Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Trausti Hjálmarsson og Ingibjörg dóttir hans.
Trausti Hjálmarsson og Ingibjörg dóttir hans.
Mynd / Aðsend
Lesendarýni 14. febrúar 2022

Síðasti naglinn í líkkistuna

Höfundur: Trausti Hjálmarsson, bóndi Austurhlíð II

Í síðustu viku birtust bændum fyrstu hugmyndir að verði á dilkakjöti haustið 2022. 10% hækkun að lágmarki. Það er vægt til orða tekið þegar ég segi að þessi 10% eru mikil vonbrigði. Á síðustu  árum hef ég reynt að þakka fyrir hvert prósentustig sem verðið hefur þokast upp á leið sinni til eðlilegrar leiðréttingar frá verðfallinu 2017, en nú er staðan önnur, það er varla hægt að þakka fyrir 10% hækkun í 5,7% verðbólgu.

Það hefur komið alveg skýrt fram hjá forsvarsmönnum afurðastöðvanna síðustu mánuði að þeir telja ekki heppilegt að fé fækki mikið, til viðbótar við það sem nú þegar er orðið. Ég tel líka að það sé alveg rétt hjá þeim. Þegar að ferðamönnum fer að fjölga á nýjan leik, mun innanlandsmarkaðurinn stækka. Lambakjöt hefur verið afar vinsælt hjá erlendum ferðamönnum og verður það áfram. En einungis ef okkur ber gæfa til að verja núverandi framleiðslu frá algjöru hruni.

Hvaðan sú hugmynd kemur, að bændur geti sæst á 10% lágmarkshækkun, veit ég ekki. En það er alveg ljóst að vonbrigði mín og annarra bænda eru mikil. Við búum við kerfi sem einfaldlega virkar ekki sem skyldi. Nú eru afurðastöðvar farnar af stað til að tryggja sér innlegg fyrir næsta haust og alveg ljóst að engin þeirra vill tapa frá sér meira innleggi. En hvernig má það vera að á sama tíma og fyrirtækin eru að fiska bændur til sín í viðskipti þá ætla þau að halda áfram að svelta bændur?

Getur ástæðan verið sú að þessi kostnaðarliður þeirra er orðinn sá eini í rekstrinum sem þeir ráða alveg yfir? Ég veit það ekki en mér er orðið fullljóst að bændur geta ekki staðið áfram í rekstri þar sem ekkert tillit er tekið til þeirra kostnaðarhækkana sem þeir eru að verða fyrir þegar svo verð á lambakjöti er ákveðið.

Í öllum rekstri er verðlagning á vörum byggð á þeim kostnaði sem til verður við framleiðslu á henni. Hins vegar hafa bændur ekkert um það að segja hvaða verð þeir fá fyrir sína vöru. Hvers vegna er bændum ætlað að reka sín bú án þess að geta verðlagt sínar afurðir til að tryggja sanngjarna afkomu? Ef fer svo að afurðaverð til bænda hækki bara um 10% á komandi hausti, þegar allt stefnir í að breytilegur kostnaður hækki um 20-30%, þá er það ekkert annað en síðasti naglinn í líkkistuna.

 

Trausti Hjálmarsson,
bóndi Austurhlíð II

Hvað ber framtíðin í skauti sér?
Lesendarýni 9. október 2024

Hvað ber framtíðin í skauti sér?

Á meðan trén vaxa ræða skógarbændur framtíðina. „Það er víst lítið annað að gera...

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi
Lesendarýni 4. október 2024

MS eða gamla MBF er risafyrirtæki á Selfossi

Öldungaráð Selfoss boðaði komu sína í MS-stöðina á Selfossi með fyrirspurnina á ...

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu
Lesendarýni 3. október 2024

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu

Haustið 2007 setti stjórn félags sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu saman nefnd ti...

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið
Lesendarýni 2. október 2024

Mikilvægi íslensks landbúnaðar fyrir samfélagið

Íslenskur landbúnaður hefur gegnt lykilhlutverki í þróun samfélagsins frá landná...

Áhyggjur af samdrætti innan ESB
Lesendarýni 26. september 2024

Áhyggjur af samdrætti innan ESB

Þann 9. september 2024 kynnti Mario Draghi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu,...

Þá og nú
Lesendarýni 23. september 2024

Þá og nú

Hin hugljúfa ástarsaga Bergsveins Birgissonar um ástir þeirra Bjarna og Helgu he...

Áhrif beitar á uppskeru og kolefnisspor kindakjöts
Lesendarýni 19. september 2024

Áhrif beitar á uppskeru og kolefnisspor kindakjöts

Í Bændablaðinu 2.11. 2023 var fjallað um bindingu CO2 vegna framleiðslu kindakjö...

Skýrsla um raunveruleikann
Lesendarýni 18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Ástandið í íslenskum landbúnaði er víðs vegar þungt og mannskapurinn er þreyttur...

Heilgrilluð nautalund
30. apríl 2021

Heilgrilluð nautalund

Slök frammistaða
16. ágúst 2024

Slök frammistaða

Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!
19. febrúar 2024

Hæ, öll, bestu vetrardekkin eru ónegld!

Notalegt hálsskjól
18. september 2023

Notalegt hálsskjól

Heilsteikt nautalund
10. nóvember 2022

Heilsteikt nautalund