Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Þetta er skoðun
Mynd / ghp
Leiðari 26. ágúst 2022

Þetta er skoðun

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Ég tel nokkuð einfalt fyrir meðalmann að setja fram sannfærandi málflutning til að staðfesta skoðun sína. Upplýsingaóreiða er risastórt vandamál í dag. Fjölmiðlunin gerir ráð fyrir að fólk myndi sér skoðun út frá þeim upplýsingum sem það fær. En ábyrgð fjölmiðla byggir á að setja fram upplýsingar sem hægt er að byggja upplýsta skoðun á. Upplýst skoðun er samt annað en sannleikur.

Miklar tilfinningar og sterkar skoðanir fylgja umræðu um blóðtöku úr fylfullum hryssum hér á landi. Eftir að þýsk-svissnesku dýraverndarsamtök sendu frá sér myndband voru blóðbændur, dýralæknar og afurðastöðin Ísteka úthrópuð sem dýraníðingar. Út frá myndbrotum mátti ráða að starfsemi sem felur í sér framleiðslu á PMSG byggi á óásættanlegri kvalafullri meðhöndlun íslenskra hryssna.

Myndbandið varpar ekki fram heildstæðum sannleik. Það er framleitt til þess að renna stoðum undir ákveðinn málflutning.

Í viðtali í blaðinu halda starfsmaður og stjórnarmaður dýraverndarsamtakanna því fram að hryssurnar séu í ástandi sem kallast lært bjargarleysi, sem felst í því að þær gefast upp gagnvart því ógnarástandi sem þær lifi við. Á málflutningi þeirra má ráða að ekki sé réttlætanlegt að hryssurnar lifi við þær aðstæður sem þeim er búin hér á landi og meðhöndlaðar með blóðtöku. Þau telja framleiðslu á PMSG tímaskekkju. Markmið samtakanna er að stöðva framleiðslu á því.

Málflutningur þeirra er skoðun. Verkefni þeirra er að afla gagna sem staðfesta þá skoðun.

Ég var viðstödd blóðtökur á tveimur bæjum á dögunum. Í báðum tilfellum varð ég ekki vör við að merar sýndu atferli sem túlka mætti sem kvöl, angist eða hræðslu. Í reynd áttu þær til að nálgast fólk og blóðtökuaðstöðuna aftur eftir að þær luku meðferð. Þær komu aftur. Ég er enginn sérfræðingur, en ég myndi seint telja að þessar merar væru undir því oki að tilvera þeirra og hlutverk eigi ekki rétt á sér.

Þetta var skoðun sem ég byggi á upplifun.

Hér er hins vegar staðreynd: Starfsmenn dýraverndarsamtakanna eru ekki sérfræðingar. Þau fara með myndbrot til valdra fagmanna sem tjá, í nafni stöðu sinnar, skoðun sína á því sem þau sjá. Skoðun. Þeir eru ekki sérfróðir á sviði landbúnaðarframleiðslu. Þetta eru ekki sérfræðingar um blóðmerahald og heldur ekki faglærðir matsmenn um starfsemina.

Þetta eru líka staðreyndir: Dýralæknar sem meðhöndla blóðmerar eru sérfræðingar á sínu sviði. Eftirlitskerfið hér á landi er einnig með fólk í vinnu sem hefur sína sértæku kunnáttu og reynslu. Blóðmerarhald hefur verið stundað hér án stórfelldra affalla í fjörutíu ár.

Þetta er svo skoðun: Ég tel að fyrrnefndir aðilar ásamt bændunum, sem eiga hryssurnar, eru í samskiptum við þær allt árið og byggja sitt lifibrauð á heilsu þeirra, séu betur í stakk búnir til að meta velferð þeirra en viðmælendur dýraverndarsamtaka.

Hér er svo málflutningur sem ég byggi á skoðun: Sem fjölmiðlakonu er mér skylt að setja fram mína miðlun á hlutlausan hátt. Að afla lítilla upplýsinga og setja fram sundurslitið efni sem byggir á takmarkaðri þekkingu er ekki hlutlaust. Þvert á móti nærir það upplýsingaóreiðu.

Tökum dæmi. Eftirfarandi upplýsingar hef ég í höndum: Viðmælandi minn komst á snoðir um tilvist blóðmerarbúskapar í gegnum átaksverkefni sem unnið er af hálfu samtakanna, sem snýr að því að mótmæla og koma í veg fyrir flutning á lífhrossum. Þegar ég spurði um muninn á blóðmerarhaldi og reiðhrossahaldi í samhengi við umræðu um lært hjálparleysi sagði viðmælandi að það væri ekki hægt að bera djöfulinn saman við helvíti. Ég spurði ekki hvort þau væru á móti flutningi á lífhrossum frá Íslandi.

Fyrrnefndar upplýsingar varpa ekki fram heildstæðum sannleik. Þær eru engu að síður framreiddar til þess að renna stoðum undir ákveðinn máflutning.

Verklag og forgangsröðun
Leiðari 13. janúar 2023

Verklag og forgangsröðun

Í þessu fyrsta tölublaði Bændablaðsins árið 2023 má finna sögu bænda á Suðurland...

Fimm fréttir
Leiðari 16. desember 2022

Fimm fréttir

Í árslok eru uppgjör alls ráðandi. Hér er því jákvæður pistill um fimm markverð ...

Heiðarleg tilraun
Leiðari 2. desember 2022

Heiðarleg tilraun

Ég sat Matvælaþing í Hörpu í síðustu viku. Með viðburðinum sköpuðu forsvarsmenn ...

Hugað að andlegri heilsu
Leiðari 18. nóvember 2022

Hugað að andlegri heilsu

Ég skráði mig af yfirborði daglegs lífs síðustu helgi. Sat í tvo daga og gerði n...

Allir upp á dekk ... eða út á akurinn
Leiðari 17. nóvember 2022

Allir upp á dekk ... eða út á akurinn

Í gegnum aldir höfum við sem þjóð alist upp við að landbúnaður snúist um kýr og ...

Tækniframfarir
Leiðari 4. nóvember 2022

Tækniframfarir

Í ritinu Ræktum Ísland! sem grundvallar landbúnaðarstefnu Íslands, kemur fram að...

Af viðbrögðum og málefnum
Leiðari 3. nóvember 2022

Af viðbrögðum og málefnum

Nú á haustdögum eftir uppskerutíma sumarsins þurfum við að horfa á hvar sóknarfæ...

Áfram veginn
Leiðari 20. október 2022

Áfram veginn

Í upphafi vil ég nota tækifærið og þakka þeim sem sóttu Landbúnaðarsýningun...