Gróðursetning fyrsta trés Austurlandsskóga
Frá gróðursetningu fyrsta trés Austurlandsskóga í júní 2002. Guðni Ágústsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, sýnir börnum af leikskólanum Brekkubæ í Vopnafirði handtökin. Við þessa athöfn undirritaði ráðherra jafnframt fyrsta nytjaskógasamninginn í Austurlandsskógum við Guðmund Wiium Stefánsson skógræktarbónda að Fremra-Nýpi og Helga Gíslason, framkvæmdastjóra Austurlandsskóga.