Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lukka 1662742-0059
Lukka 1662742-0059
Á faglegum nótum 26. júní 2023

Kvígur frá NautÍs

Höfundur: Guðmundur Jóhannesson

Uppbygging hreinræktaðrar Angus-hjarðar hjá Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti hefur gengið vel á undanförnum árum og stöðin því aflögufær með kvígur.

Á þessu ári eru boðnar til kaups sjö hreinræktaðar Angukvígur, fimm fæddar hjá NautÍs og tvær fæddar á Stóra-Ármóti eftir fósturvísaflutninga. Hér á eftir fer örstutt kynning á þeim kvígum sem standa til boða núna.

Kvígurnar frá NautÍs voru dæmdar af þeim Ditte Clausen og Lindu Margréti Gunnarsdóttur hjá RML. Varðandi lýsingar þessara gripa er mikilvægt að hafa í huga að hér er um mun holdfylltari gripi að ræða en við eigum að venjast hérlendis. Kvígurnar eru dætur Jens av Grani NO74061, Laurens av Krogedal NO74075 og Vals-ET 19402 sem er sonur Hovin Hauk NO74043.

Móðurfeðurnir eru Li‘s Great Tigre NO74039, Horgen Erie NO74029 og Emil av Lillebakken NO74029. Allt eru þetta naut sem eru þekkt að því að gefa góðar kýr til undaneldis, bæði hvað varðar burð og aðra mæðraeiginleika.

Jörð-ET 1662742-0046
Jörð-ET 1662742-0046

Fædd 3. mars 2022 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.


Ætt:
F. Jens av Grani NO74061
M. Birna-ET IS1662742-0007
Ff. AUHIOE8 Ayrvale Bartel E8
Mf. Li‘s Great Tigre NO74039
Fm. Evy av Grani NO30798
Mm. Letti av Nordstu NO100514
Fff. AUVTMB219 Te Mania B.
Mff. CA1469322 HF El Tigre 28U
Ffm. AUBVVB32 E Jedda B32
Mfm. Else fra Li NO30822
Fmf. Hovin Velixir NO74011
Mmf. Dunder av Bognes NO74025
Fmm. NO30796
Mmm. Janne av Nordstu NO39302

Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svört, kollótt. Boldjúp og útlögumikil kvíga með góðar malir, lærabreidd og -fyllingu. Vöðvafylling innri læra og framparts mætti vera betri, góð fótstaða og klaufir. Falleg kvíga.

Umsögn: Fæðingarþungi var 36 kg. Við vigtun 25. apríl 2023 vó Jörð 490 kg og hafði því vaxið um 1.086 g/dag frá fæðingu.

Staða: Ófengin.

Ljúfa 1662742-0049
Ljúfa 1662742-0049

Fædd 27. apríl 2022 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.

Ætt:
F. Laurens av Krogedal NO74075
M. Steina-ET IS1662742-0003
Ff. Horgen Erie NO74029
Mf. Li‘s Great Tigre NO74039
Fm. 1879 av Krogedal NO31897
Mm. Letti av Nordstu NO100514
Fff. Horgen Bror NO55754
Mff. CA1469322 HF El Tigre 28U
Ffm. Horgen Soria NO27377
Mfm. Else fra Li NO30822
Fmf. Dole av Krogedal NO58361
Mmf. Dunder av Bognes NO74025
Fmm. 5207 av Krogedal NO25207
Mmm. Janne av Nordstu NO39302

Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svört, kollótt. Boldjúp, útlögumikil og vel gerð kvíga, fremur lágfætt. Góður frampartur og malir. Lærvöðvi djúpur með góðri fyllingu en vantar í vöðvafylllingu innri læra. Gengur aðeins á ytri klaufum að aftan. Falleg kvíga.

Umsögn: Fæðingarþungi var 38 kg. Við vigtun 25. apríl 2023 vó Ljúfa 427 kg og hafði því vaxið um 1.072 g/dag frá fæðingu.

Staða: Ófengin.

Linda 1662742-0051
Linda 1662742-0051

Fædd 30. apríl 2022 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.

Ætt:
F. Laurens av Krogedal NO74075
M. Vísa-ET IS1662742-0006
Ff. Horgen Erie NO74029
Mf. Li‘s Great Tigre NO74039
Fm. 1879 av Krogedal NO31897
Mm. Lara av Høystad NO49943
Fff. Horgen Bror NO55754
Mff. CA1469322 HF El Tigre 28U
Ffm. Horgen Soria NO27377
Mfm. Else fra Li NO30822
Fmf. Dole av Krogedal NO58361
Mmf. Ivar fra Li NO74047
Fmm. 5207 av Krogedal NO25207
Mmm. Helle av Høystad NO34418

Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svört, kollótt. Boldjúp og útlögumikil kvíga með góðan frampart og lærafyllingu. Framfótaklaufir aðeins snúnar, gengur á ytri klaufum. Falleg kvíga.

