Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Asparhúsið í Vallanesi, Fljótsdalshéraði.
Asparhúsið í Vallanesi, Fljótsdalshéraði.
Mynd / HGS
Lesendarýni 27. júní 2022

Íslenskt timbur í Svansvottaðar byggingar

Höfundur: Eiríkur Þorsteinsson, Trétækniráðgjöf slf. & Hlynur Gauti Sigurðsson, Bændasamtök Íslands.

Það var gleðistund fyrir skógræktarmenn í lok maí þegar samþykkt var að íslenskt timbur mætti nota í Svansvottaðar byggingar á Íslandi.

Eiríkur Þorsteinsson
Hlynur Gauti Sigurðsson

Þar fór Umhverfisstofnun í fararbroddi með sitt frábæra starfsfólk og ber sérstaklega að nefna Bergþóru Kvaran. Þessara tímamóta verður vonandi minnst og þau skrifuð í sögu skógræktar á Íslandi.

Vottun á timbri gengur út á þrjú meginatriði: 1) að timburtekjan sé sjálfbær 2) að allir sem koma að málum fái sómasamlega þóknun fyrir og 3) að timbrið undirgangist þær kröfur sem til er ætlast af sjálfbæru timbri. Á Íslandi hafa allir nytjaskógar verið gróðursettir í land sem ekki var á skógur áður. Alla jafna er íslenskt skógræktarfólk ánægt með þátttöku sína í skógrækt enda meginverðlaunin andagift og vellíðan yfir uppvexti trjánna. Vöxtur skóga hérlendis er á pari við skóga á norðurslóðum jarðar. Ef staðið er að umhirðu og grisjun skóga eftir fordæmi Skógræktarinnar þarf íslenskt timbur ekki að þurfa naflaskoðun líkt og þekkist í öðrum löndum. Framboð íslensks timburs er enn af skornum skammti en hér eru engu að síður að vaxa nytjaskógar með mestu ágætum.

Ísland var næstum skóglaust land eftir litlu ísöld sem lauk um 1900. Ágætur maður ritaði um þau tímamót „Skógurinn dó en fólkið lifði“. Upp úr 1900 má segja að skógrækt hafi byrjað hér á landi og segja má að straumhvörf hafi orðið um miðja öldina þegar byrjað var að planta af krafti. Afrakstur þessa krafts og áhuga eru trén sem verið er að fella um þessar mundir, aðgerð sem kölluð er fyrsta grisjun.

Frá ómunatíð hefur timbur verið meginafurð skógræktar. Yfirleitt ræður frjósemi á viðkomandi landsvæði þeirri tegund sem þar vex. Með skjóli hvert af öðru ná trén að mynda skóg sem síðar má nýta til gagns. Viður er bæði eftirsótt og ákaflega gagnleg landbúnaðarafurð. Með vaxandi skógarauðlind verða komandi kynslóðir Íslendinga sjálfbærar um timbur en þess má geta að næstum allt timbur sem Íslendingar hafa notað hefur vaxið á erlendri grundu.

Á tímum loftslagsbreytinga og stríðs í Evrópu er krafan um sjálfbærni þjóða háværar. Það vill enginn vera öðrum háður svo mjög að skaði hljótist af.

Göngubrú yfir Þjórsá inniheldur íslenskt timbur.
Mynd / Trausti Jóhannsson

Heimsverð á timbri hefur hækkað undanfarin misseri og við það hefur eftirspurn íslensks timburs aukist.

Fjölmargir hafa komið að því að láta draum íslenskra skógræktenda verða að veruleika, þ.e. búa þannig um hnútana að íslenskt timbur sé samkeppnishæft við það innflutta á íslenskum markaði. Við nýbyggingar Svansvottaðra húsa má nú nota íslenskt timbur í burðarvið og annan smíðavið svo fremi sem það standist gæðakröfur.

