Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Trausti Hjálmarsson og Ingibjörg dóttir hans.
Trausti Hjálmarsson og Ingibjörg dóttir hans.
Mynd / Aðsend
Lesendarýni 14. febrúar 2022

Síðasti naglinn í líkkistuna

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, bóndi Austurhlíð II

Í síðustu viku birtust bændum fyrstu hugmyndir að verði á dilkakjöti haustið 2022. 10% hækkun að lágmarki. Það er vægt til orða tekið þegar ég segi að þessi 10% eru mikil vonbrigði. Á síðustu  árum hef ég reynt að þakka fyrir hvert prósentustig sem verðið hefur þokast upp á leið sinni til eðlilegrar leiðréttingar frá verðfallinu 2017, en nú er staðan önnur, það er varla hægt að þakka fyrir 10% hækkun í 5,7% verðbólgu.

Það hefur komið alveg skýrt fram hjá forsvarsmönnum afurðastöðvanna síðustu mánuði að þeir telja ekki heppilegt að fé fækki mikið, til viðbótar við það sem nú þegar er orðið. Ég tel líka að það sé alveg rétt hjá þeim. Þegar að ferðamönnum fer að fjölga á nýjan leik, mun innanlandsmarkaðurinn stækka. Lambakjöt hefur verið afar vinsælt hjá erlendum ferðamönnum og verður það áfram. En einungis ef okkur ber gæfa til að verja núverandi framleiðslu frá algjöru hruni.

Hvaðan sú hugmynd kemur, að bændur geti sæst á 10% lágmarkshækkun, veit ég ekki. En það er alveg ljóst að vonbrigði mín og annarra bænda eru mikil. Við búum við kerfi sem einfaldlega virkar ekki sem skyldi. Nú eru afurðastöðvar farnar af stað til að tryggja sér innlegg fyrir næsta haust og alveg ljóst að engin þeirra vill tapa frá sér meira innleggi. En hvernig má það vera að á sama tíma og fyrirtækin eru að fiska bændur til sín í viðskipti þá ætla þau að halda áfram að svelta bændur?

Getur ástæðan verið sú að þessi kostnaðarliður þeirra er orðinn sá eini í rekstrinum sem þeir ráða alveg yfir? Ég veit það ekki en mér er orðið fullljóst að bændur geta ekki staðið áfram í rekstri þar sem ekkert tillit er tekið til þeirra kostnaðarhækkana sem þeir eru að verða fyrir þegar svo verð á lambakjöti er ákveðið.

Í öllum rekstri er verðlagning á vörum byggð á þeim kostnaði sem til verður við framleiðslu á henni. Hins vegar hafa bændur ekkert um það að segja hvaða verð þeir fá fyrir sína vöru. Hvers vegna er bændum ætlað að reka sín bú án þess að geta verðlagt sínar afurðir til að tryggja sanngjarna afkomu? Ef fer svo að afurðaverð til bænda hækki bara um 10% á komandi hausti, þegar allt stefnir í að breytilegur kostnaður hækki um 20-30%, þá er það ekkert annað en síðasti naglinn í líkkistuna.

 

Trausti Hjálmarsson,
bóndi Austurhlíð II

Nauðsyn þín er tekjulind okkar
Lesendarýni 26. janúar 2026

Nauðsyn þín er tekjulind okkar

Einhvers konar skattheimta er óhjákvæmilegur hluti samfélags. Skattar eru ekki v...

Fornleifar og skógrækt
Lesendarýni 26. janúar 2026

Fornleifar og skógrækt

Fornleifar kunna að þykja áhugaverðar, enda oft gaman að horfa til baka um farin...

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?
Lesendarýni 26. janúar 2026

Sorpbrennsla á Íslandi – besta lausnin?

Við Íslendingar framleiðum margvíslegan úrgang, allt frá heimilis- og iðnaðarúrg...

Tími íslenskrar náttúru er núna
Lesendarýni 16. janúar 2026

Tími íslenskrar náttúru er núna

Atvinnustefna Íslands, vaxtarplan ríkisstjórnarinnar til ársins 2035 liggur fyri...

Íslenskari en ...
Lesendarýni 6. janúar 2026

Íslenskari en ...

Algeng er sú rökvilla að nútíminn mínus öld eða tvær sé einhvers konar hápunktur...

Við áramót
Lesendarýni 30. desember 2025

Við áramót

Árið 2025 var prýðisgott ár til lands og sjávar. Þess naut sannarlega við í blóð...

Vetrarbeit og válynd veður
Lesendarýni 22. desember 2025

Vetrarbeit og válynd veður

Er nokkuð jólalegra en maður, sauður og hundur á ferð í myrkri og kafaldsbyl á ö...

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar
Lesendarýni 22. desember 2025

Fjölbreyttur og kraftmikill landbúnaður til framtíðar

Þetta fyrsta ár mitt í embætti atvinnuvegaráðherra hefur verið allt í senn fjölb...