Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna er staðsett á Reykjum í Hrútafirði.
Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna er staðsett á Reykjum í Hrútafirði.
Menning 8. mars 2023

Sér um kennslu 3.000 barna

Höfundur: Sólveig Benjamínsdóttir.

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á sér langa og merkilega sögu sem spannar tæplega 60 ár. Byggðasafnið var formlega opnað þann 7. júlí 1967.

Ákveðið var að reisa safnið á Reykjum í Hrútafirði og var sú staðsetning vel ígrunduð. Á þessum tíma voru Reykir miðstöð menningar og mennta við Húnaflóa. Þar var Héraðsskólinn að Reykjum starfræktur allt frá árinu 1931. Skólinn var vinsæll og fjölmörg ungmenni úr héraðinu sóttu sér menntun þangað. Héraðsskólinn var lagður niður árið 1981 en í hans stað hafa Skólabúðirnar á Reykjum verið starfræktar í gömlu húsakynnum skólans síðan 1988 og sækja nemendur skólabúðanna meðal annars kennslu á byggðasafnið.

Nemendur Skólabúðanna koma alls staðar að af landinu og er því safnið orðið kunnugt mörgum. Kennslan sem fram fer á byggðasafninu er stærsta einstaka verkefni sem unnið er ár hvert hjá safninu. Safnið sér um kennslu yfir 3.000 barna ár hvert. Það má því með sanni segja að Skólabúðirnar lífgi upp á safnastarfið. Kennslan skiptist í tvo hluta. Í fyrsta lagi er nemendum kennt um líf og störf fólks í hinu gamla íslenska sveitasamfélagi. Í öðru lagi er nemendum kennt um Hákarlaskipið Ófeig og hákarlaveiðar við Húnaflóa um aldamótin 1900.

Síðustu tvö ár hefur safnið unnið að stóru skráningarverkefni og hefur safnið fengið tvo styrki til að vinna að því. Einnig hafa eldri skráningar verið endurskoðaðar með markvissum hætti og gripir tengdir saman sem áður voru ótengdir í frumskráningu. Það er gaman að fylgjast með því þegar meira skipulag kemur á safngripina og upplýsingar um þá verða aðgengilegir öllum sem vilja. Skráningin er stórt verkefni og um að gera fyrir þá sem hafa áhuga að fylgjast með okkur á vefnum www.sarpur.is.

Safnið vinnur einnig að endurnýjun grunnsýningarinnar og hinum ýmsu verkefnum. Má þar nefna sýningu um margvíslegan útskurð Húnvetninga og Strandamanna sem varðveittur er á safninu. Á sýningunni er ljósi varpað á efni, listform, stíl og höfunda. Sýningin Matarmenning er einnig hluti af grunnsýningu safnsins en hún fjallar í stuttu máli um geymsluaðferðir matvæla fyrir tíma rafmagns. Verkefnið Rekaviður, bátar og búsgögn var framlag safnsins til Evrópsku menningarminjadaganna 2021 og var sjónum beint að vægi rekaviðar í búsetu fólks á safnasvæðinu. Safnið hyggst byggja ofan á þessa hugmynd og setja upp útisvæði þar sem vinnsla rekaviðar fyrr á tíð verður gerð sýnileg með ýmsum hætti. Baðstofan í beinni og Fólkið í héraði eru verkefni sem snúa að miðlun menningararfs. Það fyrrnefnda inniheldur beinar útsendingar á margvíslegum upplestri, kvæðasöng eða öðru slíku úr baðstofu Syðsta-Hvamms, sem varðveitt er í heilu lagi á safninu. Í því síðarnefnda verður sett upp smásagnasýning þar sem dregnar verða fram sögur af ólíku fólki frá safnasvæðinu á ólíkum tímum. Er hér um að ræða hvunndagshetjurnar sem fæstar hafa staðið á torgum en sett sitt mark á samfélögin engu að síður.

Eins og sjá má á þessum stutta pistli er margt spennandi í gangi hjá byggðasafninu á Reykjum.

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á safnið.

Skylt efni: söfnin í landinu

Búverk og breyttir tímar
Líf og starf 19. september 2024

Búverk og breyttir tímar

Búverk og breyttir tímar er ný bók eftir Bjarna Guðmundsson, áður prófessor við ...

Tjöldin dregin frá
Líf og starf 18. september 2024

Tjöldin dregin frá

Áhugaleikhúsin fara nú að hefja leikinn enda haustið að skella á. Mikið verður u...

Korkubikarinn féll í hlut nýliðans Kríu
Líf og starf 17. september 2024

Korkubikarinn féll í hlut nýliðans Kríu

Helgina 24.–25. ágúst sl. fór Landskeppni Smalahundafélags Íslands, SFÍ, fram að...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 16. september 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að taka sig taki og gæta þess að velta sér ekki um of upp úr ra...

Nýting hrats og hýðis
Líf og starf 16. september 2024

Nýting hrats og hýðis

Heilmikið fellur til árlega af ávaxta- og grænmetshýði og nú sérstaklega berjahr...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins, eða öllu heldur haustsins, að líta dagsins ljó...

Ullarvika á Suðurlandi
Líf og starf 11. september 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi er nú haldin í þriðja sinn. Að Ullarvikunni standa Feldfj...

Sandlóa
Líf og starf 11. september 2024

Sandlóa

Sandlóa er ein af tveimur lóutegundum sem verpa hér. Stóru frænku hennar, heiðló...