Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Konurnar hjálpuðust að við að rúlla reflinum upp eftir að formlegum saumaskap var lokið. Nú er þess beðið að refilinn verður settur upp í einhverju góðu sýningarhúsnæði á Hvolsvelli.
Konurnar hjálpuðust að við að rúlla reflinum upp eftir að formlegum saumaskap var lokið. Nú er þess beðið að refilinn verður settur upp í einhverju góðu sýningarhúsnæði á Hvolsvelli.
Mynd / MHH
Líf og starf 28. september 2020

Ríkisstjórnin veitti 25 milljónum króna í refilinn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ríkisstjórnin samþykkti á dögunum að veita Rangárþingi eystra 25 milljónir króna af ráðstöfunarfé sínu til að koma Njálu-reflinum á Hvolsvelli í varanlegt sýningarhúsnæði. 

Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við að hanna og koma upp sýningu á reflinum nemi um 50 milljónum króna.  

Nokkrar hressar konur á Hvolsvelli komu saman í síðustu viku og tóku síðustu saumsporin í refilinn. Eftir það var honum rúllað upp og hann látinn bíða þar til hann verður settur upp í varanlegt sýningarrými á Hvolsvelli. 

Það voru þær Christina M. Bengtsson og Gunnhildur E. Kristjánsdóttir sem hófu verk-efnið fyrir sjö árum og sjö mánuðum. Mun betur gekk að sauma refilinn en þær reiknuðu með því þær höfðu gefið sér tíu ár í verkefnið. 

Lilja Einarsdóttir sveitarstjóri færði konunum blómvönd frá sveitarfélaginu þegar síðustu saumsporin voru tekin í refilinn. Hér eru þær frá vinstri, Christina, Lilja, Kristín Ragna og Gunnhildur.

Refillinn er saumaður með völdu íslensku ullargarni sem er sérstaklega jurtalitað fyrir verkefnið, refilsaumur er forn útsaumur sem stundaður var á víkingaöld. Saumaskapurinn hefur verið að mestu framkvæmdur af íbúum í sveitarfélaginu en auk þeirra hafa um 2.000 manns saumað í refilinn með leiðsögn.

Kristín Ragna Gunnarsdóttir, teiknari, listamaður og bókmenntafræðingur, er hönnuður Njálurefilsins. 

Skylt efni: Njálu-refillinn

Búverk og breyttir tímar
Líf og starf 19. september 2024

Búverk og breyttir tímar

Búverk og breyttir tímar er ný bók eftir Bjarna Guðmundsson, áður prófessor við ...

Tjöldin dregin frá
Líf og starf 18. september 2024

Tjöldin dregin frá

Áhugaleikhúsin fara nú að hefja leikinn enda haustið að skella á. Mikið verður u...

Korkubikarinn féll í hlut nýliðans Kríu
Líf og starf 17. september 2024

Korkubikarinn féll í hlut nýliðans Kríu

Helgina 24.–25. ágúst sl. fór Landskeppni Smalahundafélags Íslands, SFÍ, fram að...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 16. september 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að taka sig taki og gæta þess að velta sér ekki um of upp úr ra...

Nýting hrats og hýðis
Líf og starf 16. september 2024

Nýting hrats og hýðis

Heilmikið fellur til árlega af ávaxta- og grænmetshýði og nú sérstaklega berjahr...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins, eða öllu heldur haustsins, að líta dagsins ljó...

Ullarvika á Suðurlandi
Líf og starf 11. september 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi er nú haldin í þriðja sinn. Að Ullarvikunni standa Feldfj...

Sandlóa
Líf og starf 11. september 2024

Sandlóa

Sandlóa er ein af tveimur lóutegundum sem verpa hér. Stóru frænku hennar, heiðló...

Réttalistinn 2024
29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Refaveiði í Skaftárhreppi
19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Ungir bændur kalla eftir aðgerðum
13. október 2017

Ungir bændur kalla eftir aðgerðum

Helsingjar valda usla
18. september 2024

Helsingjar valda usla