Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Stjörnuspá 11. janúar - 24. janúar
Líf og starf 16. janúar 2024

Stjörnuspá 11. janúar - 24. janúar

Vatnsberinn þarf að huga að útgeislun sinni, því þar er einhverju ábótavant. Sjálfstraust í ástarmálum á einhvern hlut í máli, en vatnsberinn má þó ganga hnarrreistur áfram þessa fyrstu mánuði ársins, enda lífið fram undan. Happatölur 5, 15 og 32.

Fiskurinn hefur mikið um að hugsa þessa dagana og greiða úr þeim málum sem eru honum efst í huga. Ekki er víst að allt heppnist eins og hann lagði upp með, en öll reynsla kennir manni eitthvað nýtt. Happatölur 8, 3 og 12.

Hrúturinn er á betri stað en fyrir ári síðan og heldur persónuleg velgengni hans áfram sínu rólega klifi. Hann þarf að gæta að holdafarinu og ætti að íhuga að reyna nýja íþrótt. Happatölur 8, 15 og 41.

Nautið ætti að koma lagi á hugsanir sínar og ekki missa móðinn er kemur að því að skipuleggja næstu skref. Hann verður að trúa á sjálfan sig og muna að hann er eitt þrjóskasta stjörnumerkið – þetta hefst allt. Happatölur 1, 2 og 8.

Tvíburarnir virðast eiga von á frjósemi í kringum sig og barneignir í kortunum fyrir þá sem eru í slíkum hugleiðingum. Nýverið hafa þeir meðvitað eða ómeðvitað orðið öðrum til góða og því óvanalega rólegir í hjarta. Happatölur 6, 26 og 8.

Krabbinn þarf að sleppa tökum á fólkinu í kringum sig, bæði fjölskyldu og vinum. Hafa í huga að það er ekki hægt að stjórna aðstæðum nema að litlu leyti og óþarfi að vera með yfirsýn yfir allt. Happatölur 18, 3 og 6.

Ljónið ætti nú að hrista af sér vetrarslenið og reisa makkann. Tengjast náttúrunni, fara í göngur eða synda enda jarðtenging afar mikilvæg þeim sem vilja leyfa öðrum að njóta hylli sinnar og þokka. Happatölur 27, 30, 1.

Meyjan hefur tekið mörg lítil skref til sjálfsvinnu síðan í ársbyrjun og er árangurinn farinn að sýna sig. Það er einnig tími til kominn að vera duglegri við að sýna sig og sjá aðra enda ævintýrin á hverju strái. Happatölur 16, 45 og 2.

Vogin þarf að muna að hún hefur hvað mestan yndisþokka að bera af öllum merkjunum. Töfrar aukins sjálfstrausts fara ekki fram hjá neinum og er stjórnunarstaða í kortunum, eða jákvæðar breytingar á vinnuumhverfi. Happatölur 5, 14, 32.

Sporðdrekinn er eitthvað öfugsnúinn þessa dagana og finnst ekkert ganga upp. Þetta má rekja til tunglstöðunnar en sporðdrekinn þarf þó ekki að örvænta, friður mun ríkja fyrr en varir. Happatölur 3, 24, 1.

Bogmaðurinn á von á happdrættisvinningi, óvæntri sendingu eða mikilli lukku á næstu dögum. Peningar eru í kortunum og almenn stækkun auðs og góðs gengis allsráðandi. Happatölur eru 18, 6 og 52.

Steingeitin má hafa sig alla við er kemur að ástleitnum aðilum, en töfrar aukins sjálfstrausts hennar og hylli skína eins og sólin. Nóg verður að gera með vorinu í ástarmálunum og um að gera að njóta þess. Happatölur, 28, 24 og 12.

Skylt efni: stjörnuspá

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...