Umsögn: Fæðingarþungi var 34 kg. Við vigtun 25. apríl 2023 vó Linda 430 kg og hafði því vaxið um 1.100 g/dag frá fæðingu.

Staða: Ófengin.

Lukka 1662742-0059
Lukka 1662742-0059

Fædd 14. maí 2022 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.

Ætt:
F. Laurens av Krogedal NO74075
M. Eir-ET IS1662742-0019
Ff. Horgen Erie NO74029
Mf. Horgen Erie NO74029
Fm. 1879 av Krogedal NO31897
Mm. Maiken av Grani NO102576
Fff. Horgen Bror NO55754
Mff. Horgen Bror NO55754
Ffm. Horgen Soria NO27377
Mfm. Horgen Soria NO27377
Fmf. Dole av Krogedal NO58361
Mmf. First Boyd fra Li NO74033
Fmm. 5207 av Krogedal NO25207
Mmm. Kari av Grani NO100428

Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svört, kollótt. Nett og frekar lágfætt kvíga með ágætis afturpart. Mjög gleið afturfótastaða, gengur á ytri klaufum að aftan.

Umsögn: Fæðingarþungi var 30 kg. Við vigtun 25. apríl 2023 vó Lukka 383 kg og hafði því vaxið um 1.020 g/dag frá fæðingu.

Staða: Ófengin.

Lonta 1662742-0063
Lonta 1662742-0063

Fædd 26. júlí 2022 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.

Ætt:
F. Laurens av Krogedal NO74075
M. Gunna-ET IS1662742-0016
Ff. Horgen Erie NO74029
Mf. Horgen Erie NO74029
Fm. 1879 av Krogedal NO31897
Mm. Maiken av Grani NO102576
Fff. Horgen Bror NO55754
Mff. Horgen Bror NO55754
Ffm. Horgen Soria NO27377
Mfm. Horgen Soria NO27377
Fmf. Dole av Krogedal NO58361
Mmf. First Boyd fra Li NO74033
Fmm. 5207 av Krogedal NO25207
Mmm. Kari av Grani NO100428

Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svört, kollótt. Fremur nett kvíga með góða malafyllingu en vantar aðeins upp á vöðvafyllingu í lærum. Fótstaða og klaufir góðar. Fallegur gripur.

Umsögn: Fæðingarþungi var 34 kg. Við vigtun 25. apríl 2023 vó Lonta 326 kg og hafði því vaxið um 1.070 g/ dag frá fæðingu.

Staða: Ófengin.

Vaka-ET 1662741-1666

Vaka-ET 1662741-1666

Vaka-ET 1662741-1666

Fædd 26. júlí 2022 á Nautgripa-ræktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.

Ætt:
F. Valur-ET 19402
M. Etna-ET IS1662742-0026
Ff. Hovin Hauk NO74043
Mf. Emil av Lillebakken NO74029
Fm. Mose av Grani NO102588
Mm. Nanne av Høystad NO104656
Fff. AUVTMB1 Te Mania Berkley
Mff. Betong av Dagrød NO74017
Ffm. Hovin Victoria NO23868
Mfm. Mairin NO24738
Fmf. First Boyd fra Li NO74033
Mmf. Lord Rossiter av Høystad NO62302
Fmm. Kaja av Grani
Mmm. Kira av Høystad NO48643

Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svört, kollótt. Holdmikil og vel gerð kvíga, langvaxin og útlögumikil. Góð mala- og lærahold. Sterkleg fótstaða.

Umsögn: Vaka hefur aldrei verið vigtuð en er þroskamikill og fallegur gripur.

Staða: Ófengin.

Valdís-ET 1662741-1668
Valdís-ET 1662741-1668

Valdís-ET 1662741-1668

Fædd 26. júlí 2022 á Nautgriparæktarmiðstöð Íslands á Stóra-Ármóti.

Ætt:
F. Valur-ET 19402
M. Etna-ET IS1662742-0026
Ff. Hovin Hauk NO74043
Mf. Emil av Lillebakken NO74029
Fm. Mose av Grani NO102588
Mm. Nanne av Høystad NO104656
Fff. AUVTMB1 Te Mania Berkley
Mff. Betong av Dagrød NO74017
Ffm. Hovin Victoria NO23868
Mfm. Mairin NO24738
Fmf. First Boyd fra Li NO74033
Mmf. Lord Rossiter av Høystad NO62302 Fmm. Kaja av Grani
Mmm. Kira av Høystad NO48643

Lýsing: Af Aberdeen Angus kyni. Svört, kollótt. Holdmikil og vel gerð kvíga, langvaxin og útlögumikil, góð malahold en vöðvafylling í lærum mætti vera eilítið meiri. Eilítið nástæð að aftan.

Umsögn: Valdís hefur aldrei verið vigtuð en er þroskamikill og fallegur gripur.

Staða: Ófengin.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...