Stutt saga skógræktar hér á landi gerir það að verkum að við þekkjum nánast hvert einasta tré; hvenær það var gróðursett, af hverjum, hvar og hvernig umhirðan hefur verið. Þetta er nokkuð sem önnur lönd geta ekki státað af. Þegar við fellum tré þá er það gert af umhyggju og þess gætt að sjálfbærnishugsjónin sé í hávegum höfð. Þessi mikla yfirsýn og skráning á íslenskum skógartrjám gegnum tíðina þýðir að ekki er þörf fyrir alþjóðlegar vottanir á borð við FSC og PFSC, en þegar um innflutt timbur er að ræða er full ástæða að gæta að uppruna timbursins með slíkum vottunum. Öll þekking um sjáfbærni okkar skóga er í okkar höndum og er opin bók fyrir þá sem vilja fræðast. Íslenskt skógræktarfólk skrásetur og stjórnar af mikilli kunnáttu, kunnáttu sem sótt hefur verið til færustu landa í skógrækt.

Íslendingar flytja ekki enn út timbur til annarra landa, en þegar að því kemur munu kaupendur vera stoltir af þeim kaupum og veifa íslenska fánanum og hrópa „Íslenskt timbur, já takk“.

Það er því mikill gleðidagur þegar Umhverfisstofnun samþykkti að íslenskt timbur væri leyfilegt til notkunar í Svansvottaðar byggingar.

Að lokum má nefna þrjú frumkvöðlaverkefni íslensks timburiðnaðar á Íslandi á síðustu árum. Fyrst er að nefna veitingahúsið í Vallanesi á Fljótsdalshéraði sem byggt er úr íslenskum viði. Alla jafna gengur það undir nafninu Asparhúsið því burður hússins er úr ösp sem áður óx á jörðinni. Það var sagað og þurrkað af Skógræktinni og flokkað fyrir burð af Trétæknráðgjöf slf.

Næst má nefna límtrésverkefni hjá Límtré/Vírneti sem var unnið í samvinnu við Trétækniráðgjöf slf. og Skógræktina. Gerðar voru tilraunir með fjórar helstu trjátegundir úr íslenskri skógrækt í burðarvið úr límtré.

Niðurstöðurnar lofa góðu um framhaldið.

Að lokum má nefna nýju 100 metra löngu göngubrúna yfir Þjórsá sem var samvinnuverkefni Landsvirkjunar, Límtrés/Vírnets, Skógræktarinnar og Trétækniráðgjafar slf.
Við erum rétt að byrja.

Undanþágur búvörulaga og staða bænda
Lesendarýni 16. maí 2024

Undanþágur búvörulaga og staða bænda

Ágætu bændur. Rétt fyrir páska voru samþykktar á Alþingi breytingar á búvörulögu...

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf
Lesendarýni 10. maí 2024

Endurheimt vistkerfi á landi og ferskvatnslíf

Með vorinu vaknar náttúran til lífs enn á ný og fólk flykkist út til að njóta he...

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði
Lesendarýni 9. maí 2024

Kjósum forseta með þekkingu á landbúnaði

Þann 1. júní nk. fara fram forsetakosningar og ljóst að kjósendur geta valið á m...

Skattaívilnanir í skógrækt
Lesendarýni 8. maí 2024

Skattaívilnanir í skógrækt

Í marsmánuði var hin árlega fagráðstefna Skógræktar á Íslandi haldin.

Dásamlega íslenska sveitin
Lesendarýni 6. maí 2024

Dásamlega íslenska sveitin

Þegar maður kemst á miðjan aldur, þá staldrar maður aðeins við og veltir fyrir s...

Hafa skal það sem sannara reynist
Lesendarýni 1. maí 2024

Hafa skal það sem sannara reynist

Í Bændablaðinu 11. apríl sl. er heilsíðuviðtal við hjónin á Syðri-Fljótum í Meða...

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?
Lesendarýni 29. apríl 2024

Mótmæli bænda í ESB: hvað býr að baki?

Undanfarna mánuði hafa bændur í Evrópu efnt til mikilla mótmæla um alla heimsálf...

Ósonlagið er klárt, hvað næst?
Lesendarýni 23. apríl 2024

Ósonlagið er klárt, hvað næst?

Dóttir mín kom heim um daginn og hafði verulegar áhyggjur. Jörðin væri víst að e...