Kúasýningin Kýr 2003
Frá kúasýningunni Kýr 2003 sem haldin var samhliða handverkshátíðinni að Hrafnagili í Eyjafirði 7.–10. ágúst árið 2003. Keppendur komu víða að með sínar bestu kýr og var keppt í nokkrum flokkum. Sigurvegarinn í barnaflokki var Hjörtur 114 frá Fellshlíð og hér teymir Ingvi Guðmundsson, 6 ára, nautgripinn. Við hlið hans stendur Þórólfur Sveinsson frá Ferjubakka í Borgarfirði, en hann var formaður Landssambands kúabænda.