Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
AF ÞVÍ BARA!
Mynd / BBL
Skoðun 21. nóvember 2018

AF ÞVÍ BARA!

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Umræður um orkupakka þrjú frá ESB hafa mjög verið að aukast að undanförnu og hafa menn verið að vakna við þá staðreynd að um stórmál kunni að vera að ræða fyrir Íslendinga. 
 
Það vekur athygli að þau sem talað hafa fyrir því að samþykktar verði lagabreytingar til að fullgilda þriðja orkumarkaðslagabálk ESB á Íslandi hafa ekki lagt fram nein rök fyrir því að Íslendingar hafi einhvern hag af þeirri innleiðingu. Þvert á móti virðast einu rökin í stöðunni þau að Íslendingar hafi þegar innleitt orkupakka númer eitt og tvö og því sé sjálfsagt framhald að innleiða pakka númer þrjú og þá væntanlega allt sem á eftir fylgir. Það er nánast verið að segja Íslendingum að þeir verði af afsala sér gríðarlegum völdum yfir allri sinni orkuumsýslu til ACER, yfirþjóðlegrar stofnunar Evrópusambandsins, – AF ÞVÍ BARA! 
 
Það hlýtur að teljast ótrúlegt dómgreindarleysi að nota það sem rök í málinu að innleiðing á gjörningi sem felur í sér jafn stórkostlegt valdaframsal og orkupakki 3 óneitanlega kallar á, hafi engin áhrif á Íslandi. Það hlýtur líka að lýsa ótrúlegri kokhreysti að standa á slíkri fullyrðingu sem felur beinlínis í sér að fjölmargir lögfræðingar í Evrópurétti og sérfræðingar í orkumálum sem hafa tjáð sig um málið, séu allir að bulla tóma þvælu. 
 
Einn af höfuðpaurum EES-samningsins fyrir Íslands hönd, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur sagt að EES-samningurinn í dag sé að stórum hluta orðinn allt annað fyrirbæri en samið var um í upphafi. Hann varar Íslendinga eindregið við að innleiða orkupakka 3 og vill að hafist verði handa við endurskoðun EES-samningsins.
 
Hinn 12. janúar 2018 voru liðin 25 ár síðan Alþingi samþykkti EES-samninginn. Samningurinn var fyrst undirritaður 2. maí árið 1992 í Óportó en öðlaðist gildi 1. janúar 1994. Þá undirrituðu hann sex EFTA-ríki og tólf aðildarríki ESB. Með samningnum öðluðust EFTA-ríkin, og þar með Ísland, aðild að innri markaði ESB en samningurinn mælir fyrir um hið svonefnda fjórfrelsi, það er frjálst flæði vöru, fjármagns, frjálsa þjónustustarfsemi og frjálsa för fólks auk annarrar samvinnu. Núna eiga aðeins þrjú EFTA-ríki aðild að samningnum, þ.e. Ísland, Noregur og Liechtenstein og 28 aðildarríki ESB. Önnur EFTA-ríki hafa gerst beinir aðilar að ESB, nema Sviss.
 
Sviss treysti greinilega ekki EES-pakkanum og fór aðra leið og gerði tvíhliða samninga við Evrópusambandið. Tvíhliða samningar, eða tveggja stoða samningar, byggja á jafnvægi milli samningsaðila. EES-samningurinn var greinilega í huga Jóns Baldvins og annarra sem stóðu að þeirri samningsgerð sem samþykkt var á Alþingi 12. janúar 1993 slíkur tveggja stoða samningur. Í dag á  EES-samningurinn fátt skylt með tveggja stoða samningi vegna þess, að frá gildistöku hans árið 2004 er búið að innleiða í lög hér á landi einhliða tilskipanir frá Evrópusambandinu í þúsunda vís. Það er því ekkert skrítið að Jón Baldvin telji að forsendur fyrir upphaflegum samningi séu fyrir löngu brostnar og því beri að endurskoða hann.  
 
Þarna talar maður sem ætla mætti að hefði þokkalega innsýn í málið. Rökfærslur hans bætast við rök lögfræðinga og sérfræðinga sem hafa sannarlega áður komið að því að ráða Íslendingum heilt í mikilvægum samningum. Ef menn vilja ekki  hlusta á öll þau rök – hvernig í ósköpunum ætla menn þá að rökstyðja innleiðingu á einhverju sem enginn hagur er af fyrir Íslendinga?  
Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...

Hinn glæsilegi árangur
Skoðun 14. nóvember 2023

Hinn glæsilegi árangur

Mér líður satt að segja hálf hjárænulega að setjast við skriftir um þrasið og ós...

Dagur sauðkindarinnar
Skoðun 13. nóvember 2023

Dagur sauðkindarinnar

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu var haldinn í reiðhöllinni Skeiðvangi á...

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum
Skoðun 1. ágúst 2023

Áhættumatið og aðför að íslenskum hagsmunum

Í fréttatilkynningu Hafrannsóknastofnunar og í grein Ragnars Jóhannssonar, ranns...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Uppskerubrestur á kartöflum
10. október 2024

Uppskerubrestur á kartöflum

Lómur
9. október 2024

Lómur

Lömbin léttari en í fyrra
10. október 2024

Lömbin léttari en í fyrra

Kæra hótanir
8. október 2024

Kæra hótanir