Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Verðlaunagripir á kúasýningu
Gamalt og gott 5. apríl 2024

Verðlaunagripir á kúasýningu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Þann 31. ágúst 2002 var haldin kúasýningin Kýr 2002 í Ölfushöllinni. Þangað streymdu á annað þúsund gesta og var fjöldi gripa mættur til leiks. Keppt var í flokkunum: Kálfar, sýnendur 12 ára og eldri; kálfar, sýnendur yngri en 12 ára; fyrsta kálfs kvígur; holdagripir; og mjólkurkýr. Hér sést verðlaunaafhending í flokki mjólkurkúa. Lengst til hægri er Sigurlaug Leifsdóttir frá Nýjabæ undir Eyjafjöllum, ásamt kúnni Hettu sem lenti í fyrsta sæti. Í miðjunni er Bergur Ólafsson frá Hróarsholti í Villingaholtshreppi með kúna Fífu, sem hafnaði í öðru sæti. Til vinstri stendur Þórir Jónsson frá Selalæk á Rangárvöllum, með kúna Snotru, sem hreppti þriðja sætið. Úr stafrænu myndasafni Bændablaðsins. Ljósmyndari Áskell Þórisson.

Hvar er myndin tekin?
Gamalt og gott 29. september 2025

Hvar er myndin tekin?

Í síðasta Bændablaði birtist ljósmyndagetraun þar sem lesendur voru beðnir um að...

Heyskapur í Önundarfirði
Gamalt og gott 10. júní 2025

Heyskapur í Önundarfirði

Heyskapur í Önundarfirði í kringum síðustu aldamót. Árni Brynjólfsson, þáverandi...

Gróðursetning fyrsta trés Austurlandsskóga
Gamalt og gott 27. maí 2025

Gróðursetning fyrsta trés Austurlandsskóga

Frá gróðursetningu fyrsta trés Austurlandsskóga í júní 2002. Guðni Ágústsson, þá...

Kúasýningin Kýr 2003
Gamalt og gott 13. maí 2025

Kúasýningin Kýr 2003

Frá kúasýningunni Kýr 2003 sem haldin var samhliða handverkshátíðinni að Hrafnag...

Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992
Gamalt og gott 29. apríl 2025

Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992

Söl, þessi rauðfjólubláu eða brúnu sæþörungar sem við þekkjum flest hafa alla tí...

Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961
Gamalt og gott 18. mars 2025

Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961

Í kringum árið 1980 tóku sjö bændur í Austur-Landeyjum sig saman um að rækta kor...

Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984.
Gamalt og gott 4. mars 2025

Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984.

Hér hanga skyrpokar „til þerris“ eins og sagt var, en þá lekur mysan úr þeim.

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningu
Gamalt og gott 18. febrúar 2025

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningu

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningunni í Reykjavík í maí 1947. Í púltinu stendur sen...