Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992
Mynd / Bbl
Gamalt og gott 29. apríl 2025

Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Söl, þessi rauðfjólubláu eða brúnu sæþörungar sem við þekkjum flest hafa alla tíð verið eftirsótt fæða, enda ein næringarríkasta tegund sjávarjurta sem vex hér við land. Má vænta að þeirra hafi verið neytt hérlendis frá upphafi byggðar ef marka má orð Egils Skallagrímssonar: „Slíkt gerir að er sölin étur þyrstir æ þess að meir.“

Sölvatínsla þarf að fara fram seinni hluta sumars við stórstraumsfjöru og þykja bragðbest ef hægt er að þurrka þau á sléttum klöppum böðuð sólskini, en svo segir í viðtali við hjónin Hrafnkel Karlsson og Sigríði Gestsdóttur í tímaritinu Frey árið 1988. Hrafnkell segir skerið Hásteinasker fylgja jörðinni þeirra, Hrauni í Ölfusi, en þar hefur farið fram sölvatekja frá aldaöðli og selja þau hjónin hluta uppskerunnar í náttúrulækningabúðum og víðar.

Myndin sem fylgir greininni sýnir frá sölvatínslu í Ölfusinu árið 1992, en að Hásteinaskerinu þarf að fara með báti og nokkur vinna er við að handtína sölin sem sett eru í körfur og poka. Ónefndur maður er hér fyrirsæta myndarinnar, vel útbúinn og virðist farast verkið vel úr hendi.

Skylt efni: Söl

Heyskapur í Önundarfirði
Gamalt og gott 10. júní 2025

Heyskapur í Önundarfirði

Heyskapur í Önundarfirði í kringum síðustu aldamót. Árni Brynjólfsson, þáverandi...

Gróðursetning fyrsta trés Austurlandsskóga
Gamalt og gott 27. maí 2025

Gróðursetning fyrsta trés Austurlandsskóga

Frá gróðursetningu fyrsta trés Austurlandsskóga í júní 2002. Guðni Ágústsson, þá...

Kúasýningin Kýr 2003
Gamalt og gott 13. maí 2025

Kúasýningin Kýr 2003

Frá kúasýningunni Kýr 2003 sem haldin var samhliða handverkshátíðinni að Hrafnag...

Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992
Gamalt og gott 29. apríl 2025

Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992

Söl, þessi rauðfjólubláu eða brúnu sæþörungar sem við þekkjum flest hafa alla tí...

Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961
Gamalt og gott 18. mars 2025

Massey Fergusson þreskivél við kornskurð árið 1961

Í kringum árið 1980 tóku sjö bændur í Austur-Landeyjum sig saman um að rækta kor...

Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984.
Gamalt og gott 4. mars 2025

Frá Mjólkurbúi Borgfirðinga í Borgarnesi árið 1984.

Hér hanga skyrpokar „til þerris“ eins og sagt var, en þá lekur mysan úr þeim.

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningu
Gamalt og gott 18. febrúar 2025

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningu

Ræðuhöld frá landbúnaðarsýningunni í Reykjavík í maí 1947. Í púltinu stendur sen...

Mjólkurflutningur hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi
Gamalt og gott 22. janúar 2025

Mjólkurflutningur hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi

Mjólkurflutningar hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi um miðja 20. öld. Ökumenn ...