Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Safnið varðveitir heildstætt safn muna sem tilheyrðu fyrri tíðar búskaparháttum á Akranesi og nærsveitum og er nú unnið að heildarskráningu muna safnsins.
Safnið varðveitir heildstætt safn muna sem tilheyrðu fyrri tíðar búskaparháttum á Akranesi og nærsveitum og er nú unnið að heildarskráningu muna safnsins.
Menning 5. júlí 2023

Sögulegur húsakostur

Höfundur: Jón Allansson

Byggðasafnið í Görðum, Akranesi var stofnað árið 1959 að frumkvæði sr. Jóns M. Guðjónssonar, þáverandi sóknarprests á Akranesi.

Starfssvæði þess er Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit sem standa að rekstri safnsins. Safnið er staðsett á hinu forna höfuðbóli, Görðum á Akranesi, sem voru kirkjustaður og prestssetur frá öndverðri kristni til loka 19. aldar. Samkvæmt Landnámabók bjó þar í upphafi Jörundur hinn kristni, sonur Ketils Bresasonar, sem ásamt Þormóði bróður sínum kom hingað út af Írlandi í lok 9. aldar og nam Akranes og nærsveitir.

Safnið varðveitir heildstætt safn muna sem tilheyrðu fyrri tíðar búskaparháttum á Akranesi og nærsveitum og er nú unnið að heildarskráningu muna safnsins, ásamt því að koma þeim fyrir í varðveislurými safnsins. Safnið varðveitir jafnframt sex gömul hús og nokkra báta frá fyrri tíð. Gömlu húsin eru flest endurgerð og notuð sem sýningarhús fyrir sýningar safnsins. Gamli prestsbústaðurinn í Görðum, Garðahús, frá 1876 er fyrsta steinsteypta íbúðarhúsið af sinni gerð sem byggt var hérlendis og jafnvel á Norðurlöndum. Húsið var fyrsta sýningarhús safnsins og hefur verið fært í sína upprunalegu mynd og er nú til sýnis ásamt húsbúnaði sem prýddu rausnarheimili fyrr á tíð. Neðri-Sýrupartur frá 1875 er elsta varðveitta íbúðarhúsið á Akranesi.

Sandar-Vestri frá 1901 er alþýðlegt íbúðarhús með svokölluðu „mansjéttu-þaki“ eða „trogþaki“, sem mjög var algengt á Akranesi um 1900. Húsið Fróðá er frá árinu 1938 og var flutt inn á safnasvæðið árið 1988. Það var að upplagi notað sem neta- og seglasaumsverkstæði en er nú notað af safninu sem verkstæði og geymsla. Stúkuhúsið var upphaflega byggt sem hlaða og fjós um 1916 og stóð við Háteig 11. Stúkan Akurblóm nr. 3, sem starfaði á Akranesi 1887- 2000, eignaðist húsið og endurgerði það fyrir starfsemi sína árið 1950. Byggðasafnið í Görðum eignaðist húsið árið 2004 og lauk endurgerð þess árið 2007. Í dag er húsið notað í ýmiss konar starfsemi fyrir safnið. Húsið Geirstaðir frá 1903 var byggt af Sigurgeiri Guðmundssyni, föður Odds sterka af Skaganum, og stóð við Skólabraut 24. Frá því um 1950 og fram til 1971 var starfrækt tímakennsla í húsinu fyrir börn á forskólaaldri. Húsið var þá iðulega nefnt „Háskólinn á Geirsstöðum“. Húsið eignaðist safnið árið 1993 og er núna í endurgerð.

Byggðasafnið í Görðum opnaði nýja grunnsýningu í aðalsýningarhúsi safnsins árið 2021 og var safnið tilnefnt til íslensku safnaverðlaunanna 2022. Á sýningunni er líf íbúa á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit skoðað og sagan rakin frá sjávarþorpi og sveitasamfélagi á 17. öld til nútímalegs kaupstaðar á 21. öld. Sýningin skiptist í fjóra hluta, Lífið til sjós, Lífið í landi, Lífið í vinnu og Lífið í leik. Gestir fá að kynnast einstaklingum sem settu svip sinn á samfélagið og heyra sögur af smáum og stórum afrekum. Sýningin er byggð á samspili muna, mynda og frásagna og eru ýmsar miðlunarleiðir notaðar til að leiða gesti um króka og kima bæði hússins og sögunnar. Notkun ljósmynda og kvikmynda færir gestinn inn í nálæga og fjarlæga fortíð. Hljóðleiðsögn á íslensku og ensku veitir gestum aðgang að upplýsingum og frásögnum og er veigamikill hluti sýningarinnar. Sagan lifnar við í gegnum vel unna texta þar sem persónulegar frásagnir hljóma í bland við annan fróðleik. Auk þess sem gestir geta þrætt sýninguna með ratleik í hönd sem byggir fyrst og fremst á sjónrænni upplifun.

Nýjasta byggingin á safnasvæðinu er 425 fm bátahús sem skiptist í 4 meginhluta þ.e. þrjú bátahús sem og bryggjuhús með opnun á milli einstakra hluta bátahússins og er byggt á staurum í burstabæjarstíl. Verið er að vinna að gerð og uppsetningu á sýningu í bátahúsi sem ber nafnið „Til fiskiveiða fóru, útgerða- og mannlífssaga Akraness og nærsveita“ og stefnt er að opnun hennar í lok árs 2023. Þetta verður sjálfstæð sýning sem tengist þeim hluta grunnsýningar sem kallast „Lífið til sjós“ og verður heilsteypt og ítarleg frásögn útgerðar í sjávarþorpinu Akranesi frá fyrstu heimildum og fram á 21. öld. Nánari upplýsingar um safnið og sýningar þess er á heimasíðu www.museum.is.

Skylt efni: söfnin í landinu

Búverk og breyttir tímar
Líf og starf 19. september 2024

Búverk og breyttir tímar

Búverk og breyttir tímar er ný bók eftir Bjarna Guðmundsson, áður prófessor við ...

Tjöldin dregin frá
Líf og starf 18. september 2024

Tjöldin dregin frá

Áhugaleikhúsin fara nú að hefja leikinn enda haustið að skella á. Mikið verður u...

Korkubikarinn féll í hlut nýliðans Kríu
Líf og starf 17. september 2024

Korkubikarinn féll í hlut nýliðans Kríu

Helgina 24.–25. ágúst sl. fór Landskeppni Smalahundafélags Íslands, SFÍ, fram að...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 16. september 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að taka sig taki og gæta þess að velta sér ekki um of upp úr ra...

Nýting hrats og hýðis
Líf og starf 16. september 2024

Nýting hrats og hýðis

Heilmikið fellur til árlega af ávaxta- og grænmetshýði og nú sérstaklega berjahr...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins, eða öllu heldur haustsins, að líta dagsins ljó...

Ullarvika á Suðurlandi
Líf og starf 11. september 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi er nú haldin í þriðja sinn. Að Ullarvikunni standa Feldfj...

Sandlóa
Líf og starf 11. september 2024

Sandlóa

Sandlóa er ein af tveimur lóutegundum sem verpa hér. Stóru frænku hennar, heiðló...