklu betri en okkar eigin. Þannig er með afstöðu fyrrverandi landgræðslustjóra og fyrrverandi fagmálastjóra Landgræðslunnar sem kom fram í grein þeirra í Bændablaðinu 4. nóvember sl. um hvað stafafura sé stórhættuleg trjátegund og hætta ætti notkun hennar til að bjarga landslaginu frá glötun.

Það er nefnilega þannig að á Nýja-Sjálandi er stafafura meðal plöntutegunda sem þarlendir hafa ákveðið að sé illgresi og hægt er að fá borgað fyrir að uppræta hana á vissum stöðum. Það hlýtur þá að vera fyrirmynd sem við eigum að fylgja, úr því að útlendingar vita miklu meira um aðstæður hér á landi en við aumingjans molbúarnir.

Hvað liggur að baki þeirri gróðurpólitík að stafafura teljist illgresi á Nýja-Sjálandi vitum við ekki, en helgast örugglega af aðstæðum þar. Ólíklegt er að aðstæður á Íslandi hafi þar á nokkurn hátt verið lagðar til grundvallar. Annar okkar (Hörður) átti þess kost að ferðast um Nýja-Sjáland fyrir fáum árum síðan og upplifa loftslag og gróður bæði á Norður- og Suðureyju. Ísland og Nýja-Sjáland eiga það sameiginlegt að gróðri var gjörbreytt á stórum svæðum með sauðfjárbeit. Á Nýja-Sjálandi gerðist það með gríðarlegum fjölda fjár á tiltölulega skömmum tíma. Á Íslandi með tiltölulega fáum kindum á mun lengri tíma. Að öðru leyti er himinn og haf á milli landanna (bókstaflega og að öllu öðru leyti).

Stafafura í Hallormsstað.

Stafafura í  Höfða í Fljótsdal.

Það dylst engum sem ferðast um Nýja-Sjáland að þar er allt annað og mun mildara loftslag en hér. Jafnvel á kaldasta svæði þeirra syðst á Suðureyju er meðalhitinn 4-5° hærri en á láglendi Íslands, bæði sumar og vetur. Vaxtartímabilið er lengra eftir því, öll framleiðsla gróðurs mun meiri og gróðurframvinda mun hraðari en hér.

Ekki er heldur líku saman að jafna varðandi útbreiðslu stafafuru. Vel má vera að hún sé að breiðast út á Nýja-Sjálandi á stöðum þar sem fólk vill ekki hafa hana, t.d. vegna mikils fjölda sérstæðra (einlendra) tegunda í flóru landsins. Það þekkja Nýsjálendingar betur en við. En þeirra gróðurpólitík er ekki hægt að heimfæra á Ísland, þar sem vantar mikið upp á gróðurþekjuna og ekki finnst ein einasta einlend plöntutegund. Hér skapar stafafura enga ógn og er ekki líkleg til að gera það í fyrirsjáanlegri framtíð. Það þekkjum við betur en þeir.

Stafafura í úr Dalsmynni (Fnjóskadal / Ljósavatnsskarði). 

Því ber að fagna að stafafura sé það vel aðlöguð íslensku loftslagi að hún þrífist hér, ekki síður en öllu því innflutta grasfræi sem þeir Andrés og Sveinn létu dreifa til að græða upp land á vegum Landgræðslunnar. Þeir hvetja nú til þess að rífa upp stafafuru, en á þá ekki að sama skapi að rífa upp allt gras af erlendum uppruna? Hvort tveggja er auðvitað fásinna.

Vel má vera að þeir Andrés og Sveinn hafi smekk fyrir grasi frekar en trjám í landslaginu. En það er síður en svo náttúrulögmál að gras af erlendum uppruna sé á einhvern hátt betur viðeigandi í landslaginu en tré. Það er ekki heldur náttúruverndarmál, því líffræðileg fjölbreytni skóga innfluttra trjátegunda, þ.m.t. stafafuru, er mun meiri en í graslendi influttra grasa. Og ekki er það landgræðslumál því tré vernda og byggja upp jarðveg betur en gras. Það er bara þeirra smekkur fyrir ákveðinni ásýnd lands. Gott og vel. Okkar smekkur er fyrir skógi vöxnu landi með fjölda trjátegunda, ekki bara grónu landi heldur vel grónu og fjölbreyttu landi.

 

Hörður Sigurbjarnarson
og Sigurjón Benediktsson

Skógrækt og skemmtun
Lesendarýni 4. september 2024

Skógrækt og skemmtun

Þegar líður að hausti breytist yfirbragð skóganna í stórkostlega haustlitasinfón...

Hernaði skógræktar gegn náttúru landsins verður að linna
Lesendarýni 3. september 2024

Hernaði skógræktar gegn náttúru landsins verður að linna

Almenningur hefur að undanförnu fylgst agndofa með í fjölmiðlum hvernig fyrirtæk...

Vandar þú valið við fatakaup?
Lesendarýni 2. september 2024

Vandar þú valið við fatakaup?

Háhraða tískuiðnaðurinn (e. ultra fast fashion) tekur allt sem er slæmt við hrað...

Líforkuver á Dysnesi
Lesendarýni 23. ágúst 2024

Líforkuver á Dysnesi

Í síðustu viku opnaði ég nýjan vef Líforku. Opnun vefsvæðisins er hluti samstarf...

Íslandsmeistaramót í hrútadómum
Lesendarýni 16. ágúst 2024

Íslandsmeistaramót í hrútadómum

Starfsemin á Sauðfjársetrinu á Ströndum hefur gengið mjög vel í sumar og aðsókn ...

Áhrifaþættir matvælaverðs á Íslandi
Lesendarýni 16. ágúst 2024

Áhrifaþættir matvælaverðs á Íslandi

Í umræðum um matvælaverð hérlendis má oft sjá borið saman verð matarkörfu hérlen...

Fámenn þjóð í stóru landi
Lesendarýni 9. ágúst 2024

Fámenn þjóð í stóru landi

Í nýlegum tölum frá Hagstofu Íslands má sjá að 365.256 (95%) Íslendingar búa í b...

Nýr alþjóða millilandaflugvöllur á Íslandi
Lesendarýni 7. ágúst 2024

Nýr alþjóða millilandaflugvöllur á Íslandi

Staðið hefur yfir með hléum hrina eldgosa samfara jarðhræringum á Reykjanesskaga...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Rósa
17. júlí 2023

Rósa

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun