Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bolinder-Munktell – gekk fyrir hvaða olíu sem var
Á faglegum nótum 3. febrúar 2015

Bolinder-Munktell – gekk fyrir hvaða olíu sem var

Höfundur: Vilmundur Hansen

Af þeim þremur skandinavísku fyrirtækjum sem hafa verið ríkjandi á dráttarvélamarkaði, Valmet/Valtra, Volvo og Bolinder-Munktell, var það síðastnefnda stofnað fyrst.

Stofnandi fyrirtækisins var prestssonurinn Theofrom Munktell frá Eskiltuna í Södemanlandi í Mið-Svíþjóð. Theofrom stofnaði Munktell vélaverkstæðið árið 1832. Verkstæðið var í fyrstu lítið en vegnaði vel og óx hratt og ekki leið á löngu þar til verkstæðið var farið að framleiða lestarvagn, þá fyrstu í landinu.

Árið 1913 setti hann svo fyrstu traktorana á markað með stórri tveggja strokka vél sem gekk fyrir nánast hvaða olíu sem er og meira að segja tjöru sem var blönduð alkóhóli. Vélin var fljótlega minnkuð um helming en vó samt sem áður 4,2 tonn.

Bræðurnir Carl og Jean Bolinder hófu framleiðslu á mótorum á 9. áratug 18. aldar. Um tíma smíðuðu bræðurnir bæði stórar vélar fyrir skip og minni fyrir farartæki á landi. Minni vélarnar voru tveggja strokka, þóttu grófar og gengu fyrir margs konar olíu eins og Munktell.
Eftirspurn eftir dráttar­vélum var mikil enda landið stórt og landbúnaður mikill.

Samruni í kreppunni

Í kreppu milli­stríðs­ár­anna runnu fyrir­tækin saman í Bolinder-Munktell. Eftir það sérhæfði Bolinder sig í smíði véla en Munktell í framleiðslu á dráttarvélum. Fyrsti traktorinn eftir samrunann kom á markað árið 1935, Bolinder-Munktell 20, tveggja strokka, 32 hestöfl og með breytilegum snúningshraða sem var nýjung á þeim tíma.

Rekstur fyrirtækisins gekk illa á árum seinni heimsstyrjaldar og árið 1950 keypti Volvo reksturinn og kallaðist fyrirtækið Bolinder-Munktell-Volvo til ársins 1973 þegar nafninu var breytt í Volvo BM og 1995 í Volvo.

Frá árinu 1959 voru dráttarvélar frá Bolinder-Munktell-Volvo leiðandi í öryggis­málum og þótti þar standa helsta keppinaut sínum, hinum finnska Valmet, langt framar.

Árið 1966 kom T800-týpan á markað sem var eitt hundrað hestöfl og gríðarlega öflug dráttar­vél á sínum tíma og hugsuð fyrir Bandaríkja­markað. Í stað Bolinder-Munktell vélar var vélin frá Volvo en samt sem áður framleidd af Bolinder-Munktell.

Árið 1978 gerðu Volvo og Valmet með sér samkomulag um framleiðslu dráttarvéla í sameiningu. Nokkrum árum síðar hætti Volvo í  traktorsbisness og seldi fyrirtækinu Scantrac framleiðsluréttinn sem starfaði áfram í samvinnu við Valmet. Frá 2001 hafa þær dráttarvélar verið framleiddar undir nafninu Valtra.

Bolinder-Munktell á Íslandi

Ekki hafa fundist neinar upplýsingar um að Bolinder-Munktell-dráttarvélar hafi verið fluttar til Íslands en í auglýsingu frá Gunnari Árnasyni á Suðurlandsbraut í Morgunblaðinu frá 1. mars 1960 eru Bolinder-Munktell auglýstar sem bátavélar.

Skylt efni: Tæki | Dráttarvél

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...