Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nokkur orð um afkomu sauðfjárbænda
Á faglegum nótum 20. apríl 2022

Nokkur orð um afkomu sauðfjárbænda

Höfundur: Eyjólfur Ingvi Bjarnason ráðunautur, Búfjárræktar- og þjónustusvið RML og María Svanþrúður Jónsdóttir ráðunautur, Rekstrar- og umhverfissvið RML

Nýverið komu út skýrslur um afkomu sauðfjár- og kúabúa fyrir árin 2018-2020. Í þeim skýrslum kemur skýrt fram að afkoma bænda er slök og ýmsar blikur á lofti í þeim efnum á komandi vikum, mánuðum og árum.

Ef þessar tvær meginbúgreinar eru bornar saman er hlutfall afurðatekna af heildartekjum sauðfjárbænda 46% árið 2020 (563 kr/kg af 1.221 kr/kg). Hjá kúabændum var sama hlutfall 72% árið 2020 (109,3 kr/L af 151,3 kr/L). Um ólíkar búgreinar er að ræða en samt sem áður má velta fyrir sér hver staðan væri í sauðfjárrækt ef sama hlutfall tekna í búgreininni kæmi frá afurðatekjum. Ef hlutfall afurðatekna í sauðfjárrækt væri einnig 72% og hlutur opinbers stuðnings sá sami (658 kr/kg) ættu afurðatekjur að vera 1.692 kr/kg.

Í riti LbhÍ nr. 142 sem kom út í maí 2021 er gott yfirlit yfir söfnun hagtalna í sauðfjárrækt frá árinu 1991 þar sem gögn úr verkefnum Hagþjónustu landbúnaðarins eru tekin saman ásamt gagnasöfnun úr verkefnum RML undanfarin ár. Ef kostnaðartölur eru framreiknaðar miðað við vísitölu neyslu­verðs í október 2021 þá er breyti­legur kostnaður á hvert kíló dilkakjöts árin 2016-2020, 527 kr/kg. Breytilegur kostnaður á hvert kíló frá og með 1998 til 2020 er 511 kr/kg. Þannig hefur breytilegur kostnaður á hvert kíló hækkað um 3% á sama tíma og raunlækkun verður á afurðaverði til bænda. Sauðfjárbændur hafa staðið sig mjög vel í hagræðingu á sínum búum undanfarin ár, þ.e. þeir hafa aukið afurðir á hverja vetrarfóðraða kind sem skýrir af hverju breytilegur kostnaður við framleiðsluna hefur því sem næst staðið í stað frá aldamótum.

Rekstrarniðurstöður sauðfjárbúa

Á heimasíðu RML má finna skýrslu um rekstrarniðurstöður sauðfjárbúa fyrir árin 2018-2020 ásamt upptöku á kynningu um erindið. Í meðfylgjandi töflu (Afurðatekjur og kostnaður) er búið að framreikna niðurstöðu áranna 2018-2020 til ársins 2022 byggt á þekktum hækkunum aðfanga ásamt almennri verðlagshækkun.

Í spá fyrir árið 2022 þurfa afurðatekjur að vera 900 kr/kg til að búin standi á sléttu fyrir afskriftir og fjármagnsliði og reiknaður framleiðslukostnaður við hvert kíló dilkakjöts er metinn á tæpar 1.600 kr/kg.

Til afurðatekna teljast allar tekjur af afurðum sauðfjár og metum við að uppbót á afurðaverð vegna ársins 2021, ull og aðrar tekjur vegna sauðfjárræktar, séu 80 kr/kg árið 2022. Það þýðir að afurðaverð fyrir dilkakjöt, sem er uppistaða afurðatekna á hverju búi, þarf að ná 820 kr/kg til að rekstrarniðurstaða búsins sé á núlli.

