Sölvatínsla í Ölfusinu árið 1992
Söl, þessi rauðfjólubláu eða brúnu sæþörungar sem við þekkjum flest hafa alla tíð verið eftirsótt fæða, enda ein næringarríkasta tegund sjávarjurta sem vex hér við land. Má vænta að þeirra hafi verið neytt hérlendis frá upphafi byggðar ef marka má orð Egils Skallagrímssonar: „Slíkt gerir að er sölin étur þyrstir æ þess að meir.“


