Bændablaðið í 30 ár
Í mars verða þrjátíu ár síðan Bændablaðið kom fyrst út undir merkjum þá nýstofnaðra Bændasamtaka Íslands. Saga blaðsins nær þó aftur til ársins 1987 og á upphaf sitt að þakka einkaframtaki nokkurra bændasona sem komu sér saman um að stofna blað fyrir bændur landsins.