Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dæmi eru um innflutning á svokölluðum jurtaosti sem ber engan toll þótt innihald sé að uppistöðu til hefðbundinn ostur. Á síðasta ári voru flutt inn 300 tonn af slíkum osti en til þess að framleiða það magn þarf um 3 milljónir lítra af mjólk.
Dæmi eru um innflutning á svokölluðum jurtaosti sem ber engan toll þótt innihald sé að uppistöðu til hefðbundinn ostur. Á síðasta ári voru flutt inn 300 tonn af slíkum osti en til þess að framleiða það magn þarf um 3 milljónir lítra af mjólk.
Skoðun 4. júní 2020

Gruggugt tollaumhverfi skaðar innlendan landbúnað

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands - gunnar@bondi.is

Síðustu daga hafa fulltrúar Bænda­samtakanna, fjármálaráðuneytis og atvinnuvegaráðuneytis átt samtöl um skilgreiningar á tollum vegna innflutnings landbúnaðarafurða. Þar hefur komið fram að ekki er sami skilningur á tollum milli aðila og hvar ákveðnar vörur skulu skilgreindar í tollskrá.

Dæmi eru um innflutning á svokölluðum jurtaosti sem ber engan toll þó innihald sé að uppistöðu til hefðbundinn ostur sem unninn er úr kúamjólk. Á síðasta ári voru flutt inn 300 tonn af slíkum osti en til þess að framleiða það magn þarf um 3 milljónir lítra af mjólk. Það samsvarar til um 2% af mjólkurframleiðslu á Íslandi.

Það er krafa Bændasamtakanna að tekinn verði af allur vafi um slíkar skilgreiningar svo landbúnaðurinn geti haft framtíðarsýn um framleiðslu og tækifæri í samkeppni við innfluttar afurðir. Bændur hafa löngum minnt á að tollvernd er órjúfanlegur hluti af starfsumhverfi landbúnaðarins og nauðsynlegt að skýra hana til framtíðar litið. Það er óumdeilt að þróun tollverndar á síðustu árum hefur grafið undan innlendri framleiðslu. Stóraukinn innflutningur á búvörum og verðrýrnun magntolla hefur gert það að verkum að samkeppnin hefur harðnað til muna. Tilgangur tollverndar er fyrst og fremst að jafna samkeppnisstöðu íslenskrar búvöruframleiðslu og þess vegna er hún mikilvægur þáttur í opinberri stefnu stjórnvalda gagnvart innlendum landbúnaði.

Það er þó ánægjulegt að utanríkisráðuneytið hefur kallað til sín forsvarsmenn búgreinanna til að ræða um tækifæri í samningum við Breta vegna útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Þar verður farið yfir þær afurðir sem koma inn til landsins á grundvelli samninga við ESB en hlutur Bretlands er talsvert stór. Með það í huga þarf að endurskoða tollasamninginn við Evrópusambandið, ekki síst vegna þess að innflutningur hefur aukist talsvert umfram útflutning Íslands á landbúnaðarvörum til Evrópu.

Bændur hafa rætt tollamál og milliríkja­samninga í tengslum við endurskoðun á rammasamningi við samninganefnd ríkisins. Þar gefst tækifæri til að móta sameiginlegan skilning á þessum mikilvæga málaflokki.

Landgræðslan tali beint við bændur

Í síðustu viku kom fram í fjölmiðlum að landgræðslustjóri vill banna lausagöngu búfjár og einnig að endurskoða lög um veggirðingar. Í mínum huga finnst mér að landgræðslustjóri ætti að ræða þessi mál við bændur og leita leiða til að ná sáttum. Einnig var í þessu ágæta viðtali komið inn á veggirðingar með þjóðvegum. Stór hluti veggirðinga er í raun hólfaskipting bújarða þar sem vegir þvera eignarlönd bænda. Það er ljóst að ef ekki er girt með vegum, sem fara í gegnum einkalönd manna, mun Vegagerðin ekki fá heimild til að leggja vegi. Nauðsynlegt er að eiga samtal við bændur um þessi málefni og komast að skynsamlegri niðurstöðu þannig að allir geti gengið sáttir frá borði.

Félagskerfi bænda í mótun

Stjórn Bændasamtakanna vinnur nú að breyt­ingum á félagskerfi bænda sem grundvallaðar eru á tillögum félagskerfisnefndar sem kynntar voru á Búnaðarþingi í mars síðastliðnum.

Á síðasta stjórnarfundi BÍ var samþykkt að boða til formanna- og framkvæmdastjórafundar aðildarfélaga þann 10. júní næstkomandi til þess að reifa fyrstu hugmyndir að breyttu kerfi. Í framhaldinu yrði unnið með tillöguna á grundvelli athugasemda sem fram koma á fundinum. Hún yrði svo rædd seinnipartinn í sumar við bændur í sérstakri fundaferð um landið sem kynnt verður síðar.

Ég bind miklar vonir við að bændur geti komið sér saman um einfaldara félagskerfi. Í mínum störfum frá því ég var kosinn formaður hafa vaknað margar spurningar af hverju við þurfum að hafa félagskerfið jafn flókið og raun ber vitni. Því þurfum við bændur að breyta í sameiningu.

Hvað verður um nautakjötsframleiðsluna?
Skoðun 16. maí 2022

Hvað verður um nautakjötsframleiðsluna?

Mikið er ritað og rætt um hækkandi vöruverð og dýrari matarinnkaup þessi misseri...

Alþjóðabankinn spáir áframhaldandi hækkunum á hrávörumörkuðum
Skoðun 12. maí 2022

Alþjóðabankinn spáir áframhaldandi hækkunum á hrávörumörkuðum

Stríðið í Úkraínu hefur sett hrávörumarkaði heimsins á hliðina, breytt jafnvægi ...

Ómetanleg verðmæti
Skoðun 12. maí 2022

Ómetanleg verðmæti

Vorið er tími vonar og væntinga og þá hýrnar yfir Íslendingum, ekki síst nú efti...

Bændur eru hluti af lausninni
Skoðun 12. maí 2022

Bændur eru hluti af lausninni

Nýjar matarvenjur og sívaxandi áhersla á breyttar framleiðsluaðferðir, m.a. í la...

Heimili í dreifbýli þurfa öflugar eldvarnir
Skoðun 5. maí 2022

Heimili í dreifbýli þurfa öflugar eldvarnir

Mörg heimili í dreifbýli eru þannig í sveit sett að langt er í næstu slökkvistöð...

Hækkanir matvælaverðs í heiminum eiga sér vart fordæmi
Skoðun 28. apríl 2022

Hækkanir matvælaverðs í heiminum eiga sér vart fordæmi

Gleðilegt sumar, ágæti lesandi, og takk fyrir veturinn sem hefur verið á margan ...

Ljósin blikka
Skoðun 28. apríl 2022

Ljósin blikka

Viðvörunarljós blikka nú um allan heim vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í matvæla...

Lúpína er eina vonin á erfiðustu svæðunum
Skoðun 7. apríl 2022

Lúpína er eina vonin á erfiðustu svæðunum

Uppblástur í Norðurþingi er mikill og þrátt fyrir áratuga sáningu grasfræs og no...