Við vekjum hins vegar athygli á liðnum laun og launatengd gjöld og skulum setja hann í betra samhengi. Í spánni fyrir árið 2022 er hann 365 kr/kg en að baki þeirri tölu liggur reiknað endurgjald bænda sem hafa sauðfjárrækt sem aðalbúgrein og meiri hluta bútekna af henni. Flokkurinn (G2) miðast við fleiri en 400 fjár á húsi (vetrarfóðrað á húsi). Þetta viðmið jafngildir 266.000 króna mánaðarlaunum.

Við vonum að allir geti sammælst um að sauðfjárbú sem leggur inn 11-12 tonn af dilkakjöti árlega eigi að geta haft launagreiðslugetu fyrir einn starfsmann á ársgrundvelli. Í næstu töflu eru áhrif af mismunandi launatöxtum fyrir mán­aðar­laun metin. Hver áhrif þeirra á liðinn laun og launatengd gjöld eru og þá hvert lágmarksverð dilkakjöts þarf að vera í kr/kg svo sauðfjárbú hafi þessa launagreiðslugetu. Til viðbótar við reiknað endurgjald í flokki G2 eru mánaðarlaun skv. kjarasamningi Bændasamtakanna við Starfsgreinasambandið metin ásamt mánaðarlaunum upp á 500.000 krónur.

Verkfæri í hagtölusöfnun

Verkefnið um rekstur sauðfjárbúa er verkfæri í hagtölusöfnun sem ýmsir hagaðilar hafa horft til síðustu ár. Nú þurfa stjórnir og stjórnendur afurðasölufyrirtækja að kynna sér þetta efni og spyrja sig þeirrar spurningar hvort dilkakjötsframleiðsla og önnur matvælaframleiðsla á Íslandi eigi að vera sjálfboðavinna þeirra sem hana stunda.

Sauðfjárbændur eiga að vera stoltir af sínum rekstri og þeim árangri sem þeir hafa náð á undanförnum árum. Sem frumframleiðendur hafa sauðfjárbændur ekki samningsstöðu um verð fyrir sínar afurðir við sína afurðastöð. Þessu þurfa stjórnir og stjórnendur afurðasölufyrirtækja ásamt viðskiptavinum þeirra að gera sér grein fyrir.

Það þarf afkomu ef matvælaframleiðsla á að vera atvinnugrein til framtíðar. Það getur ekki talist eðlilegt að bændur sem frumhlekkur í langri keðju matvælaframleiðslu hafi ekki afkomu og þurfi að sækja aðra vinnu sér til framfærslu. Einhver borgar alltaf fyrir ódýr matvæli og í tilfelli sauðfjárafurða eru það bændur sem ekki hafa afkomu – því þarf að breyta.

Sauðfjárrækt hefur samfélagslega mikilvægu hlutverki að gegna í dreifbýli landsins, líkt og kom fram í skýrslu RHA árið 2015. Hverjar verða afleiðingar fyrir byggðirnar í landinu ef þeirri þróun sem verið hefur í gangi undanfarin ár verður ekki snúið við? Hverjar verða afleiðingar fyrir afurðasölufyrirtækin sjálf og ullariðnaðinn ef þessari þróun verður ekki snúið við?

http://www.lbhi.is/sites/lbhi.is/files/gogn/vidhengi/rit_lbhi_nr_142.pdf

Skýrslan: https://www.rml.is/static/files/RML_Rekstur/2022/rekstur_saudfjarbua_2018til2020.pdf

Upptaka: https://www.youtube.com/watch?v=4-057dXgiNw

https://www.rha.is/static/files/Rannsoknir/2015/saudfjarraekt_rha-loka-br_300315.pdf

Eyjólfur Ingvi Bjarnason
ráðunautur, Búfjárræktar-
og þjónustusvið RML
eyjólfur@rml.is

María Svanþrúður Jónsdóttir
ráðunautur, Rekstrar-
og umhverfissvið RML
msj@rml.is

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Rósa
17. júlí 2023

Rósa

Göngur og góður reiðtúr
13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Gerum okkur dagamun
13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi
12. september 2024

Fjár- og stóðréttir 2024 - Uppfærður listi